Innlent

Kyn­lífs­verka­fólks í Nor­ræna húsinu og tölvu­spilandi eldri borgarar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlistnefndar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Þar verður einnig rætt við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, sem segir réttindi kvenna í landinu að engu orðin eftir að Talibanar tóku þar völd fyrir nokkrum árum.

Ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í fyrsta skipti hér á landi í gær. Rauða regnhlífin sem stóð fyrir ráðstefnunni kallar eftir því að umræðan verði opnuð og að lög um kynlífsverkafólk verði endurskoðuð.

Við verðum í beinni frá leikhúskeppni framhaldsskólanema í Tjarnarbíói, en kepnnin er hluti af listahátíð ungs fólks sem var sett í gær. Þá verður litið við á rafíþróttaæfingu eldri borgara og Magnús Hlynur hittir fjölskyldu fulla af hjólagörpum.

Í sportpakkanum verður rætt við Hermann Hreiðarsson, nýjan þjálfara karlaliðs Vals í fótbolta, um verkefnið framundan, auk þess sem Arsenal-goðsögn lítur við og ræðir við Val Pál um gengi síns gamla liðs á yfirstandandi leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×