Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Árni Sæberg skrifar 2. desember 2025 06:53 Eivydas, til hægri, og Kamile, til vinstri, við komuna í Héraðsdóm Reykjaness í gær. Vísir/Vilhelm Litáískur karlmaður sem grunaður er ásamt tveimur öðrum um innflutning á fleiri kílóum af kókaíni segist ekkert kannast við kókaínið. Hann hafi ákveðið að flytja BMW-bifreið til Litáens og aftur til Íslands þar sem það væri ódýrara að gera við bílinn þar. Bíllinn hafi staðið eftirlitslaus við verkstæði í Litáen lengi vel og hver sem er hefði getað komið kókaíninu fyrir í bílnum. Þau Eivydas Laskauskas, Kamile Radzeviciute og Egidijus Dambraukskas, sem öll eru frá Litáen, mættu í Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun, þar sem aðalmeðferð fer fram í máli ákæruvaldsins á hendur þeim. Þau sæta ákæru fyrir innflutning á 5,7 kílóum af kókaíni sem falin voru í BMW-bíl sem fluttur var frá Íslandi til Litáen og aftur til Íslands með flutningsskipi. Fólkið beið í fimm daga áður en það reyndi að nálgast efnin í bílnum, að því er segir í ákæru á hendur þeim. Aðalmeðferð hófst á skýrslutöku af Eivydas en fyrir hana kom Karl Ingi Vilbergsson verjendum í málinu nokkuð á óvart þegar hann krafðist þess að ákærðu yrði gert að yfirgefa dómsalinn á meðan hin ákærðu gáfu skýrslu. Tiltók ekki ástæðuna Almennt eru þinghöld háð í heyranda hljóði og sakborningur á rétt á að hlýða á vitnisburði og skýrslur meðákærðra. Dómari málsins ákvað aftur á móti að fallast á kröfu Karls Inga, sem féll ekki vel í kramið hjá Arnari Kormáki Friðrikssyni, verjanda Egidijus. Hann taldi kröfu Karls Inga of seint fram komna og að ekki væri heimilt að fallast á hana án úrskurðar. Að loknu stuttu hléi þar sem verjendur útskýrðu þessar vendingar fyrir umbjóðendum sínum með aðstoð túlks tilkynnti dómarinn að hann hefði ákveðið að fallast á kröfum Karls Inga. Arnar Kormákur lét þá bóka að hann mótmælti ákvörðuninni og hinir verjendurnir tveir tóku undir mótmæli hans. Dómarinn vísaði til ákvæðis laga um meðferð sakamála sem heimilar dómara að ákveða að ákærði megi ekki hlýða á aðra ákærðu, ef ástæða þykir til. Dómari tiltók ekki ástæðuna sem hann taldi vera fyrir hendi. Vanur því að kaupa og selja bíla Eivydas byrjað skýrslu sína á því að neita sök og neita að tjá sig sérstaklega um málið fyrir utan að svara spurningum sækjanda. Hann kvaðst kannast við að hafa keypt umræddan BMW-bíl á Bland.is í gegnum fyrirtækið Heklara ehf. Heklarar ehf. er í eigu ákærðu Kamile en hún er kærasta Eivydas. Hann kvaðst hafa starfað í byggingageiranum undanfarin ár ásamt því að sýsla með bíla. Hann hafi nokkrum sinnum orðið gjaldþrota og Kamile hafi í raun verið leppur fyrir hann og hann stjórnaði Heklurum. Hann hefði keypt bílinn á 750 þúsund krónur en hann hafi verið í mjög bágbornu ástandi og því hafi hann afráðið að flytja hann til Litáens, þar sem mun ódýrara væri að gera við hann þar. Taldi sig myndu fá 1,5 milljónir fyrir bíl keyrðan tæplega 400 þúsund kílómetra Bíllinn sem um ræðir er af gerðinni BMW 5. Hann er 2011 árgerð og hefur verið keyrður 371 þúsund kílómetra. Eivydas sagði að hann teldi ekkert athugavert við það að flytja bílinn alla leið til Litáens til þess að gera við hann. Hann hafi látið gera við bílinn að talsverðu leyti og greitt fyrir það jafnvirði 150 þúsund króna. Hann teldi að fyrir bílinn fengi hann 1,5 milljónir króna eftir að hafa flutt hann aftur til Íslands. Þá spurði sækjandi hann út í myndir sem fundust í hans fórum af bílnum, meðal annars af burðarbita sem hafði verið sagaður í sundur. Hann sagði það alls ekki óeðlilegt að hann hefði myndir af bílum í sínum fórum, enda ynni hann við að kaupa og selja bíla. Hann ætti á hverjum tíma á bilinu 30 til 40 bíla. Frá því að hann var handtekinn í júlí síðastliðnum og úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi hann keypt þrjá bíla. Kannaðist ekkert við fíkniefnin Þegar bíllinn kom aftur til landsins frá Litáen fann lögregla 5,6 kíló af kókaíni í drifskafti og grindarbitum bílsins. Spurður út í það hvernig gæti staðið á því að fíkniefni hafi fundist í bílnum hans sagðist Eivydas ekkert kannast við fíkniefnin. Bíllinn hefði staðið ólæstur og eftirlitslaus utandyra við verkstæði í Litáen svo vikum skipti og því hefði hver sem er getað komið efnunum fyrir í honum. Þá sagðist hann hvorki kannast við mynd sem fannst í síma hans og sýndi ætluð fíkniefni né heldur samskipti við ónafngreindan mann á samskiptaforritinu Signal um getu íslenskra tollyfirvalda til að finna fíkniefni. Reikna má með því að dómur gangi í málinu innan fjögurra vikna. Litáen Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Þau Eivydas Laskauskas, Kamile Radzeviciute og Egidijus Dambraukskas, sem öll eru frá Litáen, mættu í Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun, þar sem aðalmeðferð fer fram í máli ákæruvaldsins á hendur þeim. Þau sæta ákæru fyrir innflutning á 5,7 kílóum af kókaíni sem falin voru í BMW-bíl sem fluttur var frá Íslandi til Litáen og aftur til Íslands með flutningsskipi. Fólkið beið í fimm daga áður en það reyndi að nálgast efnin í bílnum, að því er segir í ákæru á hendur þeim. Aðalmeðferð hófst á skýrslutöku af Eivydas en fyrir hana kom Karl Ingi Vilbergsson verjendum í málinu nokkuð á óvart þegar hann krafðist þess að ákærðu yrði gert að yfirgefa dómsalinn á meðan hin ákærðu gáfu skýrslu. Tiltók ekki ástæðuna Almennt eru þinghöld háð í heyranda hljóði og sakborningur á rétt á að hlýða á vitnisburði og skýrslur meðákærðra. Dómari málsins ákvað aftur á móti að fallast á kröfu Karls Inga, sem féll ekki vel í kramið hjá Arnari Kormáki Friðrikssyni, verjanda Egidijus. Hann taldi kröfu Karls Inga of seint fram komna og að ekki væri heimilt að fallast á hana án úrskurðar. Að loknu stuttu hléi þar sem verjendur útskýrðu þessar vendingar fyrir umbjóðendum sínum með aðstoð túlks tilkynnti dómarinn að hann hefði ákveðið að fallast á kröfum Karls Inga. Arnar Kormákur lét þá bóka að hann mótmælti ákvörðuninni og hinir verjendurnir tveir tóku undir mótmæli hans. Dómarinn vísaði til ákvæðis laga um meðferð sakamála sem heimilar dómara að ákveða að ákærði megi ekki hlýða á aðra ákærðu, ef ástæða þykir til. Dómari tiltók ekki ástæðuna sem hann taldi vera fyrir hendi. Vanur því að kaupa og selja bíla Eivydas byrjað skýrslu sína á því að neita sök og neita að tjá sig sérstaklega um málið fyrir utan að svara spurningum sækjanda. Hann kvaðst kannast við að hafa keypt umræddan BMW-bíl á Bland.is í gegnum fyrirtækið Heklara ehf. Heklarar ehf. er í eigu ákærðu Kamile en hún er kærasta Eivydas. Hann kvaðst hafa starfað í byggingageiranum undanfarin ár ásamt því að sýsla með bíla. Hann hafi nokkrum sinnum orðið gjaldþrota og Kamile hafi í raun verið leppur fyrir hann og hann stjórnaði Heklurum. Hann hefði keypt bílinn á 750 þúsund krónur en hann hafi verið í mjög bágbornu ástandi og því hafi hann afráðið að flytja hann til Litáens, þar sem mun ódýrara væri að gera við hann þar. Taldi sig myndu fá 1,5 milljónir fyrir bíl keyrðan tæplega 400 þúsund kílómetra Bíllinn sem um ræðir er af gerðinni BMW 5. Hann er 2011 árgerð og hefur verið keyrður 371 þúsund kílómetra. Eivydas sagði að hann teldi ekkert athugavert við það að flytja bílinn alla leið til Litáens til þess að gera við hann. Hann hafi látið gera við bílinn að talsverðu leyti og greitt fyrir það jafnvirði 150 þúsund króna. Hann teldi að fyrir bílinn fengi hann 1,5 milljónir króna eftir að hafa flutt hann aftur til Íslands. Þá spurði sækjandi hann út í myndir sem fundust í hans fórum af bílnum, meðal annars af burðarbita sem hafði verið sagaður í sundur. Hann sagði það alls ekki óeðlilegt að hann hefði myndir af bílum í sínum fórum, enda ynni hann við að kaupa og selja bíla. Hann ætti á hverjum tíma á bilinu 30 til 40 bíla. Frá því að hann var handtekinn í júlí síðastliðnum og úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi hann keypt þrjá bíla. Kannaðist ekkert við fíkniefnin Þegar bíllinn kom aftur til landsins frá Litáen fann lögregla 5,6 kíló af kókaíni í drifskafti og grindarbitum bílsins. Spurður út í það hvernig gæti staðið á því að fíkniefni hafi fundist í bílnum hans sagðist Eivydas ekkert kannast við fíkniefnin. Bíllinn hefði staðið ólæstur og eftirlitslaus utandyra við verkstæði í Litáen svo vikum skipti og því hefði hver sem er getað komið efnunum fyrir í honum. Þá sagðist hann hvorki kannast við mynd sem fannst í síma hans og sýndi ætluð fíkniefni né heldur samskipti við ónafngreindan mann á samskiptaforritinu Signal um getu íslenskra tollyfirvalda til að finna fíkniefni. Reikna má með því að dómur gangi í málinu innan fjögurra vikna.
Litáen Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira