Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2025 11:04 Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri segir málið til rannsóknar. Vísir/Ívar/Vilhelm Líkamsárás á bílastæði Kringlunnar um hádegisbil í gær er til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða barn á grunnskólaaldri sem kýldi annað á svipuðum aldri og hótaði með hnífi. Kona sem varð vitni að árásinni segir drenginn hafa verið blóðugan eftir árásina. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að líkamsárásin sé til rannsóknar hjá lögreglu. DV greindi fyrst frá. Unnar segir um hóp ungmenna að ræða sem veist hafi að öðru ungmenni á bílastæðinu fyrir utan verslunarmiðstöðina. Árásarmaðurinn er að sögn Unnars ekki orðinn fimmtán ára. Rannsókn málsins sé á frumstigi. Hrinti eldri konu til að ná til drengsins Lilja Sigurgeirsdóttir einkaþjálfari var á leið í ræktina í Kringlunni í gær þegar hún varð vitni að árásinni. Hún var að ná í töskuna sína í aftursætið þegar hún heyrði í drengnum öskra á bílaplaninu. „Þá sé ég hann þarna liggjandi á bílaplaninu,“ segir Lilja sem segir að tvær konur á besta aldri hafi jafnframt orðið vitni að árásinni. Árásarmaðurinn hafi hrint annarri þeirra til þess að komast að drengnum. „Hann var náttúrulega í gífurlegu sjokki þarna, sagðist ekki þekkja þá neitt og hafa fundið að þeir væru að elta sig.“ Fastagestir í Kringlunni Þeir hafi á undan ógnað drengnum með hníf en Lilja segir drenginn hafa verið blóðugan þar sem hann lá á bílaplaninu. Lilja segir að öryggisverðir sem hún hafi rætt við hafi sagt að hópurinn sem um ræðir séu fastagestir í Kringlunni. „Hann sagði mér að þeir vissu alveg hverjir þetta væru, það er eins og strákurinn hafi bara verið óheppinn að hafa verið þarna á sama tíma og þeir,“ segir Lilja sem bætir því við að atvikið sitji mjög í henni. „Hversu ömurlegt er að hugsa til þess að ungmennin okkar séu ekki óhult fyrir hóp af ofbeldisfullum unglingum sem gera sér það að leik að vera ógeðslegir viðgangandi vegfarendur bara af því bara?“ Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Lögreglumál Reykjavík Kringlan Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að líkamsárásin sé til rannsóknar hjá lögreglu. DV greindi fyrst frá. Unnar segir um hóp ungmenna að ræða sem veist hafi að öðru ungmenni á bílastæðinu fyrir utan verslunarmiðstöðina. Árásarmaðurinn er að sögn Unnars ekki orðinn fimmtán ára. Rannsókn málsins sé á frumstigi. Hrinti eldri konu til að ná til drengsins Lilja Sigurgeirsdóttir einkaþjálfari var á leið í ræktina í Kringlunni í gær þegar hún varð vitni að árásinni. Hún var að ná í töskuna sína í aftursætið þegar hún heyrði í drengnum öskra á bílaplaninu. „Þá sé ég hann þarna liggjandi á bílaplaninu,“ segir Lilja sem segir að tvær konur á besta aldri hafi jafnframt orðið vitni að árásinni. Árásarmaðurinn hafi hrint annarri þeirra til þess að komast að drengnum. „Hann var náttúrulega í gífurlegu sjokki þarna, sagðist ekki þekkja þá neitt og hafa fundið að þeir væru að elta sig.“ Fastagestir í Kringlunni Þeir hafi á undan ógnað drengnum með hníf en Lilja segir drenginn hafa verið blóðugan þar sem hann lá á bílaplaninu. Lilja segir að öryggisverðir sem hún hafi rætt við hafi sagt að hópurinn sem um ræðir séu fastagestir í Kringlunni. „Hann sagði mér að þeir vissu alveg hverjir þetta væru, það er eins og strákurinn hafi bara verið óheppinn að hafa verið þarna á sama tíma og þeir,“ segir Lilja sem bætir því við að atvikið sitji mjög í henni. „Hversu ömurlegt er að hugsa til þess að ungmennin okkar séu ekki óhult fyrir hóp af ofbeldisfullum unglingum sem gera sér það að leik að vera ógeðslegir viðgangandi vegfarendur bara af því bara?“ Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Lögreglumál Reykjavík Kringlan Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira