Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar 10. nóvember 2025 18:00 Sjálfbærni hefur átt undir högg að sækja árið 2025. Afnám regluverks í stórum lögsögum fellir niður opinbera hvata til grænna fjárfestinga. Stefnur stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum leggja nú aukna áherslu á þolgæði, auðlindaöryggi og að tryggja samkeppnisstöðu til skamms tíma, stundum á kostnað langtíma sjálfbærniskuldbindinga. Við þessar aðstæður er mikilvægt að stjórnendur í íslensku atvinnulífi láti ekki deigan síga. Þvert á móti - nú gildir að standa vörð um það sem raunverulega skiptir máli. Bakslagið í sjálfbærni er raunverulegt. Í Bandaríkjunum er verið að fella aftur úr gildi mikilvægt regluverk sem styður við grænu skiptin. Í Evrópusambandinu eru aðgerðir til að auka einfaldleika notaðar til að draga úr vægi krafna um þýðingarmikla UFS upplýsingagjöf og laga um áreiðanleikakannanir. Ástæðan er sögð vera að sjálfbærni sé of kostnaðarsöm. En þegar sjálfbærni er lýst sem dragbít á samkeppnishæfni er hvorki hugsað til langtíma né skammtímaárangurs. Að ganga af velli núna er að misskilja áskorunina og eðli fyrirtækjareksturs. Forysta í sjálfbærni merkir að ganga lengra en hlítni við lög og reglur kveður á um og að marka fyrirtækinu skýr grundvallargildi. Gildi eru vörður sem marka leiðina þegar ytri skilyrði breytast. Við slíkar aðstæður eru viðmið eins og hnattrænn samningur sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (UN Global Compact) og heimsmarkmiðin ómetanleg. Heimsmarkmiðin byggja á mannréttindum, atvinnurétti, umhverfisvernd og ráðstöfunum gegn spillingu og setja þannig fram grundvallargildi sem fyrirtæki geta horft til.Með því að staðsetja sig út frá slíkum gildum marka fyrirtæki sér menningu sem hefur dýpri merkingu en bara að uppfylla kröfur, menningu sem byggir á heilindum, þolgæði og langtíma stefnumörkun. Fyrir stjórnendur þýðir þetta í verki að: Leiða með því að skýra tilgang og gildi.Stjórnendur þurfa að greina skýrt frá því hvers vegna sjálfbærni skiptir máli. Sjálfbærni hjá fyrirtækinu snýst ekki um að hlíta lögum og reglum heldur um að grundvalla reksturinn á ákveðnum gildum. Þegar fyrirtæki innleiða heimsmarkmið í reksturinn verða þau vörður sem vísa leiðina á ólgutímum. Horfa lengra en til hlítni.Rekstur sem grundvallast á sterkum gildum eltir ekki hverja einustu ytri stefnubreytingu. Gildin halda fyrirtækinu á réttri braut þrátt fyrir breytilegt regluumhverfi. Þetta veitir mikilvæga vissu á umbrotatímum, við reglugerðarbreytingar og óstöðugleika á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki með sterk grundvallargildi eru þau sem eru að veðra einna best óvissuna sem einföldunarstefna ESB skapar þessa dagana. Leggja áherslu á þolgæði.Forysta í sjálfbærni merkir að gera ráð fyrir hinu óvænta, svo sem auðlindaþurrð, loftslagsáföllum, aðgerðasinnuðum haghöfum og breyttum væntingum viðskiptavina. Þegar fyrirtæki grundvallar reksturinn á sjálfbærniviðmiðum er auðveldara fyrir það að takast á við viðsnúning í regluumhverfinu eða mótvind á alþjóðasviðinu vegna þess að það treystir á eigin gildi, ekki einungis ytri hvata. Það er mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í litlu og opnu hagkerfi sem reiðir sig á milliríkjaviðskipti, nýsköpun og sterkt orðspor. Þegar óstöðugleiki einkennir ytra umhverfið, þegar alþjóðaleg samstaða um sjálfbærni veikist skapar skýr fyrirtækjamenning og forysta sem byggir á gildum klárt samkeppnisforskot. Íslensk fyrirtæki geta skapað sér slíka sérstöðu með því að taka forystuna út frá sterkum gildum, aðgerðum sem byggja á þessum gildum og með því að sýna að sjálfbærni er ekki bara tískufyrirbrigði heldur mikilvægt stefnumið. Afnám regluverks, spenna í alþjóðaviðskiptum og klofningur - það er ljóst að sjálfbærnistarf á undir högg að sækja í ár. En einmitt við slíkar aðstæður verður forysta í sjálfbærni svo mikilvæg. Það er ekki nóg að fara einfaldlega eftir lögum og reglum. Það sem skiptir máli núna er að fyrirtæki staðsetji sig út frá skýrum grundvallargildum sem endurspegla viðmið eins og heimsmarkmiðin, og starfi eftir þeim. Þegar bakslag verður í ytra umhverfinu og viðmið breytast eru það innri gildi sem varða veginn. Forysta sem byggir á sterkum gildum er ekki tískufyrirbrigði heldur stefna sem eflir þolgæði, traust og langtíma árangur. Og að lokum, þetta er ekki spurning um hvenær bakslaginu lýkur og sjálfbærni verður aftur í brennidepli, heldur hvort fyrirtækið þitt verði tilbúið þegar það gerist. Höfundur er prófessor við Copenhagen Business School. Andreas hefur um árabil veitt alþjóðlegum fyrirtækjum og stjórnvöldum ráðgjöf um innleiðingu ESG-stefnu og ábyrgan rekstur. Hann flutti nýlega erindi á 25 ára afmælisviðburði United Nations Global Compact sem UN Global Compact Ísland stóð fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Sjálfbærni hefur átt undir högg að sækja árið 2025. Afnám regluverks í stórum lögsögum fellir niður opinbera hvata til grænna fjárfestinga. Stefnur stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum leggja nú aukna áherslu á þolgæði, auðlindaöryggi og að tryggja samkeppnisstöðu til skamms tíma, stundum á kostnað langtíma sjálfbærniskuldbindinga. Við þessar aðstæður er mikilvægt að stjórnendur í íslensku atvinnulífi láti ekki deigan síga. Þvert á móti - nú gildir að standa vörð um það sem raunverulega skiptir máli. Bakslagið í sjálfbærni er raunverulegt. Í Bandaríkjunum er verið að fella aftur úr gildi mikilvægt regluverk sem styður við grænu skiptin. Í Evrópusambandinu eru aðgerðir til að auka einfaldleika notaðar til að draga úr vægi krafna um þýðingarmikla UFS upplýsingagjöf og laga um áreiðanleikakannanir. Ástæðan er sögð vera að sjálfbærni sé of kostnaðarsöm. En þegar sjálfbærni er lýst sem dragbít á samkeppnishæfni er hvorki hugsað til langtíma né skammtímaárangurs. Að ganga af velli núna er að misskilja áskorunina og eðli fyrirtækjareksturs. Forysta í sjálfbærni merkir að ganga lengra en hlítni við lög og reglur kveður á um og að marka fyrirtækinu skýr grundvallargildi. Gildi eru vörður sem marka leiðina þegar ytri skilyrði breytast. Við slíkar aðstæður eru viðmið eins og hnattrænn samningur sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (UN Global Compact) og heimsmarkmiðin ómetanleg. Heimsmarkmiðin byggja á mannréttindum, atvinnurétti, umhverfisvernd og ráðstöfunum gegn spillingu og setja þannig fram grundvallargildi sem fyrirtæki geta horft til.Með því að staðsetja sig út frá slíkum gildum marka fyrirtæki sér menningu sem hefur dýpri merkingu en bara að uppfylla kröfur, menningu sem byggir á heilindum, þolgæði og langtíma stefnumörkun. Fyrir stjórnendur þýðir þetta í verki að: Leiða með því að skýra tilgang og gildi.Stjórnendur þurfa að greina skýrt frá því hvers vegna sjálfbærni skiptir máli. Sjálfbærni hjá fyrirtækinu snýst ekki um að hlíta lögum og reglum heldur um að grundvalla reksturinn á ákveðnum gildum. Þegar fyrirtæki innleiða heimsmarkmið í reksturinn verða þau vörður sem vísa leiðina á ólgutímum. Horfa lengra en til hlítni.Rekstur sem grundvallast á sterkum gildum eltir ekki hverja einustu ytri stefnubreytingu. Gildin halda fyrirtækinu á réttri braut þrátt fyrir breytilegt regluumhverfi. Þetta veitir mikilvæga vissu á umbrotatímum, við reglugerðarbreytingar og óstöðugleika á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki með sterk grundvallargildi eru þau sem eru að veðra einna best óvissuna sem einföldunarstefna ESB skapar þessa dagana. Leggja áherslu á þolgæði.Forysta í sjálfbærni merkir að gera ráð fyrir hinu óvænta, svo sem auðlindaþurrð, loftslagsáföllum, aðgerðasinnuðum haghöfum og breyttum væntingum viðskiptavina. Þegar fyrirtæki grundvallar reksturinn á sjálfbærniviðmiðum er auðveldara fyrir það að takast á við viðsnúning í regluumhverfinu eða mótvind á alþjóðasviðinu vegna þess að það treystir á eigin gildi, ekki einungis ytri hvata. Það er mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í litlu og opnu hagkerfi sem reiðir sig á milliríkjaviðskipti, nýsköpun og sterkt orðspor. Þegar óstöðugleiki einkennir ytra umhverfið, þegar alþjóðaleg samstaða um sjálfbærni veikist skapar skýr fyrirtækjamenning og forysta sem byggir á gildum klárt samkeppnisforskot. Íslensk fyrirtæki geta skapað sér slíka sérstöðu með því að taka forystuna út frá sterkum gildum, aðgerðum sem byggja á þessum gildum og með því að sýna að sjálfbærni er ekki bara tískufyrirbrigði heldur mikilvægt stefnumið. Afnám regluverks, spenna í alþjóðaviðskiptum og klofningur - það er ljóst að sjálfbærnistarf á undir högg að sækja í ár. En einmitt við slíkar aðstæður verður forysta í sjálfbærni svo mikilvæg. Það er ekki nóg að fara einfaldlega eftir lögum og reglum. Það sem skiptir máli núna er að fyrirtæki staðsetji sig út frá skýrum grundvallargildum sem endurspegla viðmið eins og heimsmarkmiðin, og starfi eftir þeim. Þegar bakslag verður í ytra umhverfinu og viðmið breytast eru það innri gildi sem varða veginn. Forysta sem byggir á sterkum gildum er ekki tískufyrirbrigði heldur stefna sem eflir þolgæði, traust og langtíma árangur. Og að lokum, þetta er ekki spurning um hvenær bakslaginu lýkur og sjálfbærni verður aftur í brennidepli, heldur hvort fyrirtækið þitt verði tilbúið þegar það gerist. Höfundur er prófessor við Copenhagen Business School. Andreas hefur um árabil veitt alþjóðlegum fyrirtækjum og stjórnvöldum ráðgjöf um innleiðingu ESG-stefnu og ábyrgan rekstur. Hann flutti nýlega erindi á 25 ára afmælisviðburði United Nations Global Compact sem UN Global Compact Ísland stóð fyrir.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun