Erlent

Dick Cheney er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Dick Cheney árið 2015.
Dick Cheney árið 2015. EPA

Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Repúblikaninn Cheney var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Cheney segir að hann hafi andast í gær, 3. nóvember, í faðni fjölskyldunnar. Hann lést af völdum fylgikvilla tengdum lungnabólgu og hjarta- og æðasjúkdómum.

Cheney fæddist 30. janúar 1941 og þótti sérstaklega valdamikill varaforseti. Hann gegndi stóru hlutverki þegar kom að viðbrögðum bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 og „stríðsins gegn hryðjuverkum“ sem fylgdi.

Áður en hann varð varaforseti Bandaríkjanna hafði hann átt langan feril í stjórnmálum. Hann var starfsmannastjóri Hvíta hússins í forsetatíð Gerald Ford á áttunda áratugnum og átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Wyoming um tíu ára skeið. 

Hann sagði að lokum skilið við Repúblikanaflokkinn og lýsti yfir stuðningi við Demókratann Kamölu Harris í forsetakosningunum fyrir um ári þar sem Donald Trump var aftur kjörinn forseti. 

Cheney lætur eftir sig eiginkonuna Lynne og dæturnar Liz og Mary. 

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×