Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 23. nóvember 2025 12:00 Þrátt fyrir mótbyr í samfélaginu eru tækifærin til byggja upp bæði augljós og skýr. Sterkir innviðir, öflugt samfélag og auðlindir í Þingeyjarsýslum. Trú á eigin getu og samfélag er lykilatriði. Betri tímar koma ekki af sjálfu sér heldur með markvissum aðgerðum, heimavinnu og sameiginlegri framtíðarsýn. Á þessu kjörtímabili hefur verið lögð mikil vinna í undirbúning fyrir atvinnustarfsemi á svæðinu, sérstaklega iðnaðarsvæðið á Bakka með nægu landrými, aðgengi að höfn og orku. Þó við séum langt frá höfuðborgarsvæðinu hvar mestan og sjálfsagðan vöxt má finna er ljóst að uppbygging í Þingeyjarsýslum í námunda við Akureyrarborg er bæði hagkvæm og skynsamleg fyrir land og þjóð. Að skapa tekjur, störf og treysta búsetu. Núna á Bakka Efnahagslegar aðstæður fyrir starfsemi PCC á Bakka eru sannarlega krefjandi en um leið er mikilvægt að hlúa að þeirri starfsemi sem fyrir er á Bakka. Þar er möguleiki á hágæða framleiðslu á kísilmálmi með umhverfisvænni orku. Iðnaðurinn með kísilmálm gegnir lykilhlutverki í efna- og plastiðnaði á heimsvísu og sömuleiðis sem íblöndun í ál. Það er því fagnaðarefni að fjármálaráðuneytið íhugar að setja jöfnunartolla á innfluttan kísilmálm. Í stóra samhenginu er miklu meira undir en framleiðsla á kísiljárni og -málmi á Íslandi heldur sameppnishæfni Evrópu sem heimshluta á þessum nauðsynlegu vörum. Næstu skref Iðnaðarsvæðið á Bakka er þegar skipulagt svæði fyrir atvinnustarfsemi. Til stendur að breyta spennivirkinu fyrir svæðið svo fjölbreyttari atvinnustarfsemi sé möguleg. Sveitarfélagið Norðurþing er með viljayfirlýsingu við fyrirtæki um uppbyggingu gagnavers, niðurdælingu á kolefni og landeldi. Raunhæf verkefni sem unnið er að kanna fýsileika til að byggja á Bakka og víðar í sveitarfélaginu og í Þingeyjarsýslum. Þá eru sömuleiðis í athugun námuvinnsla á móbergi bæði í Grísatungufjöllum og Jökulsá á Fjöllum, álúrvinnsluverkefni, próteinframleiðsla og önnur matvælatengd starfsemi og fleiri verkefni. Öll verkefnin lúta að nýtingu auðlinda, aðgangs að orku og innviðum. Tímabil Nú þegar rekstrarstöðvun PCC liggur fyrir þurfa sveitarfélagið Norðurþing, fyrirtæki, stofnanir og íbúar að brúa bilið frá deginum í dag til þess dags að atvinnuuppbygging hefjist aftur á Bakka. Þá er mikilvægt að rýna inn á við og sjá alla þá öflugu starfsemi sem fyrir er; fyrirmyndarfyrirtæki, framleiðslu á vörum á heimsvísu og mannauð sem halda þarf í. Auk þess hefur undirbúningur sveitarstjórnar falist í skipulagsvinnu í þéttbýli bæði á Húsavík og á Kópaskeri. Það er alltaf vilji til að gera meira og ekkert að missa. Í því felst vonin og væntingar. Samhliða allri umræðunni um viljayfirlýsingar, auðlindanýtingu og möguleikann að skapa störf þarf að finna jafnvægið milli raunhæfra væntinga og veruleikans. Staðreyndin er að atvinnuuppbygging er möguleg og heimavinnunni lokið. Nýjum verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar er ætlað að samræma skilaboð, sækja verkefni og ná samningum svo verkefni hljóti framgang. Stóð alltaf til Það stóð alltaf til að halda áfram atvinnuuppbyggingu þegar farið var í orkuvinnslu, hafnar- og gangnagerð. Við þurfum sjálf berjast fyrir atvinnuuppbyggingu. Það krefst samstöðu og trú á að skapa tækifærin sjálf. Það er okkar hlutverk að sækja spennandi verkefni, rýna í uppbyggingarmöguleika og hvernig þau geta skapað störf, fjárfestingar og tekjur fyrir samfélagið. Samfélag þarf vinnu, vöxt og velsæld. Það gerir þetta enginn fyrir okkur. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Byggðamál Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mótbyr í samfélaginu eru tækifærin til byggja upp bæði augljós og skýr. Sterkir innviðir, öflugt samfélag og auðlindir í Þingeyjarsýslum. Trú á eigin getu og samfélag er lykilatriði. Betri tímar koma ekki af sjálfu sér heldur með markvissum aðgerðum, heimavinnu og sameiginlegri framtíðarsýn. Á þessu kjörtímabili hefur verið lögð mikil vinna í undirbúning fyrir atvinnustarfsemi á svæðinu, sérstaklega iðnaðarsvæðið á Bakka með nægu landrými, aðgengi að höfn og orku. Þó við séum langt frá höfuðborgarsvæðinu hvar mestan og sjálfsagðan vöxt má finna er ljóst að uppbygging í Þingeyjarsýslum í námunda við Akureyrarborg er bæði hagkvæm og skynsamleg fyrir land og þjóð. Að skapa tekjur, störf og treysta búsetu. Núna á Bakka Efnahagslegar aðstæður fyrir starfsemi PCC á Bakka eru sannarlega krefjandi en um leið er mikilvægt að hlúa að þeirri starfsemi sem fyrir er á Bakka. Þar er möguleiki á hágæða framleiðslu á kísilmálmi með umhverfisvænni orku. Iðnaðurinn með kísilmálm gegnir lykilhlutverki í efna- og plastiðnaði á heimsvísu og sömuleiðis sem íblöndun í ál. Það er því fagnaðarefni að fjármálaráðuneytið íhugar að setja jöfnunartolla á innfluttan kísilmálm. Í stóra samhenginu er miklu meira undir en framleiðsla á kísiljárni og -málmi á Íslandi heldur sameppnishæfni Evrópu sem heimshluta á þessum nauðsynlegu vörum. Næstu skref Iðnaðarsvæðið á Bakka er þegar skipulagt svæði fyrir atvinnustarfsemi. Til stendur að breyta spennivirkinu fyrir svæðið svo fjölbreyttari atvinnustarfsemi sé möguleg. Sveitarfélagið Norðurþing er með viljayfirlýsingu við fyrirtæki um uppbyggingu gagnavers, niðurdælingu á kolefni og landeldi. Raunhæf verkefni sem unnið er að kanna fýsileika til að byggja á Bakka og víðar í sveitarfélaginu og í Þingeyjarsýslum. Þá eru sömuleiðis í athugun námuvinnsla á móbergi bæði í Grísatungufjöllum og Jökulsá á Fjöllum, álúrvinnsluverkefni, próteinframleiðsla og önnur matvælatengd starfsemi og fleiri verkefni. Öll verkefnin lúta að nýtingu auðlinda, aðgangs að orku og innviðum. Tímabil Nú þegar rekstrarstöðvun PCC liggur fyrir þurfa sveitarfélagið Norðurþing, fyrirtæki, stofnanir og íbúar að brúa bilið frá deginum í dag til þess dags að atvinnuuppbygging hefjist aftur á Bakka. Þá er mikilvægt að rýna inn á við og sjá alla þá öflugu starfsemi sem fyrir er; fyrirmyndarfyrirtæki, framleiðslu á vörum á heimsvísu og mannauð sem halda þarf í. Auk þess hefur undirbúningur sveitarstjórnar falist í skipulagsvinnu í þéttbýli bæði á Húsavík og á Kópaskeri. Það er alltaf vilji til að gera meira og ekkert að missa. Í því felst vonin og væntingar. Samhliða allri umræðunni um viljayfirlýsingar, auðlindanýtingu og möguleikann að skapa störf þarf að finna jafnvægið milli raunhæfra væntinga og veruleikans. Staðreyndin er að atvinnuuppbygging er möguleg og heimavinnunni lokið. Nýjum verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar er ætlað að samræma skilaboð, sækja verkefni og ná samningum svo verkefni hljóti framgang. Stóð alltaf til Það stóð alltaf til að halda áfram atvinnuuppbyggingu þegar farið var í orkuvinnslu, hafnar- og gangnagerð. Við þurfum sjálf berjast fyrir atvinnuuppbyggingu. Það krefst samstöðu og trú á að skapa tækifærin sjálf. Það er okkar hlutverk að sækja spennandi verkefni, rýna í uppbyggingarmöguleika og hvernig þau geta skapað störf, fjárfestingar og tekjur fyrir samfélagið. Samfélag þarf vinnu, vöxt og velsæld. Það gerir þetta enginn fyrir okkur. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun