Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar 10. nóvember 2025 15:02 Umræðan um klukkuna er sígilt þrætumál hér á landi. Rökin með og á móti hafa að mestu leyti ekkert breyst frá árinu 1968 þega ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ákvað að færa klukkuna fram um eina klukkustund og miða hana allt árið við Greenwich Mean Time (UTC). Breytingin var gerð á viðskiptalegum forsendum, rökstudd með því að Ísland yrði þá á sama tímabelti og Bretland og flest ríki Evrópu. Það merkilega gerðist skömmu síðar að Bretar og Evrópuríkin tóku upp vor- og hausttíma, breyttu klukkunni tvisvar á ári. Meginrökin frá 1968 voru því markleysa nánast frá upphafi! Við höfum hvorki notið þess hagræðis eða samræmis sem stefnt var að né lifað í takt við náttúrulegan sólartíma. Rökin fyrir breytingu á klukkunni hafa sífellt orðið veigameiri með ítarlegri rannsóknum á lífsgæðum og lýðheilsu. En Íslandsklukkan stendur í stað. Óbreytt ár frá ári. Tregðulögmálið er illskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að rök og rannsóknir liggja á borðinu. Auðvitað kostar eitthvað fyrir ríki og atvinnulíf að samstilla tölvukerfi við slíka breytingu en ef þjóðir álfunnar geta staðið fyrir slíkum breytingum tvisvar á ári ætti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja út fyrir þeim kostnaði, í eitt skipti. Því við erum ekki að tala um tilfærslur að vori og hausti heldur að færa klukkuna aftur í það sem hún var fyrir árið 1968, í UTC-1. Þá værum við sem þjóð í betri samhljómi við sól og líkamsklukku. Þegar sól er hæst á lofti í Kópavogi er klukkan ekki tólf eins og hún ætti að vera. Hún er að verða hálftvö! Við erum því nánast hálfum öðrum tíma á undan náttúrunni. Gott að vera fremstur meðal jafningja en að þessu leyti er það ekki aðeins óheppilegt heldur skaðlegt. Fræðafólk kallar þetta samfélagslega flugþreytu (social jet lag) og afleiðingarnar eru þekktar: fólk sefur minna, vaknar þreyttara og nær síður að hvílast. Íslenskar rannsóknir sýna að ungmenni sofa að jafnaði einum til tveimur klukkustundum of lítið á virkum dögum. Það hefur áhrif á einbeitingu, námsárangur og almenna líðan. Ef klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund kæmi dagsbirtan fyrr á morgnana og rökkva tæki fyrr á kvöldin. Það er endalaust hægt að deila um það hvað ávinnst, hvað glatast, en meginrökin hljóta að vera þau að klukkan á veggnum og líkamsklukkan ganga ekki í takt. Til þess að okkur líði vel þurfa þær báðar að slá í takt, líkamsklukkan og Íslandsklukkan. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Klukkan á Íslandi Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um klukkuna er sígilt þrætumál hér á landi. Rökin með og á móti hafa að mestu leyti ekkert breyst frá árinu 1968 þega ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ákvað að færa klukkuna fram um eina klukkustund og miða hana allt árið við Greenwich Mean Time (UTC). Breytingin var gerð á viðskiptalegum forsendum, rökstudd með því að Ísland yrði þá á sama tímabelti og Bretland og flest ríki Evrópu. Það merkilega gerðist skömmu síðar að Bretar og Evrópuríkin tóku upp vor- og hausttíma, breyttu klukkunni tvisvar á ári. Meginrökin frá 1968 voru því markleysa nánast frá upphafi! Við höfum hvorki notið þess hagræðis eða samræmis sem stefnt var að né lifað í takt við náttúrulegan sólartíma. Rökin fyrir breytingu á klukkunni hafa sífellt orðið veigameiri með ítarlegri rannsóknum á lífsgæðum og lýðheilsu. En Íslandsklukkan stendur í stað. Óbreytt ár frá ári. Tregðulögmálið er illskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að rök og rannsóknir liggja á borðinu. Auðvitað kostar eitthvað fyrir ríki og atvinnulíf að samstilla tölvukerfi við slíka breytingu en ef þjóðir álfunnar geta staðið fyrir slíkum breytingum tvisvar á ári ætti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja út fyrir þeim kostnaði, í eitt skipti. Því við erum ekki að tala um tilfærslur að vori og hausti heldur að færa klukkuna aftur í það sem hún var fyrir árið 1968, í UTC-1. Þá værum við sem þjóð í betri samhljómi við sól og líkamsklukku. Þegar sól er hæst á lofti í Kópavogi er klukkan ekki tólf eins og hún ætti að vera. Hún er að verða hálftvö! Við erum því nánast hálfum öðrum tíma á undan náttúrunni. Gott að vera fremstur meðal jafningja en að þessu leyti er það ekki aðeins óheppilegt heldur skaðlegt. Fræðafólk kallar þetta samfélagslega flugþreytu (social jet lag) og afleiðingarnar eru þekktar: fólk sefur minna, vaknar þreyttara og nær síður að hvílast. Íslenskar rannsóknir sýna að ungmenni sofa að jafnaði einum til tveimur klukkustundum of lítið á virkum dögum. Það hefur áhrif á einbeitingu, námsárangur og almenna líðan. Ef klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund kæmi dagsbirtan fyrr á morgnana og rökkva tæki fyrr á kvöldin. Það er endalaust hægt að deila um það hvað ávinnst, hvað glatast, en meginrökin hljóta að vera þau að klukkan á veggnum og líkamsklukkan ganga ekki í takt. Til þess að okkur líði vel þurfa þær báðar að slá í takt, líkamsklukkan og Íslandsklukkan. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar