Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 12:49 Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext ehf. vísir/Ívar Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið. Mikil eftirvænting ríkir og jafnvel óvenju mikil en forsvarsmenn fjölda hagsmunasamtaka hafa kallað eftir vaxtalækkun og vísað í röð áfalla í útflutningsgreinum. Þar má nefna bilun hjá Norðuráli, lokun PCC á Bakka, samdrátt hjá Elkem, gjaldþrot Play og aukið atvinnuleysi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext og efnahagsráðgjafi síðutu ríkisstjórnar, segir stöðuna vissulega áhyggjuefni. „Maður hefur áhyggjur af því og þá hvaða áhrif það muni kannski hafa á næstu mánuðum. En staðan í dag er hins vegar sú að innlend eftirspurn, sem er náttúrulega það sem Seðlabankinn horfir mest til þegar það er verið að ákveða vexti, hún er enn sem komið er gjörsamlega bara á fljúgandi siglingu. Það voru að koma nýjar kortaveltutölur í morgun og takturinn í því er bara þannig að það er mjög mikill kortavöxtur hjá heimilunum,“ segir Konráð. Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt í fyrramálið. Næsta ákvörðun eftir þessa verður ekki fyrr en 4. febrúar á næsta ári.vísir/Anton Hann segir peningastefnunefnd með bundnar hendur að ákveðnu leyti þar sem nefndin hefur rætt um mikilvægi þess að verðbólgan hjaðni nær markmiði áður en ráðist verði í frekari vaxtalækkun. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent. „En út af versnandi horfum trúi ég þó eiginlega ekki öðru en að við munum fá allavega mun mildari tón. Að því verði gefið undir fótinn um að það muni þurfa að lækka vexti kannski meira og hraðar heldur en áður var gert ráð fyrir, þar sem þessi áföll munu mögulega þá seinna draga úr eftirspurninni hér innanlands og kæla hagkerfið. Það geti þá þýtt að Seðlabankinn geti náð verðbólgumarkmiðinu aðeins lægri vöxtum en annars.“ Lækkun væri stefnubreyting Greiningardeildir hafa spáð óbreyttu vaxtastigi og Konráð telur einnig afar ólíklegt að þeir verði lækkaðir. „Miðað við það sem þau eru búin að segja, að þá væri það mikil stefnubreyting og þau kannski óttast áhrif á trúverðugleikann að fara að lækka vexti allt í einu, þegar þau eru búin að segja eitthvað allt annað áður. En það er langt í næstu vaxtaákvörðun eftir þessa og nefndin á náttúrulega að vera framsýn. Þannig að ég myndi kannski ekki útiloka það að við fáum einhverja litla lækkun á morgun, þó að ég eigi ekkert sérstaklega von á því,“ segir Konráð. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið. Mikil eftirvænting ríkir og jafnvel óvenju mikil en forsvarsmenn fjölda hagsmunasamtaka hafa kallað eftir vaxtalækkun og vísað í röð áfalla í útflutningsgreinum. Þar má nefna bilun hjá Norðuráli, lokun PCC á Bakka, samdrátt hjá Elkem, gjaldþrot Play og aukið atvinnuleysi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext og efnahagsráðgjafi síðutu ríkisstjórnar, segir stöðuna vissulega áhyggjuefni. „Maður hefur áhyggjur af því og þá hvaða áhrif það muni kannski hafa á næstu mánuðum. En staðan í dag er hins vegar sú að innlend eftirspurn, sem er náttúrulega það sem Seðlabankinn horfir mest til þegar það er verið að ákveða vexti, hún er enn sem komið er gjörsamlega bara á fljúgandi siglingu. Það voru að koma nýjar kortaveltutölur í morgun og takturinn í því er bara þannig að það er mjög mikill kortavöxtur hjá heimilunum,“ segir Konráð. Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt í fyrramálið. Næsta ákvörðun eftir þessa verður ekki fyrr en 4. febrúar á næsta ári.vísir/Anton Hann segir peningastefnunefnd með bundnar hendur að ákveðnu leyti þar sem nefndin hefur rætt um mikilvægi þess að verðbólgan hjaðni nær markmiði áður en ráðist verði í frekari vaxtalækkun. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent. „En út af versnandi horfum trúi ég þó eiginlega ekki öðru en að við munum fá allavega mun mildari tón. Að því verði gefið undir fótinn um að það muni þurfa að lækka vexti kannski meira og hraðar heldur en áður var gert ráð fyrir, þar sem þessi áföll munu mögulega þá seinna draga úr eftirspurninni hér innanlands og kæla hagkerfið. Það geti þá þýtt að Seðlabankinn geti náð verðbólgumarkmiðinu aðeins lægri vöxtum en annars.“ Lækkun væri stefnubreyting Greiningardeildir hafa spáð óbreyttu vaxtastigi og Konráð telur einnig afar ólíklegt að þeir verði lækkaðir. „Miðað við það sem þau eru búin að segja, að þá væri það mikil stefnubreyting og þau kannski óttast áhrif á trúverðugleikann að fara að lækka vexti allt í einu, þegar þau eru búin að segja eitthvað allt annað áður. En það er langt í næstu vaxtaákvörðun eftir þessa og nefndin á náttúrulega að vera framsýn. Þannig að ég myndi kannski ekki útiloka það að við fáum einhverja litla lækkun á morgun, þó að ég eigi ekkert sérstaklega von á því,“ segir Konráð.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira