Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 07:31 Lestraráhugi barna og unglinga hefur dvínað á undanförnum árum og færri en áður lesa sér til ánægju. Þetta kemur m.a. fram í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Þegar áhuginn minnkar þarf skólinn að bregðast við með markvissum hætti - með aðgengi að lesefni sem grípur börn og kveikir áhuga á lestri, sama hvar þau standa námslega, og með sterku faglegu starfi á skólabókasöfnum. Á þessu ári var gert ráð fyrir 3 milljónum króna í fjárhagsáætlun til að kaupa bækur inn á skólabókasöfn Kópavogs fyrir um 5.000 grunnskólanemendur. Það eru 600 krónur á hvert barn, upphæð sem samsvarar um einni barnabók á hver tíu börn. Í fjárhagsáætlun 2026 hækka framlög til bókakaupa úr 3 milljónum í 4,5 milljónir króna, sem gerir um 300 króna aukningu á hvert barn. Sú aukning dugar aðeins fyrir einni bók aukalega á hver fimmtán börn. Þetta er gert til að fylgja eftir þeim umbótum á menntakerfi bæjarins sem núverandi meirihluti kynnti nýlega. Fyrsta tillagan í Framtíðin í fyrsta sæti er að efla lestrarkennslu með læsisáætlun, þar sem skólabókasöfn eiga að verða burðarstoð í starfinu. Það gefur auga leið að ómögulegt er að byggja upp ríkan safnkost sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda með þessari upphæð. Í heild áætlar bærinn að ráðstafa um 0,007% af heildarútgjöldum sínum í bókakaup fyrir skólabókasöfn bæjarins. Á kjörtímabilinu eru dæmi um að skólabókasöfn í Kópavogi hafi þurft að starfa án fullnægjandi húsnæðis, jafnvel út á gangi, og sum hafi auglýst eftir gefins bókum frá íbúum til að bregðast við þörf nemenda. Það sýnir hversu langt frá því raunverulegir innviðir eru að styðja við þær væntingar sem bærinn setur fram. Enginn veitir barni faglega aðstoð frammi á gangi. Íslensk börn mælast undir meðaltali í lesskilningi og árangurinn hefur versnað yfir tíma. Þetta er ekki vandamál eins hóps heldur áskorun sem blasir við í öllu skólakerfinu og samfélaginu í heild. Skólabókasöfn sem ekki hafa bolmagn til að endurnýja safnkostinn reglulega eða viðunandi húsnæði geta einfaldlega ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað þegar kemur að eflingu læsis. Kópavogur hefur alla burði til að gera betur í þessum málaflokki. En það gerist ekki með 300 krónum aukalega á hvert barn. Það gerist með fjárfestingu og stuðningi sem gerir skólabókasöfnum kleift að ná til allra barna og styðja þau á þeirra eigin forsendum. Það þarf að byggja upp samræmdan stuðning innan Bókasafns Kópavogs, til dæmis með sérhæfðu teymi sem gæti veitt ráðgjöf um innkaup, stutt faglega við skólabókasöfn og jafnvel boðið foreldrum fræðslu um heimalestur. Slík nálgun hefur reynst vel víða á Norðurlöndum, þar sem markmiðið er að tryggja samfellu í lestrarumhverfi barna frá leikskóla og áfram upp grunnskólann. Ef Kópavogur ætlar sér að efla læsi þarf bærinn að fjárfesta í skólabókasöfnum af alvöru. Það þýðir að hækka framlög í takt við raunverulegar þarfir og í samræmi við þá ábyrgð sem bærinn setur fram í eigin stefnum. Að öðrum kosti verða yfirlýsingar um umbætur aðeins orð á blaði. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Lestraráhugi barna og unglinga hefur dvínað á undanförnum árum og færri en áður lesa sér til ánægju. Þetta kemur m.a. fram í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Þegar áhuginn minnkar þarf skólinn að bregðast við með markvissum hætti - með aðgengi að lesefni sem grípur börn og kveikir áhuga á lestri, sama hvar þau standa námslega, og með sterku faglegu starfi á skólabókasöfnum. Á þessu ári var gert ráð fyrir 3 milljónum króna í fjárhagsáætlun til að kaupa bækur inn á skólabókasöfn Kópavogs fyrir um 5.000 grunnskólanemendur. Það eru 600 krónur á hvert barn, upphæð sem samsvarar um einni barnabók á hver tíu börn. Í fjárhagsáætlun 2026 hækka framlög til bókakaupa úr 3 milljónum í 4,5 milljónir króna, sem gerir um 300 króna aukningu á hvert barn. Sú aukning dugar aðeins fyrir einni bók aukalega á hver fimmtán börn. Þetta er gert til að fylgja eftir þeim umbótum á menntakerfi bæjarins sem núverandi meirihluti kynnti nýlega. Fyrsta tillagan í Framtíðin í fyrsta sæti er að efla lestrarkennslu með læsisáætlun, þar sem skólabókasöfn eiga að verða burðarstoð í starfinu. Það gefur auga leið að ómögulegt er að byggja upp ríkan safnkost sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda með þessari upphæð. Í heild áætlar bærinn að ráðstafa um 0,007% af heildarútgjöldum sínum í bókakaup fyrir skólabókasöfn bæjarins. Á kjörtímabilinu eru dæmi um að skólabókasöfn í Kópavogi hafi þurft að starfa án fullnægjandi húsnæðis, jafnvel út á gangi, og sum hafi auglýst eftir gefins bókum frá íbúum til að bregðast við þörf nemenda. Það sýnir hversu langt frá því raunverulegir innviðir eru að styðja við þær væntingar sem bærinn setur fram. Enginn veitir barni faglega aðstoð frammi á gangi. Íslensk börn mælast undir meðaltali í lesskilningi og árangurinn hefur versnað yfir tíma. Þetta er ekki vandamál eins hóps heldur áskorun sem blasir við í öllu skólakerfinu og samfélaginu í heild. Skólabókasöfn sem ekki hafa bolmagn til að endurnýja safnkostinn reglulega eða viðunandi húsnæði geta einfaldlega ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað þegar kemur að eflingu læsis. Kópavogur hefur alla burði til að gera betur í þessum málaflokki. En það gerist ekki með 300 krónum aukalega á hvert barn. Það gerist með fjárfestingu og stuðningi sem gerir skólabókasöfnum kleift að ná til allra barna og styðja þau á þeirra eigin forsendum. Það þarf að byggja upp samræmdan stuðning innan Bókasafns Kópavogs, til dæmis með sérhæfðu teymi sem gæti veitt ráðgjöf um innkaup, stutt faglega við skólabókasöfn og jafnvel boðið foreldrum fræðslu um heimalestur. Slík nálgun hefur reynst vel víða á Norðurlöndum, þar sem markmiðið er að tryggja samfellu í lestrarumhverfi barna frá leikskóla og áfram upp grunnskólann. Ef Kópavogur ætlar sér að efla læsi þarf bærinn að fjárfesta í skólabókasöfnum af alvöru. Það þýðir að hækka framlög í takt við raunverulegar þarfir og í samræmi við þá ábyrgð sem bærinn setur fram í eigin stefnum. Að öðrum kosti verða yfirlýsingar um umbætur aðeins orð á blaði. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun