Erlent

Fjórir út­skrifaðir af spítala en tveir enn í lífs­hættu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lestin var á leið til Lundúna en var stöðvuð á Huntingdon lestarstöðinni þar sem lögreglumenn handtóku árásarmennina tvo.
Lestin var á leið til Lundúna en var stöðvuð á Huntingdon lestarstöðinni þar sem lögreglumenn handtóku árásarmennina tvo. AP

Ellefu manns fengu aðhlynningu á spítala í kjölfar stunguárásar um borð í lest á Bretlandi í gær. Fjórir eru útskrifaðir af spítalanum en tveir eru enn í lífshættu.

Tveir breskir ríkisborgarar á fertugsaldri eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. Annar er 32 ára gamall svartur Breti og hinn er 35 ára Breti af karabískum uppruna.

Þetta kom fram á blaðamannafundi lögregluyfirvalda á svæðinu í morgun en BBC greinir frá.

Þar kom fram að ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hvaða hvatar hafi legið að baki árásinni. Ekkert gefi til kynna að um hryðjuverk hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir

Níu í lífshættu eftir stunguárásina

Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×