Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 19:03 Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að margs konar úrbóta sé þörf á meðferðarheimilinu Bjargey eftir að alvarlegt atvik kom þar upp. Vísir Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. Eftirlitsstofnun leggur til verulegar umbætur á heimilinu eftir íkveikju vistmanns. Fimm fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar, sem er úrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu fyrir stúlkur og kynsegin á aldrinum 13-18 ára sem var stofnað í júní 2022, stíga nú fram og lýsa alvarlegum öryggis- og faglegum brestum á heimilinu. Í samantekt sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að þau komi nafnlaust fram af ótta við afleiðingarnar. Barna- og fjölskyldustofa hafi verið upplýst um áhyggjurnar en starfsfólkið upplifi gaslýsingu þaðan. Þá hefur fréttastofa upplýsingar um að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hafi verið gert viðvart um málið í tvígang. Starfsfólk myndi ekki senda eigin börn á heimilið Starfsfólkið gagnrýnir harðlega starfsemina á Bjargey í ítarlegri samantekt sem fréttastofa hefur undir höndum. Í heild er meðferðarstarfinu lýst sem afar losaralegu og geti jafnvel haft skaðleg áhrif á ungmennin. Foreldrar hafi lýst að börn hafi komið heim í verra ástandi eftir meðferðina en þau fóru. Ekki sé farið eftir settum verkferlum og reglum sem valdi algjöru reiðuleysi í starfseminni þar sem sömu mistökin séu síendurtekin. Dæmi sé um að það gleymist að gefa vistmönnum lyf eða sækja þau. Viðhorfið sé að eðlilegt sé að fíkniefni finnist hjá vistmönnum. Fram kemur að starfsmenn myndu ekki senda eigin börn á heimilið eða mæla með því. Þá segir starfsfólk innra eftirlit hafa brugðist. Dæmi um hluti sem gleymast; áfylling lyfseðla, að sækja lyf, að gefa rétt lyf á réttum tíma. Það fer alveg eftir starfsmönnum hvenær reglurnar gilda og hvenær ekki. Það er ekkert eðlilegt við það að fíkniefni séu á meðferðarheimili - hvernig á þá meðferðin að virka? Margir starfsmenn tala um að þeir myndu ekki senda sín eigin börn á meðferðarheimilið eins og er eða mæla með því við sína aðstandendur. Ítarleg úttekt í gangi Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sér um að hafa eftirlit með meðferðarheimilum fyrir börn í vanda. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri stofnunarinnar segir að stofnunin hafi ákveðið að hefja frumkvæðisathugun á starfi meðferðarheimila fyrir börn vorið 2024. Gagnasöfnuninni hafi lokið nú í september. Meðal heimila sem séu til skoðunar sé meðferðarheimilið Bjargey. Búist sé við skýrslu um máli strax eftir áramót. Herdís segir hins vegar að nú þegar hafi stofnunin sent Bjargey lista yfir nauðsynlegar umbætur eftir að alvarlegt atvik kom upp sem fól í sér íkveikju. En ríflega ár er síðan 17 ára piltur lést í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum sem er líka á vegum Barna-og fjölskyldustofu. „GEV hefur lokið rannsókn á alvarlegu atviki sem kom upp í tengslum við íkveikju á Bjargey. Aðilum máls hefur verið tilkynnt um niðurstöður rannsóknarinnar, m.a. BOFS. Í kjölfar niðurstaðna leggur Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála áherslu á umbætur til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Þar bendum við t.d. á að það sé ýmislegt í tengslum við verklag og þjálfun starfsmanna og sameiginlega sýn sem þarf að bæta á Bjargey,“ segir Herdís. Farga þarf litlum kveikjurum Í ábendingum Gæða- og eftirlitsstofnunar vegna málsins kemur m.a. fram: GEV mælir með að litlum kveikjurum heimilisins verði fargað. GEV telur brýnt að til staðar sé skriflegt verklag varðandi fyrirkomulag á innskrift nýrra skjólstæðinga, m.a. um upplýsingagjöf til starfsfólks og að því verði framfylgt. GEV telur jafnframt að til staðar þurfi að vera verklag varðandi samhæfð viðbrögð starfsfólks þegar margir áhættuþættir eru til staðar í samskiptum milli skjólstæðinga heimilisins. GEV telur að stuðla megi betur að gæðum og öryggi í þjónustunni með skýru skriflegu verklagi um starfsemina og fræðslu um rétt vinnubrögð starfsmanna við flóknum og erfiðum aðstæðum sem kunna að koma upp í starfsemi heimilisins. Er það mat GEV að framangreindar umbætur séu til þess fallnar að auka gæði og öryggi í þjónustunni og geti stuðlað að því að fyrirbyggja alvarleg óvænt atvik af þessu tagi. Vistheimili Meðferðarheimili Málefni Stuðla Ofbeldi barna Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Fimm fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar, sem er úrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu fyrir stúlkur og kynsegin á aldrinum 13-18 ára sem var stofnað í júní 2022, stíga nú fram og lýsa alvarlegum öryggis- og faglegum brestum á heimilinu. Í samantekt sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að þau komi nafnlaust fram af ótta við afleiðingarnar. Barna- og fjölskyldustofa hafi verið upplýst um áhyggjurnar en starfsfólkið upplifi gaslýsingu þaðan. Þá hefur fréttastofa upplýsingar um að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hafi verið gert viðvart um málið í tvígang. Starfsfólk myndi ekki senda eigin börn á heimilið Starfsfólkið gagnrýnir harðlega starfsemina á Bjargey í ítarlegri samantekt sem fréttastofa hefur undir höndum. Í heild er meðferðarstarfinu lýst sem afar losaralegu og geti jafnvel haft skaðleg áhrif á ungmennin. Foreldrar hafi lýst að börn hafi komið heim í verra ástandi eftir meðferðina en þau fóru. Ekki sé farið eftir settum verkferlum og reglum sem valdi algjöru reiðuleysi í starfseminni þar sem sömu mistökin séu síendurtekin. Dæmi sé um að það gleymist að gefa vistmönnum lyf eða sækja þau. Viðhorfið sé að eðlilegt sé að fíkniefni finnist hjá vistmönnum. Fram kemur að starfsmenn myndu ekki senda eigin börn á heimilið eða mæla með því. Þá segir starfsfólk innra eftirlit hafa brugðist. Dæmi um hluti sem gleymast; áfylling lyfseðla, að sækja lyf, að gefa rétt lyf á réttum tíma. Það fer alveg eftir starfsmönnum hvenær reglurnar gilda og hvenær ekki. Það er ekkert eðlilegt við það að fíkniefni séu á meðferðarheimili - hvernig á þá meðferðin að virka? Margir starfsmenn tala um að þeir myndu ekki senda sín eigin börn á meðferðarheimilið eins og er eða mæla með því við sína aðstandendur. Ítarleg úttekt í gangi Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sér um að hafa eftirlit með meðferðarheimilum fyrir börn í vanda. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri stofnunarinnar segir að stofnunin hafi ákveðið að hefja frumkvæðisathugun á starfi meðferðarheimila fyrir börn vorið 2024. Gagnasöfnuninni hafi lokið nú í september. Meðal heimila sem séu til skoðunar sé meðferðarheimilið Bjargey. Búist sé við skýrslu um máli strax eftir áramót. Herdís segir hins vegar að nú þegar hafi stofnunin sent Bjargey lista yfir nauðsynlegar umbætur eftir að alvarlegt atvik kom upp sem fól í sér íkveikju. En ríflega ár er síðan 17 ára piltur lést í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum sem er líka á vegum Barna-og fjölskyldustofu. „GEV hefur lokið rannsókn á alvarlegu atviki sem kom upp í tengslum við íkveikju á Bjargey. Aðilum máls hefur verið tilkynnt um niðurstöður rannsóknarinnar, m.a. BOFS. Í kjölfar niðurstaðna leggur Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála áherslu á umbætur til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Þar bendum við t.d. á að það sé ýmislegt í tengslum við verklag og þjálfun starfsmanna og sameiginlega sýn sem þarf að bæta á Bjargey,“ segir Herdís. Farga þarf litlum kveikjurum Í ábendingum Gæða- og eftirlitsstofnunar vegna málsins kemur m.a. fram: GEV mælir með að litlum kveikjurum heimilisins verði fargað. GEV telur brýnt að til staðar sé skriflegt verklag varðandi fyrirkomulag á innskrift nýrra skjólstæðinga, m.a. um upplýsingagjöf til starfsfólks og að því verði framfylgt. GEV telur jafnframt að til staðar þurfi að vera verklag varðandi samhæfð viðbrögð starfsfólks þegar margir áhættuþættir eru til staðar í samskiptum milli skjólstæðinga heimilisins. GEV telur að stuðla megi betur að gæðum og öryggi í þjónustunni með skýru skriflegu verklagi um starfsemina og fræðslu um rétt vinnubrögð starfsmanna við flóknum og erfiðum aðstæðum sem kunna að koma upp í starfsemi heimilisins. Er það mat GEV að framangreindar umbætur séu til þess fallnar að auka gæði og öryggi í þjónustunni og geti stuðlað að því að fyrirbyggja alvarleg óvænt atvik af þessu tagi.
Dæmi um hluti sem gleymast; áfylling lyfseðla, að sækja lyf, að gefa rétt lyf á réttum tíma. Það fer alveg eftir starfsmönnum hvenær reglurnar gilda og hvenær ekki. Það er ekkert eðlilegt við það að fíkniefni séu á meðferðarheimili - hvernig á þá meðferðin að virka? Margir starfsmenn tala um að þeir myndu ekki senda sín eigin börn á meðferðarheimilið eins og er eða mæla með því við sína aðstandendur.
Vistheimili Meðferðarheimili Málefni Stuðla Ofbeldi barna Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent