Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar 14. nóvember 2025 07:30 Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Til að bregðast við þessari stöðu, sem meirihlutinn hefur sjálfur skapað, og til að greiða niður skammtímalán sem tekið var fyrr á árinu hefur nú verið samþykkt að taka langtímalán. Það er ekki óeðlilegt að sveitarfélög taki lán til að ráðast í brýn verkefni. Slíkt er stundum nauðsynlegt. Hins vegar er afar óeðlilegt að gera það á þann hátt sem vinstrimeirihlutinn hefur nú ákveðið að gera. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru okkur þvert um geð. Við viljum sjá sveitarfélagið rekið á sjálfbæran hátt, en ekki með sífelldum skammtímalánum sem eru svo fjármögnuð upp á nýtt með langtímalánum. Áður en meirihlutinn samþykkti sína leið lágu fyrir bæjarráði nokkrir valkostir. Ein leið fól í sér að taka 2,5 milljarða króna lán, meðal annars til greiða niður skammtímalánið. Í þeirri leið hefði þurft að stöðva framkvæmdir við Holtaskóla, Myllubakkaskóla og leikskólann Drekadal. Önnur leið gerði ráð fyrir láni upp á 3,2 milljarða króna, sem myndi gera sveitarfélaginu kleift að halda áfram fyrrnefndum framkvæmdum. Sjálfstæðismenn studdu þá leið að taka 3,2 milljarða króna lán, bæði til að greiða niður skammtímalánið og ljúka skóla- og leikskólaframkvæmdum út árið. Það er brýnt að börnin okkar komist aftur í kennslustofurnar og að fjölga leikskólaplássum, enda hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand í leikskólamálum. En meirihlutinn valdi ekki þessa ábyrgari leið. Þvert á móti virtist hann spyrja sig: Af hverju að stoppa við rúma þrjá milljarða þegar hægt er að fá fjóra? Meirihlutinn samþykkti nefnilega þá leið sem ég leyfi mér að nefna óráðsíuleiðina. Hún felur í sér að taka 3,2 milljarða króna lán fyrir framkvæmdum og skammtímaláni, en smyrja svo þar að auki 800 milljónum króna ofan á lánið. Samtals nemur lánið því 4 milljörðum króna. Og í hvað eiga þessar 800 milljónir að fara? Að sögn meirihlutans: í ófyrirséðan kostnað. Þægilegt að eiga slíkan sjóð í aðdraganda kosninga, eða er kannski verið að viðurkenna að framkvæmdakostnaður muni ekki standast áætlanir líkt og gerst hefur með nánast allar áætlanir þessa meirihluta? Sú staðreynd stendur eftir að það eru bæjarbúar sem munu þurfa að standa undir þessum 800 milljónum, á sama tíma og meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl er hæstur á landinu í Reykjanesbæ. Samfylkingunni í Reykjanesbæ hefur tekist að feta í fótspor flokksfélaga sinna í Reykjavík í leikskólamálum, skipulagsmálum og nú í fjármálum. Á sama tíma og nær öll sveitarfélög líta á Reykjavíkurmeirihlutann sem skýrt dæmi um hvernig ekki eigi að gera hlutina, lítur Samfylkingin í Reykjanesbæ á sama meirihluta sem fyrirmynd. Ég tel að íbúar Reykjanesbæjar séu orðnir langþreyttir á þessum vinnubrögðum. Við sjálfstæðismenn viljum ekki að sveitarfélagið sé rekið frá mánuði til mánaðar, heldur frá ári til árs. Nauðsynlegt er að gera reksturinn sjálfbæran svo hægt sé að blása til sóknar og tryggja bestu grunnþjónustu sem völ er á. Fjölskyldur í Reykjanesbæ eiga ekki að þurfa að sætta sig við neitt minna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Til að bregðast við þessari stöðu, sem meirihlutinn hefur sjálfur skapað, og til að greiða niður skammtímalán sem tekið var fyrr á árinu hefur nú verið samþykkt að taka langtímalán. Það er ekki óeðlilegt að sveitarfélög taki lán til að ráðast í brýn verkefni. Slíkt er stundum nauðsynlegt. Hins vegar er afar óeðlilegt að gera það á þann hátt sem vinstrimeirihlutinn hefur nú ákveðið að gera. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru okkur þvert um geð. Við viljum sjá sveitarfélagið rekið á sjálfbæran hátt, en ekki með sífelldum skammtímalánum sem eru svo fjármögnuð upp á nýtt með langtímalánum. Áður en meirihlutinn samþykkti sína leið lágu fyrir bæjarráði nokkrir valkostir. Ein leið fól í sér að taka 2,5 milljarða króna lán, meðal annars til greiða niður skammtímalánið. Í þeirri leið hefði þurft að stöðva framkvæmdir við Holtaskóla, Myllubakkaskóla og leikskólann Drekadal. Önnur leið gerði ráð fyrir láni upp á 3,2 milljarða króna, sem myndi gera sveitarfélaginu kleift að halda áfram fyrrnefndum framkvæmdum. Sjálfstæðismenn studdu þá leið að taka 3,2 milljarða króna lán, bæði til að greiða niður skammtímalánið og ljúka skóla- og leikskólaframkvæmdum út árið. Það er brýnt að börnin okkar komist aftur í kennslustofurnar og að fjölga leikskólaplássum, enda hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand í leikskólamálum. En meirihlutinn valdi ekki þessa ábyrgari leið. Þvert á móti virtist hann spyrja sig: Af hverju að stoppa við rúma þrjá milljarða þegar hægt er að fá fjóra? Meirihlutinn samþykkti nefnilega þá leið sem ég leyfi mér að nefna óráðsíuleiðina. Hún felur í sér að taka 3,2 milljarða króna lán fyrir framkvæmdum og skammtímaláni, en smyrja svo þar að auki 800 milljónum króna ofan á lánið. Samtals nemur lánið því 4 milljörðum króna. Og í hvað eiga þessar 800 milljónir að fara? Að sögn meirihlutans: í ófyrirséðan kostnað. Þægilegt að eiga slíkan sjóð í aðdraganda kosninga, eða er kannski verið að viðurkenna að framkvæmdakostnaður muni ekki standast áætlanir líkt og gerst hefur með nánast allar áætlanir þessa meirihluta? Sú staðreynd stendur eftir að það eru bæjarbúar sem munu þurfa að standa undir þessum 800 milljónum, á sama tíma og meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl er hæstur á landinu í Reykjanesbæ. Samfylkingunni í Reykjanesbæ hefur tekist að feta í fótspor flokksfélaga sinna í Reykjavík í leikskólamálum, skipulagsmálum og nú í fjármálum. Á sama tíma og nær öll sveitarfélög líta á Reykjavíkurmeirihlutann sem skýrt dæmi um hvernig ekki eigi að gera hlutina, lítur Samfylkingin í Reykjanesbæ á sama meirihluta sem fyrirmynd. Ég tel að íbúar Reykjanesbæjar séu orðnir langþreyttir á þessum vinnubrögðum. Við sjálfstæðismenn viljum ekki að sveitarfélagið sé rekið frá mánuði til mánaðar, heldur frá ári til árs. Nauðsynlegt er að gera reksturinn sjálfbæran svo hægt sé að blása til sóknar og tryggja bestu grunnþjónustu sem völ er á. Fjölskyldur í Reykjanesbæ eiga ekki að þurfa að sætta sig við neitt minna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun