Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar 26. nóvember 2025 15:30 Á þessum síðustu og verstu tímum þegar íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir umtalsverðum samdrætti í þorskafla vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort við getum lært af reynslu annarra þjóða. Norðmenn, sem búa að svipaðri sjósókn og hafa lengi verið í fremstu röð þegar kemur að sjálfbærri fiskveiðistjórnun, eru sérstaklega áhugaverðir í því samhengi. Með því að skoða viðbrögð Norðmanna við þeim áskorunum sem fylgja skerðingum í aflaheimildum má finna mikilvægar vísbendingar um hvernig hægt er að tryggja bæði sjálfbærni og réttláta skiptingu aflaheimilda meðal ólíkra útgerðarforma án þess að fórna hagkvæmni – og forðast að smábátar og minni útgerðir verði undir í baráttunni fyrir tilverurétti sínum Samdráttur í þorski bitnar mest á smábátum Vandamálin sem samdráttur í ráðgjöf á þorski eru að valda smábátum kristallast í vandræðagangi innan Innviðaráðuneytisins. Í haust hefur gengið illa að ákveða hvernig eigi að úthluta þeim 5,3% af bolfiski sem ráðherra hefur yfir að ráða til byggðaaðgerða. Ljóst er að félagslegi hluti kerfisins dugar hvergi til enda er smábátaútgerð komin langt fram yfir sársaukamörk og farin að hljóta varanlegan skaða af skerðingum. Tilfærslur milli potta innan kerfisins eru skólabókardæmi um það að taka úr einum vasa til að setja í hinn. Það er því öllum ljóst að smábátaútgerðir geta ekki tekið meiri skerðingu á sig. Eflaust hlakkar í útgerðarrisunum við þetta enda hafa trillurnar verið þyrnir í augum þeirra svo áratugum skiptir. Skemmst er frá því að segja að stórútgerðinni tókst að stöðva strandveiðivertíðina sem leið með því að bera fyrir sig einhverri úrkynjun á jafnræðisreglunni: ef 2000 tonnum yrði bætt við 5,3% kerfið ættu kvótaþegar, eðli málsins samkvæmt, að fá 40.000 tonna aukningu á móti. Þetta var nóg til að hræða líftóruna úr ríkisstjórninni og senda okkur í land um miðjan júlí. Norðmenn sýna okkur veginn Norðmenn standa frammi fyrir sömu vandræðum varðandi samdrátt í þorski. Þeir hafa þó lagt töluvert meiri og hnitmiðaðri vinnu í að greina vandamálin og finna lausnir. Nýlega birti Det kongelige nærings- og fiskeridepartementet (Atvinnuvegaráðuneyti þeirra Norðmanna) veglega skýrslu sem nefnist Fólk, fiskur og samfélag – kvótastefna fyrir fyrirsjáanleika og réttláta skiptingu. Þar má finna nokkur atriði sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar. Norðmenn sjá gildi smábátaflotans Í fyrsta lagi er það augljóst í allri umfjöllun norska atvinnuvegaráðuneytisins hversu mikils virði smábátaflotinn er í þeirra augum. Í skýrslunni kemur glögglega fram að ráðuneytið áttar sig á hve mikilvægar smábátaveiðar eru fyrir samfélagið, umhverfið og efnahagslífið. Félagslega gegna smábátarnir lykilhlutverki í heimabyggðunum; þeir skapa störf í dreifðum byggðum sem hafa ekkert annað til að reiða sig á, varðveita mikilvægan hluta menningararfs Norðmanna og opna upprennandi sjómönnum leið inn í atvinnugreinina. Þegar litið er til umhverfisáhrifa eru veiðiaðferðir smábáta mun vistvænni, sem stuðlar að minni röskun vistkerfisins og betri verndun (og þar með nýtingu) auðlinda. Efnahagslega eru smábátarnir hryggjarstykkið í atvinnulífi smærri sjávarþorpa, meðal annars með því að landa afla beint í heimahafnir, aðlagast auðveldlega breyttum aðstæðum og stuðla að verðmætasköpun ásamt því að nýta sérhæfð markaðstækifæri. Hagkvæmni einskis nýt án byggðafestu Í öðru lagi vekur það sérstaka athygli hvernig norska ráðuneytið forgangsraðar hinar þrjár stoðir sjálfbærni. Norsk lög um stjórn fiskveiða lúta sömu markmiðum og þau íslensku – að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Íslendingar hafa löngum látið byggðasjónarmiðin lúta í lægra haldi fyrir „hagkvæmni“ sem hefur lagt hvert sjávarplássið að fætur öðru í rúst. Hjá Norðmönnum er þessu öfugt farið enda líta þeir þannig á að hagkvæmni sé einskis nýt ef hún gagnast ekki fólkinu í landinu. Smábátar mikilvægur liður í efnahagslífinu Í þriðja lagi, sem tengist atriðinu hér á undan, þá eyðir norska ráðuneytið töluverðu púðri í að skoða hvaða áhrif stuðningur við smábáta hefur á hagræna þætti kvótakerfisins. Það kemst að þeirri niðurstöðu að fjölbreytni flotans stuðli að betri dreifingu efnahagslegs ávinnings sjávarútvegsins – bæði til einstaklinga og byggða – sem styrkir atvinnulíf og viðheldur byggð í sjávarplássum. Strandveiðiflotinn er sérstaklega vel til þess fallinn að nýta staðbundnar auðlindir á hagkvæman hátt og tryggir ferskt hráefni fyrir vinnslur á staðnum, sem styrkir stoðir efnahagslífs heimabyggðanna. Fækkun smærri báta og samþjöppun kvóta hefur leitt til færri starfa, sem ógnar efnahagslegum grunni hinna dreifðu byggða. Þá er smábátaflotinn mikilvægur fyrir nýliðun og kynslóðaskipti, sem tryggir samfellu í efnahagslegri virkni í sjávarþorpa. Áherslan er á fjölbreytt útgerðarform frekar en að setja öll egg í sömu körfu. Smábátar njóta sérstakrar verndar Í fjórða lagi hafa Norðmenn fundið ásættanlega leið til að verja minnstu útgerðirnar gegn kvótaskerðingu, hinn svokallaða „trålstigen“ eða togarakvarðinn. Hlutverk þessa kvarða er að tryggja fyrirsjáanlega skiptingu aflaheimilda milli togaraflotans og smábátaflotans þar sem smábátar fá stærri hlut þegar ráðgjöf dregst saman, en togaraflotinn stærri hlut þegar aflinn eykst. Meginreglan byggir á að kvóti fyrir félagslega kerfið sé tekinn „af toppnum“ af heildarkvótanum og tryggja þannig lágmarksheimildir til smábáta sem ekki geta staðið af sér miklar sveiflur í vísindalegri ráðgjöf. Norska ríkisstjórnin hefði sem sagt látið jafnræðisregluhótanir SFS sem vind um eyru þjóta. Fylgjum fordæmi Norðmanna Norðmenn hafa sannað, svo ekki verði um villst, að stuðningur við tilverurétt smábáta leiðir aðeins til góðs. Það er engin ástæða til að ætla að Íslendingar geti ekki fylgt þessu fordæmi frændsystkina okkar. Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa sýnt að þau hafa vel borð fyrir báru til að standa af sér sveiflur í ráðgjöf Hafró enda hafa kvótakóngar á undanförnum árum verið stórtækir í fjárfestingum í ótengdum rekstri. Hvaða skaði gæti hlotist af því að leyfa smábátum að dafna? Fyrir utan skerta getu sægreifanna til að kaupa matvöruverslanir og tryggingarfélög – enginn. Það er réttlætismál að minnstu og brothættustu útgerðirnar njóti góðs af þeim sveigjanleika sem ofurhagnaður útgerðarrisanna veitir þeim. Eins eru óyggjandi rök fyrir því að fjölbreytt útgerðarform og öflugur smábátafloti gegni lykilhlutverki í byggðafestu, sjálfbærri fiskveiðistjórnun og hagkvæmum fiskveiðum, bæði nú og fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er trillukarl og formaður Landssambands smábátaeigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum síðustu og verstu tímum þegar íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir umtalsverðum samdrætti í þorskafla vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort við getum lært af reynslu annarra þjóða. Norðmenn, sem búa að svipaðri sjósókn og hafa lengi verið í fremstu röð þegar kemur að sjálfbærri fiskveiðistjórnun, eru sérstaklega áhugaverðir í því samhengi. Með því að skoða viðbrögð Norðmanna við þeim áskorunum sem fylgja skerðingum í aflaheimildum má finna mikilvægar vísbendingar um hvernig hægt er að tryggja bæði sjálfbærni og réttláta skiptingu aflaheimilda meðal ólíkra útgerðarforma án þess að fórna hagkvæmni – og forðast að smábátar og minni útgerðir verði undir í baráttunni fyrir tilverurétti sínum Samdráttur í þorski bitnar mest á smábátum Vandamálin sem samdráttur í ráðgjöf á þorski eru að valda smábátum kristallast í vandræðagangi innan Innviðaráðuneytisins. Í haust hefur gengið illa að ákveða hvernig eigi að úthluta þeim 5,3% af bolfiski sem ráðherra hefur yfir að ráða til byggðaaðgerða. Ljóst er að félagslegi hluti kerfisins dugar hvergi til enda er smábátaútgerð komin langt fram yfir sársaukamörk og farin að hljóta varanlegan skaða af skerðingum. Tilfærslur milli potta innan kerfisins eru skólabókardæmi um það að taka úr einum vasa til að setja í hinn. Það er því öllum ljóst að smábátaútgerðir geta ekki tekið meiri skerðingu á sig. Eflaust hlakkar í útgerðarrisunum við þetta enda hafa trillurnar verið þyrnir í augum þeirra svo áratugum skiptir. Skemmst er frá því að segja að stórútgerðinni tókst að stöðva strandveiðivertíðina sem leið með því að bera fyrir sig einhverri úrkynjun á jafnræðisreglunni: ef 2000 tonnum yrði bætt við 5,3% kerfið ættu kvótaþegar, eðli málsins samkvæmt, að fá 40.000 tonna aukningu á móti. Þetta var nóg til að hræða líftóruna úr ríkisstjórninni og senda okkur í land um miðjan júlí. Norðmenn sýna okkur veginn Norðmenn standa frammi fyrir sömu vandræðum varðandi samdrátt í þorski. Þeir hafa þó lagt töluvert meiri og hnitmiðaðri vinnu í að greina vandamálin og finna lausnir. Nýlega birti Det kongelige nærings- og fiskeridepartementet (Atvinnuvegaráðuneyti þeirra Norðmanna) veglega skýrslu sem nefnist Fólk, fiskur og samfélag – kvótastefna fyrir fyrirsjáanleika og réttláta skiptingu. Þar má finna nokkur atriði sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar. Norðmenn sjá gildi smábátaflotans Í fyrsta lagi er það augljóst í allri umfjöllun norska atvinnuvegaráðuneytisins hversu mikils virði smábátaflotinn er í þeirra augum. Í skýrslunni kemur glögglega fram að ráðuneytið áttar sig á hve mikilvægar smábátaveiðar eru fyrir samfélagið, umhverfið og efnahagslífið. Félagslega gegna smábátarnir lykilhlutverki í heimabyggðunum; þeir skapa störf í dreifðum byggðum sem hafa ekkert annað til að reiða sig á, varðveita mikilvægan hluta menningararfs Norðmanna og opna upprennandi sjómönnum leið inn í atvinnugreinina. Þegar litið er til umhverfisáhrifa eru veiðiaðferðir smábáta mun vistvænni, sem stuðlar að minni röskun vistkerfisins og betri verndun (og þar með nýtingu) auðlinda. Efnahagslega eru smábátarnir hryggjarstykkið í atvinnulífi smærri sjávarþorpa, meðal annars með því að landa afla beint í heimahafnir, aðlagast auðveldlega breyttum aðstæðum og stuðla að verðmætasköpun ásamt því að nýta sérhæfð markaðstækifæri. Hagkvæmni einskis nýt án byggðafestu Í öðru lagi vekur það sérstaka athygli hvernig norska ráðuneytið forgangsraðar hinar þrjár stoðir sjálfbærni. Norsk lög um stjórn fiskveiða lúta sömu markmiðum og þau íslensku – að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Íslendingar hafa löngum látið byggðasjónarmiðin lúta í lægra haldi fyrir „hagkvæmni“ sem hefur lagt hvert sjávarplássið að fætur öðru í rúst. Hjá Norðmönnum er þessu öfugt farið enda líta þeir þannig á að hagkvæmni sé einskis nýt ef hún gagnast ekki fólkinu í landinu. Smábátar mikilvægur liður í efnahagslífinu Í þriðja lagi, sem tengist atriðinu hér á undan, þá eyðir norska ráðuneytið töluverðu púðri í að skoða hvaða áhrif stuðningur við smábáta hefur á hagræna þætti kvótakerfisins. Það kemst að þeirri niðurstöðu að fjölbreytni flotans stuðli að betri dreifingu efnahagslegs ávinnings sjávarútvegsins – bæði til einstaklinga og byggða – sem styrkir atvinnulíf og viðheldur byggð í sjávarplássum. Strandveiðiflotinn er sérstaklega vel til þess fallinn að nýta staðbundnar auðlindir á hagkvæman hátt og tryggir ferskt hráefni fyrir vinnslur á staðnum, sem styrkir stoðir efnahagslífs heimabyggðanna. Fækkun smærri báta og samþjöppun kvóta hefur leitt til færri starfa, sem ógnar efnahagslegum grunni hinna dreifðu byggða. Þá er smábátaflotinn mikilvægur fyrir nýliðun og kynslóðaskipti, sem tryggir samfellu í efnahagslegri virkni í sjávarþorpa. Áherslan er á fjölbreytt útgerðarform frekar en að setja öll egg í sömu körfu. Smábátar njóta sérstakrar verndar Í fjórða lagi hafa Norðmenn fundið ásættanlega leið til að verja minnstu útgerðirnar gegn kvótaskerðingu, hinn svokallaða „trålstigen“ eða togarakvarðinn. Hlutverk þessa kvarða er að tryggja fyrirsjáanlega skiptingu aflaheimilda milli togaraflotans og smábátaflotans þar sem smábátar fá stærri hlut þegar ráðgjöf dregst saman, en togaraflotinn stærri hlut þegar aflinn eykst. Meginreglan byggir á að kvóti fyrir félagslega kerfið sé tekinn „af toppnum“ af heildarkvótanum og tryggja þannig lágmarksheimildir til smábáta sem ekki geta staðið af sér miklar sveiflur í vísindalegri ráðgjöf. Norska ríkisstjórnin hefði sem sagt látið jafnræðisregluhótanir SFS sem vind um eyru þjóta. Fylgjum fordæmi Norðmanna Norðmenn hafa sannað, svo ekki verði um villst, að stuðningur við tilverurétt smábáta leiðir aðeins til góðs. Það er engin ástæða til að ætla að Íslendingar geti ekki fylgt þessu fordæmi frændsystkina okkar. Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa sýnt að þau hafa vel borð fyrir báru til að standa af sér sveiflur í ráðgjöf Hafró enda hafa kvótakóngar á undanförnum árum verið stórtækir í fjárfestingum í ótengdum rekstri. Hvaða skaði gæti hlotist af því að leyfa smábátum að dafna? Fyrir utan skerta getu sægreifanna til að kaupa matvöruverslanir og tryggingarfélög – enginn. Það er réttlætismál að minnstu og brothættustu útgerðirnar njóti góðs af þeim sveigjanleika sem ofurhagnaður útgerðarrisanna veitir þeim. Eins eru óyggjandi rök fyrir því að fjölbreytt útgerðarform og öflugur smábátafloti gegni lykilhlutverki í byggðafestu, sjálfbærri fiskveiðistjórnun og hagkvæmum fiskveiðum, bæði nú og fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er trillukarl og formaður Landssambands smábátaeigenda
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar