„Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2025 15:02 Einar Þorsteinsson gefur lítið fyrir fjárhagsáætlun meirihluta Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, sem birt var í morgun, er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, ræddi fjárhagsáætlunina við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar, að loknum blaðamannafundi í hádeginu. „Það er náttúrulega jákvæð þróun, þessi útkoma núna er niðurstaða mikillar hagræðingar á þessu kjörtímabili. Af því að við tókum við þessum mikla halla eftir vinstriflokkana á síðasta kjörtímabili og erum búin að vera að vinna hann niður. Skiluðum fimm milljarða afgangi árið sem við stýrðum borginni. Sá afgangur er horfinn í hítina núna,“ segir Einar en hann sat í meirihluta borgarstjórnar frá kosningum árið 2022 þangað til að hann sleit meirihlutasamstarfinu í febrúar. Kristrúnar Frostaveturinn mikli Nú hafi meirihlutinn lagt fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem sé mjög brothætt. Í grunninn sé það algjört ábyrgðarleysi að stilla áætluninni svona upp miðað við aðstæður í efnahagsmálunum. „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli í efnahagsmálum þar sem vaxtalækkunarferlið er botnfrosið og verðbólga er að aukast. Fasteignamarkaðurinn er í algjöru uppnámi vegna þess að bankarnir eru búnir að skrúfa fyrir lánin og á þeim tíma er meirihlutinn hér í borginni að gera ráð fyrir því að fá fjóra milljarða út úr sölu á byggingarlandi, hann veðjar á að fá sex milljarða rúma í arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem allt er í uppnámi vegna stöðunnar hjá Norðuráli, sem er stærsti kaupandi raforku af Orkuveitunni.“ Losa beltið þrátt fyrir stöðuna Þá segir Einar stóru pólitísku fréttirnar vera þær að meirihlutinn hafi stoltur tilkynnt að ekki eigi að hagræða í rekstri borgarinnar. Hagræðingarkröfu, sem hafi verið á laun, önnur en leik- og grunnskólakennara, hafi verið sparkað út úr ráðhúsinu. Það sé ótrúlegt ábyrgðarleysi að á meðan blikur eru á lofti í efnahagsmálum ætli meirihlutinn að losa beltið og láta næsta meirihluta sjá um skuldirnar. Er áætlunin bara út í loftið? „Hún er byggð á allt of mikilli bjartsýni. Þau eru að blása út tekjuhliðina til þess að geta sýnt fram á góða afkomu á næsta ári. Þetta er spá og ég, því miður, býst ekki við því að hún gangi eftir, miðað við alla þá óvissu sem er uppi í borginni.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, sem birt var í morgun, er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, ræddi fjárhagsáætlunina við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar, að loknum blaðamannafundi í hádeginu. „Það er náttúrulega jákvæð þróun, þessi útkoma núna er niðurstaða mikillar hagræðingar á þessu kjörtímabili. Af því að við tókum við þessum mikla halla eftir vinstriflokkana á síðasta kjörtímabili og erum búin að vera að vinna hann niður. Skiluðum fimm milljarða afgangi árið sem við stýrðum borginni. Sá afgangur er horfinn í hítina núna,“ segir Einar en hann sat í meirihluta borgarstjórnar frá kosningum árið 2022 þangað til að hann sleit meirihlutasamstarfinu í febrúar. Kristrúnar Frostaveturinn mikli Nú hafi meirihlutinn lagt fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem sé mjög brothætt. Í grunninn sé það algjört ábyrgðarleysi að stilla áætluninni svona upp miðað við aðstæður í efnahagsmálunum. „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli í efnahagsmálum þar sem vaxtalækkunarferlið er botnfrosið og verðbólga er að aukast. Fasteignamarkaðurinn er í algjöru uppnámi vegna þess að bankarnir eru búnir að skrúfa fyrir lánin og á þeim tíma er meirihlutinn hér í borginni að gera ráð fyrir því að fá fjóra milljarða út úr sölu á byggingarlandi, hann veðjar á að fá sex milljarða rúma í arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem allt er í uppnámi vegna stöðunnar hjá Norðuráli, sem er stærsti kaupandi raforku af Orkuveitunni.“ Losa beltið þrátt fyrir stöðuna Þá segir Einar stóru pólitísku fréttirnar vera þær að meirihlutinn hafi stoltur tilkynnt að ekki eigi að hagræða í rekstri borgarinnar. Hagræðingarkröfu, sem hafi verið á laun, önnur en leik- og grunnskólakennara, hafi verið sparkað út úr ráðhúsinu. Það sé ótrúlegt ábyrgðarleysi að á meðan blikur eru á lofti í efnahagsmálum ætli meirihlutinn að losa beltið og láta næsta meirihluta sjá um skuldirnar. Er áætlunin bara út í loftið? „Hún er byggð á allt of mikilli bjartsýni. Þau eru að blása út tekjuhliðina til þess að geta sýnt fram á góða afkomu á næsta ári. Þetta er spá og ég, því miður, býst ekki við því að hún gangi eftir, miðað við alla þá óvissu sem er uppi í borginni.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira