„Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. desember 2025 16:54 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir hækkun á erfðafjárskatti í frumvarpi Daða Más Kristóferssonar fjármála og efnahagsráðherra. Daði Már segir ekki um hækkun að ræða heldur feli frumvarpið í sér viðmið sem er alltaf fylgt við erfðauppgjör. Vísir/Anton Brink Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra átti í orðaskaki við Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins um hækkun á erfðafjárskatti í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Báðir uppskáru hlátur þegar þeir skutu hver að öðrum í svörum sínum. Vilhjálmur bar upp spurningu til Daða Más sem varðaði þann hluta frumvarps hans um breytingu á lögum um skatta, gjöld og fleira, sem varðar erfðafjárskatt. Óhagræði fyrir sýslumenn og erfingja „Í nýjasta skattahækkunarfrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar og Viðreisnar sem hæstvirtur fjármálaráðherra lagði fram kom fátt á óvart,“ segir Vilhjálmur í fyrirspurn sinni. Athugast að hann sleppir því að nefna Flokk fólksins. Hann vísar til 50 prósenta skattaaukningar á leigutekjur og hækkunar á erfðafjárskatti. Hann segir slíka hækkun fela í sér aukinn kostnað og óhagræði fyrir bæði sýslumenn og erfingja. Þá segir hann hækkunina illa úr garði gerða og inntak hennar sé óljóst. Óljóst sé hvort ráðherra eigi við skattahækkun á allar fasteignir eða fasteignir sem standa á eignarlöndum en ekki leigulöndum, þar sem hugtakið „land“ sé ekki skilgreint í frumvarpinu. „Er planið bara að bara að hækka skatta einhvern veginn og ákveða seinna nákvæmlega hverjir eiga að greiða þá?“ Hann spyr fyrir hvers konar fasteignir eigi að greiða samkvæmt markaðsverði og hvers konar fasteignir samkvæmt fasteignamati. „Og hvers vegna er skattahækkunin framkvæmd á þann hátt að hún leggi aukið bákn, kvaðir og kostnað á sýslumann og erfingja?“ spyr Vilhjálmur. Hafnar flækjustigi fyrir sýslumenn Daði svarar Vilhjálmi á þann veg að honum þyki sérstakt að Vilhjálmur haldi því fram að um hækkun á erfðafjárskatti sé að ræða, „þegar frumvarpið snýst einungis um að fara lengra með það viðmið sem þó gildir í öllu uppgjöri dánarbúa á Íslandi sem er að miða við markaðsvirði eigna,“ segir hann. Markaðsvirðið sé eina verðið sem hægt sé að miða við þegar fjallað er um eignasölu. Fasteignamat, sem sé grundvallarfyrirbæri, endurspegli markaðsverð og sé ágætismæling á væntu söluvirði fasteigna. „Ég get ekki séð að það fasteignamat sem viðurkennt er að endurspegli ekki virði lands, og að miða frekar við markaðsverð í ljósi þess að land á Íslandi gengur kaupum og sölum á hverju einasta ári, sé flækjustig fyrir sýslumenn. Né heldur það sem snýr að mati á virði óskráðra fyrirtækja. Og raunar má segja að hér sé um mikla einföldun að ræða á því regluverki sem var sett árið 2007 og notað er í dag við mat sambærilegra eigna.“ „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur,“ segir Vilhjálmur í andsvari sínu. „Fasteignamat er sett á með lögum til að finna raunvirði fasteigna og ríkið setur það á. Og nú kemur hæstvirtur fjármálaráðherra og segir að það sé ónothæft?“ Hann gefur lítið fyrir mál Daða Más um að með lögunum sé um einföldun að ræða. „Allar umsagnir sem koma um þetta mál, fyrir utan frá Skattinum sjálfum, segja að hér sé verið að flækja kerfið, hér sé algjörlega óljóst hvað á við. Það er hvergi í þessu frumvarpi skilgreint hvað land er. Það segja líka allar umsóknir að hér sé verið að hækka erfðafjárskatt verulega,“ segir Vilhjálmur. Hlógu eftir skáldsöguviðlíkingu Daða Í síðara svari sínu svaraði Daði Már í álíka mynt og sagði Vilhjálm hafa valdið sér vonbrigðum með spurningunni. „Ég get með engu móti skilið hvernig háttvirtur þingmaður gat misskilið mig, ég sagði ekki nokkurn skapaðan hlut um það að fasteignamat væri ónothæft. Þvert á móti sagði ég að það biði á markaðsverði,“ segir Daði og heldur áfram. „Ég veit ekki hvert í ósköpunum háttvirtur þingmaður er að fara. Mér er þess vegna nokkur vandi á höndum að svara spurningu sem, fyrst, gefur sér svar sem ég veitti ekki og er þar af leiðandi áframhald á skáldsögu sem háttvirtur þingmaður samdi í öðru andsvari sínu sem ég hef náttúrlega ekki hugmynd um hvernig hann ætli sér að ljúka en fel honum það sjálfum,“ segir Daði og uppsker mikinn hlátur þingmanna. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Vilhjálmur bar upp spurningu til Daða Más sem varðaði þann hluta frumvarps hans um breytingu á lögum um skatta, gjöld og fleira, sem varðar erfðafjárskatt. Óhagræði fyrir sýslumenn og erfingja „Í nýjasta skattahækkunarfrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar og Viðreisnar sem hæstvirtur fjármálaráðherra lagði fram kom fátt á óvart,“ segir Vilhjálmur í fyrirspurn sinni. Athugast að hann sleppir því að nefna Flokk fólksins. Hann vísar til 50 prósenta skattaaukningar á leigutekjur og hækkunar á erfðafjárskatti. Hann segir slíka hækkun fela í sér aukinn kostnað og óhagræði fyrir bæði sýslumenn og erfingja. Þá segir hann hækkunina illa úr garði gerða og inntak hennar sé óljóst. Óljóst sé hvort ráðherra eigi við skattahækkun á allar fasteignir eða fasteignir sem standa á eignarlöndum en ekki leigulöndum, þar sem hugtakið „land“ sé ekki skilgreint í frumvarpinu. „Er planið bara að bara að hækka skatta einhvern veginn og ákveða seinna nákvæmlega hverjir eiga að greiða þá?“ Hann spyr fyrir hvers konar fasteignir eigi að greiða samkvæmt markaðsverði og hvers konar fasteignir samkvæmt fasteignamati. „Og hvers vegna er skattahækkunin framkvæmd á þann hátt að hún leggi aukið bákn, kvaðir og kostnað á sýslumann og erfingja?“ spyr Vilhjálmur. Hafnar flækjustigi fyrir sýslumenn Daði svarar Vilhjálmi á þann veg að honum þyki sérstakt að Vilhjálmur haldi því fram að um hækkun á erfðafjárskatti sé að ræða, „þegar frumvarpið snýst einungis um að fara lengra með það viðmið sem þó gildir í öllu uppgjöri dánarbúa á Íslandi sem er að miða við markaðsvirði eigna,“ segir hann. Markaðsvirðið sé eina verðið sem hægt sé að miða við þegar fjallað er um eignasölu. Fasteignamat, sem sé grundvallarfyrirbæri, endurspegli markaðsverð og sé ágætismæling á væntu söluvirði fasteigna. „Ég get ekki séð að það fasteignamat sem viðurkennt er að endurspegli ekki virði lands, og að miða frekar við markaðsverð í ljósi þess að land á Íslandi gengur kaupum og sölum á hverju einasta ári, sé flækjustig fyrir sýslumenn. Né heldur það sem snýr að mati á virði óskráðra fyrirtækja. Og raunar má segja að hér sé um mikla einföldun að ræða á því regluverki sem var sett árið 2007 og notað er í dag við mat sambærilegra eigna.“ „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur,“ segir Vilhjálmur í andsvari sínu. „Fasteignamat er sett á með lögum til að finna raunvirði fasteigna og ríkið setur það á. Og nú kemur hæstvirtur fjármálaráðherra og segir að það sé ónothæft?“ Hann gefur lítið fyrir mál Daða Más um að með lögunum sé um einföldun að ræða. „Allar umsagnir sem koma um þetta mál, fyrir utan frá Skattinum sjálfum, segja að hér sé verið að flækja kerfið, hér sé algjörlega óljóst hvað á við. Það er hvergi í þessu frumvarpi skilgreint hvað land er. Það segja líka allar umsóknir að hér sé verið að hækka erfðafjárskatt verulega,“ segir Vilhjálmur. Hlógu eftir skáldsöguviðlíkingu Daða Í síðara svari sínu svaraði Daði Már í álíka mynt og sagði Vilhjálm hafa valdið sér vonbrigðum með spurningunni. „Ég get með engu móti skilið hvernig háttvirtur þingmaður gat misskilið mig, ég sagði ekki nokkurn skapaðan hlut um það að fasteignamat væri ónothæft. Þvert á móti sagði ég að það biði á markaðsverði,“ segir Daði og heldur áfram. „Ég veit ekki hvert í ósköpunum háttvirtur þingmaður er að fara. Mér er þess vegna nokkur vandi á höndum að svara spurningu sem, fyrst, gefur sér svar sem ég veitti ekki og er þar af leiðandi áframhald á skáldsögu sem háttvirtur þingmaður samdi í öðru andsvari sínu sem ég hef náttúrlega ekki hugmynd um hvernig hann ætli sér að ljúka en fel honum það sjálfum,“ segir Daði og uppsker mikinn hlátur þingmanna.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira