Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Agnar Már Másson skrifar 11. nóvember 2025 20:24 Flokkur fólksins var harðlega gagnrýndur í vetur fyrir að hafa í nokkur ár þegið styrki sem stjórnmálasamtök án þess að vera skráð sem slík. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, er formaður flokksins. Vísir/Lýður Flokkur fólksins varði sjötíu milljónum króna í Alþingiskosningarnar 2024 samkvæmt nýjasta ársreikningi. Þar af fóru 55 milljónir í auglýsingar. Flokkurinn varði að minnsta kosti ellefu milljónum í auglýsingar hjá Meta í fyrra, samkvæmt gögnum frá tæknirisanum. Flokkur fólksins er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem hefur fengið ársreikning sinn fyrir árið 2024 samþykktan af Ríkisendurskoðun. Þar kemur fram að flokkur Ingu Sæland tapaði 46 milljónum króna fyrir afskriftir, samanborið við 34 milljóna króna hagnað í fyrra. Eiginfjárstaða flokksins er enn jákvæð og stendur í 48 milljónum króna. Flokksskrifstofan var rekin 22 milljóna króna halla. Rekstrargjöldin námu 125 milljónum króna Tekjur flokksins árið 2024 námu 79 milljónum króna, þar af 65 milljónir úr ríkissjóði, 12 milljónir frá Alþingi, rúm ein milljón frá sveitarfélögum og slétt 417 þúsund krónur af félagsgjöldum. Á móti vógu rekstrargjöldin 125 milljónum króna, þar af 46 milljónir vegna aðalskrifstofu flokksins, 70 milljónir vegna Alþingiskosninga og níu milljónir í húsaleigu. Það vakti mikla athygli í vetur þegar greint var frá því að flokkurinn hefði á síðustu árum þegið styrki úr ríkissjóði sem stjórnmálasamtök upp á 240 milljónir króna þrátt fyrir að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök. Skráningunni var breytt á síðasta aðalfundi flokksins í febrúar. Kaupglöðust á Meta Inni í kostnaði vegna kosninga er ferðakostnaður, aðkeypt þjónusta, burðar- og flutningagjöld, ferðakostnaður og auglýsingar. Um 55 milljónir króna fóru í auglýsingar fyrir Flokk fólksins um kosningarnar, samkvæmt ársreikningi flokksins, en auk þess eru tvær milljónir króna bókfærðar undir rekstri aðalskrifstofu flokksins sem „auglýsingar og kynning.“ Flokkurinn varði 11 milljónum króna að lágmarki í auglýsingar á Facebook og Instagram í fyrra, samkvæmt greiningu á gögnum frá samfélagsmiðlarisanum Meta. Ekki liggur fyrir hvað flokkurinn hefur greitt í auglýsingar á öðrum netmiðlum eða í innlendum miðlum en hann keypti einnig auglýsingu á YouTube í kringum kosningarnar sem fékk rúmlega milljón áhorfa samkvæmt tölum frá Google. Stjórnmálaflokkurinn hefur verið sá allra kaupglaðasti á miðlum Meta síðustu fimm ár, en frá 2020 hefur hann varið tæplega 27 milljónum í auglýsingar á miðlum Marks Zuckerberg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa hvor um sig varið 13 milljónum króna í auglýsingar á Meta. Greint var frá því í fréttatilkynningu í dag að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, ynni að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma myndi fram í stefnu ráðuneytisins væri að ekki yrðu keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Flokkur fólksins Alþingi Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Flokkur fólksins er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem hefur fengið ársreikning sinn fyrir árið 2024 samþykktan af Ríkisendurskoðun. Þar kemur fram að flokkur Ingu Sæland tapaði 46 milljónum króna fyrir afskriftir, samanborið við 34 milljóna króna hagnað í fyrra. Eiginfjárstaða flokksins er enn jákvæð og stendur í 48 milljónum króna. Flokksskrifstofan var rekin 22 milljóna króna halla. Rekstrargjöldin námu 125 milljónum króna Tekjur flokksins árið 2024 námu 79 milljónum króna, þar af 65 milljónir úr ríkissjóði, 12 milljónir frá Alþingi, rúm ein milljón frá sveitarfélögum og slétt 417 þúsund krónur af félagsgjöldum. Á móti vógu rekstrargjöldin 125 milljónum króna, þar af 46 milljónir vegna aðalskrifstofu flokksins, 70 milljónir vegna Alþingiskosninga og níu milljónir í húsaleigu. Það vakti mikla athygli í vetur þegar greint var frá því að flokkurinn hefði á síðustu árum þegið styrki úr ríkissjóði sem stjórnmálasamtök upp á 240 milljónir króna þrátt fyrir að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök. Skráningunni var breytt á síðasta aðalfundi flokksins í febrúar. Kaupglöðust á Meta Inni í kostnaði vegna kosninga er ferðakostnaður, aðkeypt þjónusta, burðar- og flutningagjöld, ferðakostnaður og auglýsingar. Um 55 milljónir króna fóru í auglýsingar fyrir Flokk fólksins um kosningarnar, samkvæmt ársreikningi flokksins, en auk þess eru tvær milljónir króna bókfærðar undir rekstri aðalskrifstofu flokksins sem „auglýsingar og kynning.“ Flokkurinn varði 11 milljónum króna að lágmarki í auglýsingar á Facebook og Instagram í fyrra, samkvæmt greiningu á gögnum frá samfélagsmiðlarisanum Meta. Ekki liggur fyrir hvað flokkurinn hefur greitt í auglýsingar á öðrum netmiðlum eða í innlendum miðlum en hann keypti einnig auglýsingu á YouTube í kringum kosningarnar sem fékk rúmlega milljón áhorfa samkvæmt tölum frá Google. Stjórnmálaflokkurinn hefur verið sá allra kaupglaðasti á miðlum Meta síðustu fimm ár, en frá 2020 hefur hann varið tæplega 27 milljónum í auglýsingar á miðlum Marks Zuckerberg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa hvor um sig varið 13 milljónum króna í auglýsingar á Meta. Greint var frá því í fréttatilkynningu í dag að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, ynni að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma myndi fram í stefnu ráðuneytisins væri að ekki yrðu keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum.
Flokkur fólksins Alþingi Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira