Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar 31. október 2025 07:03 Í fyrradag kynnti ríkisstjórnin fyrsta „húsnæðispakka“ sinn með pompi og prakt í Fram heimilinu í Úlfarsárdal. Í pakkanum kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna nokkrar afbragðs hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir en hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarflokkana, líkt og að séreignarsparnaðarleiðin sem flokkurinn hefur lengi haldið á lofti verði fest í sessi, breytingar á byggingarreglugerð og skilvirkara eftirlit og því ber að fagna. Fastir liðir eins og venjulega Þrátt fyrir þessar jákvæðu aðgerðir er sá galli á gjöf ríkisstjórnarinnar, líkt og svo oft áður, að pakkinn inniheldur einnig umtalsverðar skattahækkanir. Skattahækkanir virðast enda vera svar ríkisstjórnarinnar við öllum áskorunum. Stefnir ríkisstjórnin að því að m.a. hækka skatt á söluhagnað íbúða og auk þess heimila sveitarfélögum að leggja á aukin fasteignagjöld á auðar byggingalóðir. Verst er þó hugmyndin um að auka skattheimtu á leigutekjur um 50%, sem er stórmerkilegt plan, sérstaklega þegar yfirlýst markmið húsnæðispakkans er m.a. að bæta stöðu leigjanda. Fyrirséð er að skattahækkunin muni einfaldlega leiða til hærra leiguverðs enda viðbúið að leigusalar varpi skattahækkuninni beint yfir í leiguverðið. Ríkisstjórnin virðist fullkomlega ómeðvituð um að skattar hafa áhrif á hegðun. Afbrigðilega fólkið Í kosningabaráttunni seinasta haust lofaði Samfylkingin því að hún myndi ekki hækka skatta á „vinnandi fólk“, sem hljómaði óneitanlega fremur undarlega, enda má þá gagnálykta að skattar verði hækkaðir á atvinnulausa, öryrkja, börn og aðra þá sem ekki vinna. Eftir kosningar drógu þau hins vegar aðeins í land en ítrekuðu þó að skattar yrðu ekki hækkaðir á „venjulegt fólk“. Þau orð fengu undirritaðan til að velta fyrir sér hvaða fólk er venjulegt og hvaða fólk er óvenjulegt. Fyrir hinn almenna leikmann er ekki auðvelt að átta sig á því en með því að fylgjast með skattahækkunum ríkisstjórnarinnar má í það minnsta beita útilokunaraðferðinni og álykta um þá sem koma til greina sem venjulegt fólk. Nú þegar hafa verið boðaðar skattahækkanir á þá sem leigja út íbúðarhúsnæði eins og áður segir, en einnig einstaklinga í sjálfstæðum atvinnurekstri (áform um að loka meintu „ehf. gati“), hjón (afnám samsköttunar), eigendur ökutækja (ýmsar skattahækkanir á ökutæki og eldsneyti), þá sem neyta nikótíns (aukin skattheimta á nikótínvörur) og alla þá sem heimsækja náttúruperlur landsins (innviðagjald á ferðamannastaði). Sem sagt, það er svo gott sem eina leiðin til þess að teljast til „venjulega“ fólksins að vera einstæðingur sem ekki á bíl eða fasteign, neytir ekki nikótíns, starfar ekki sjálfstætt og fer helst ekki út fyrir borgarmörkin. Þeir sem eru svo óheppnir að tikka í eitthvað af ofangreindum boxum falla hins vegar í flokk óvenjulegra Íslendinga sem mega eiga von á frekari skattahækkunum á næstu misserum. Þó grunar mig að þeir hinir sömu hafi ekki áttað sig á því hversu afbrigðilegir þeir voru þegar gengið var að kjörkössunum í fyrra, og jafnvel talið sig tilheyra venjulega fólkinu. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Höfundur er óvenjulegur lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag kynnti ríkisstjórnin fyrsta „húsnæðispakka“ sinn með pompi og prakt í Fram heimilinu í Úlfarsárdal. Í pakkanum kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna nokkrar afbragðs hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir en hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarflokkana, líkt og að séreignarsparnaðarleiðin sem flokkurinn hefur lengi haldið á lofti verði fest í sessi, breytingar á byggingarreglugerð og skilvirkara eftirlit og því ber að fagna. Fastir liðir eins og venjulega Þrátt fyrir þessar jákvæðu aðgerðir er sá galli á gjöf ríkisstjórnarinnar, líkt og svo oft áður, að pakkinn inniheldur einnig umtalsverðar skattahækkanir. Skattahækkanir virðast enda vera svar ríkisstjórnarinnar við öllum áskorunum. Stefnir ríkisstjórnin að því að m.a. hækka skatt á söluhagnað íbúða og auk þess heimila sveitarfélögum að leggja á aukin fasteignagjöld á auðar byggingalóðir. Verst er þó hugmyndin um að auka skattheimtu á leigutekjur um 50%, sem er stórmerkilegt plan, sérstaklega þegar yfirlýst markmið húsnæðispakkans er m.a. að bæta stöðu leigjanda. Fyrirséð er að skattahækkunin muni einfaldlega leiða til hærra leiguverðs enda viðbúið að leigusalar varpi skattahækkuninni beint yfir í leiguverðið. Ríkisstjórnin virðist fullkomlega ómeðvituð um að skattar hafa áhrif á hegðun. Afbrigðilega fólkið Í kosningabaráttunni seinasta haust lofaði Samfylkingin því að hún myndi ekki hækka skatta á „vinnandi fólk“, sem hljómaði óneitanlega fremur undarlega, enda má þá gagnálykta að skattar verði hækkaðir á atvinnulausa, öryrkja, börn og aðra þá sem ekki vinna. Eftir kosningar drógu þau hins vegar aðeins í land en ítrekuðu þó að skattar yrðu ekki hækkaðir á „venjulegt fólk“. Þau orð fengu undirritaðan til að velta fyrir sér hvaða fólk er venjulegt og hvaða fólk er óvenjulegt. Fyrir hinn almenna leikmann er ekki auðvelt að átta sig á því en með því að fylgjast með skattahækkunum ríkisstjórnarinnar má í það minnsta beita útilokunaraðferðinni og álykta um þá sem koma til greina sem venjulegt fólk. Nú þegar hafa verið boðaðar skattahækkanir á þá sem leigja út íbúðarhúsnæði eins og áður segir, en einnig einstaklinga í sjálfstæðum atvinnurekstri (áform um að loka meintu „ehf. gati“), hjón (afnám samsköttunar), eigendur ökutækja (ýmsar skattahækkanir á ökutæki og eldsneyti), þá sem neyta nikótíns (aukin skattheimta á nikótínvörur) og alla þá sem heimsækja náttúruperlur landsins (innviðagjald á ferðamannastaði). Sem sagt, það er svo gott sem eina leiðin til þess að teljast til „venjulega“ fólksins að vera einstæðingur sem ekki á bíl eða fasteign, neytir ekki nikótíns, starfar ekki sjálfstætt og fer helst ekki út fyrir borgarmörkin. Þeir sem eru svo óheppnir að tikka í eitthvað af ofangreindum boxum falla hins vegar í flokk óvenjulegra Íslendinga sem mega eiga von á frekari skattahækkunum á næstu misserum. Þó grunar mig að þeir hinir sömu hafi ekki áttað sig á því hversu afbrigðilegir þeir voru þegar gengið var að kjörkössunum í fyrra, og jafnvel talið sig tilheyra venjulega fólkinu. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Höfundur er óvenjulegur lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun