Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2025 14:58 Tæknifyrirtækið Vélfag á Norðurlandi sætir þvingunaraðgerðum vegna ætlaðra tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið koma nálægt skuggaflota Rússa. Vélfag Utanríkisráðherra synjaði beiðni norðlenska fyrirtækisins Vélfags um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum gegn félaginu. Þvingununum var beitt vegna grunsemda um tengsl fyrirtækisins við Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna stríðsins í Úkraínu. Fyrirtækið greinir sjálft frá ákvörðun ráðherrans í harðrorðri Facebook-færslu. Ráðherrann er þar sakaður um að brjóta gegn grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu, meðalhófs og réttlátrar málsmeðferðar. Utanríkisráðuneytið er sagt byggja ákvörðun sína á sömu grunsemdum og Arion banki vísaði til í sumar um tengsl Vélfags við Norebo JSC, rússneskt félag sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa en hann nota þeir til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum sem stunda spellvirki í Evrópu. Vélfag segir þessar grunsemdir órökstuddar og „afsannaðar“. Heldur Vélfag því fram að ákvörðun ráðherra þvingi fyrirtækið í gjaldþrot vegna þeirra hamlandi takmarkana sem þvinganirnar leggi á það. Utanríkisráðuneytið veitti Vélagi tímabundna undanþágu frá frystingu fjármuna í sumar. Sala rétt fyrir þvinganir talin til málamynda Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Norebo átti Vélfag en var selt aðeins þremur dögum áður en félagið lenti á þvingunarlistanum. Arion banki og ráðuneytið hafa talið að núverandi eigandi Vélfags hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að viðskiptin hafi ekki verið málamyndagjörningur. Vélfag stefndi íslenska ríkinu í september. Í yfirlýsingu sinni í dag segir það dóms að vænta í Héraðsdómi Reykjavíkur innan viku. Utanríkisráðherra reyni nú að koma félaginu í þrot „áður en réttlætið nær fram að ganga“. Utanríkismál Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Tengdar fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Viðskipti erlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Fyrirtækið greinir sjálft frá ákvörðun ráðherrans í harðrorðri Facebook-færslu. Ráðherrann er þar sakaður um að brjóta gegn grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu, meðalhófs og réttlátrar málsmeðferðar. Utanríkisráðuneytið er sagt byggja ákvörðun sína á sömu grunsemdum og Arion banki vísaði til í sumar um tengsl Vélfags við Norebo JSC, rússneskt félag sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa en hann nota þeir til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum sem stunda spellvirki í Evrópu. Vélfag segir þessar grunsemdir órökstuddar og „afsannaðar“. Heldur Vélfag því fram að ákvörðun ráðherra þvingi fyrirtækið í gjaldþrot vegna þeirra hamlandi takmarkana sem þvinganirnar leggi á það. Utanríkisráðuneytið veitti Vélagi tímabundna undanþágu frá frystingu fjármuna í sumar. Sala rétt fyrir þvinganir talin til málamynda Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Norebo átti Vélfag en var selt aðeins þremur dögum áður en félagið lenti á þvingunarlistanum. Arion banki og ráðuneytið hafa talið að núverandi eigandi Vélfags hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að viðskiptin hafi ekki verið málamyndagjörningur. Vélfag stefndi íslenska ríkinu í september. Í yfirlýsingu sinni í dag segir það dóms að vænta í Héraðsdómi Reykjavíkur innan viku. Utanríkisráðherra reyni nú að koma félaginu í þrot „áður en réttlætið nær fram að ganga“.
Utanríkismál Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Tengdar fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Viðskipti erlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19
Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27
Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49