Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Lovísa Arnardóttir skrifar 29. október 2025 08:41 Árni segir sem betur fer ekkert alvarlegt hafa komið upp í gær en það sé nauðsynlegt að skoða hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist aftur. Vísir/Sigurjón og Ívar Fannar Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. „Þetta er þungt ástand. Gatnakerfið er erfitt og mikill klaki enn þá á götum. Fólk fer hægt sem betur fer, en það er erfitt ástand. Hann segir ekki umferðarteppur heldur gangi hún hægt. Hann telur marga hafa farið fyrr af stað en áður og því hafi umferðin fyrr orðið nokkuð þung. Fólk hafi verið hvatt til að gefa sér tíma og því hafi það farið fyrr út. „Ég held að það sé fyrst og fremst að gefa sér tíma, sem veitir ekki af,“ segir Árni sem fór yfir stöðuna í dag og í gær í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vetrarfríi margra grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu lýkur í dag þó að einhverjir séu með starfsdaga. Árni segir mögulega að það hafi áhrif en fyrst og fremst hafi fólk upplifað í gær að vera fast í umferð í marga klukkutíma og því hafi það lagt fyrr af stað í dag. „Sem er gott, það þarf að dreifa álaginu á meðan gatnakerfið er eins og það er.“ Árni segir ástandið í gær ekki fordæmalaust í Reykjavík en hann hafi þó aldrei upplifað svona ástand í október. Hann hafi frekar upplifað það í febrúar eða mars. Umferðarteppur mynduðust víða í gær og voru margir í margar klukkustundir á leið til eða frá vinnu. Vísir/Anton Brink Ekki séð ástandið svona í október „Þetta er dálítið snemmt,“ segir hann og að fyrst og fremst hafi vandamálið sem skapaðist verið vegna illa búinna bíla. „Stór hluti ökuflotans á höfuðborgarsvæðinu er enn á sumardekkjum. Dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli frá lögreglunni þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar sem allan snjómokstur og hálkuvarnir á gatnakerfinu,“ segir Árni og að það hafi skapast við þetta mikið leiðindaástand. „Það má segja að höfuðborgarsvæðið hafi bara verið stopp á stórum hluta gærdagsins og fyrst og fremst var þetta vegna þess að bílar fóru af stað þrátt fyrir okkar tilmæli á sumardekkjum.“ Árni segir erfiðar aðstæður sérstaklega skapast þegar snjómoksturstæki og hálkuvarnatæki fá ekki að komast að. Þá skapist klaki á götunum og við það geti ökumenn hvernig bíla sem er lent í vandræðum. Sama hvort það séu strætisvagnar, vinnubílar og alveg sama hvort bílarnir væru á góðum vetrardekkjum eða negldum dekkjum. Árni segir töluverðan fjölda bíla hafa verið dregna í gær, hann sé ekki með nákvæma tölu en það hafi eflaust verið nokkuð tugir. Það sé alltaf á kostnað eigenda. „Ef bíll var skilinn eftir vegna þess að hann var á sumardekkjum og veldur umferðarhættu þá látum við bara fjarlægja þennan bíl.“ Árni segir ökumenn, þrátt fyrir ástandið, hafa verið nokkuð létta. Dagurinn verði í minningunni „dagurinn sem allt stoppaði“ en lögreglumenn hafi á sama tíma verið svekktir vegna þess að ökumenn hundsuðu fyrirmæli þeirra sem voru send á nokkurra mínútna fresti í gærmorgun á samfélagsmiðla lögreglu og á fjölmiðla. „Okkar tilfinning er að afar fáir hafi farið eftir þessu, það fóru margir út í umferðina á illa búnum bílum sem orsakaði þetta leiðindastand.“ Þá segir hann lögreglu hafa hvatt fólk í hádeginu til að fara snemma heim, um klukkan 15, og það hafi allir svo farið eftir henni. Björgunarsveitir voru í viðbraðgsstöðu um allt höfuðborgarsvæði í gær. Vísir/Sigurjón Þurfi að skoða hvað gerðist í gær Árni segir alveg möguleika að skoða hvort þörf sé á að skoða þær leiðir sem lögregla hefur til að ná til almennings með svona skilaboð. Hvort til dæmis hægt væri að senda SMS eins og er gert í almannavarnahættu eins og jarðhræringum og eldgosum. Árni segir lögreglu og aðra viðbragðsaðila nú þurfa að skoða þetta. Sem betur fer hafi ekki komið upp nein stór mál í gær og svona ástand geti haft veruleg áhrif á viðbragðstíma viðbragðsaðila. Árni telur þó að meirihluti íbúa fylgist með einhverjum miðlum og því megi alveg gera ráð fyrir því að þau hafi getað séð þessar tilkynningar á einhverjum þeirra mörgu miðla sem þær voru sendar út á. Umferð Umferðaröryggi Snjómokstur Lögreglan Bítið Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
„Þetta er þungt ástand. Gatnakerfið er erfitt og mikill klaki enn þá á götum. Fólk fer hægt sem betur fer, en það er erfitt ástand. Hann segir ekki umferðarteppur heldur gangi hún hægt. Hann telur marga hafa farið fyrr af stað en áður og því hafi umferðin fyrr orðið nokkuð þung. Fólk hafi verið hvatt til að gefa sér tíma og því hafi það farið fyrr út. „Ég held að það sé fyrst og fremst að gefa sér tíma, sem veitir ekki af,“ segir Árni sem fór yfir stöðuna í dag og í gær í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vetrarfríi margra grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu lýkur í dag þó að einhverjir séu með starfsdaga. Árni segir mögulega að það hafi áhrif en fyrst og fremst hafi fólk upplifað í gær að vera fast í umferð í marga klukkutíma og því hafi það lagt fyrr af stað í dag. „Sem er gott, það þarf að dreifa álaginu á meðan gatnakerfið er eins og það er.“ Árni segir ástandið í gær ekki fordæmalaust í Reykjavík en hann hafi þó aldrei upplifað svona ástand í október. Hann hafi frekar upplifað það í febrúar eða mars. Umferðarteppur mynduðust víða í gær og voru margir í margar klukkustundir á leið til eða frá vinnu. Vísir/Anton Brink Ekki séð ástandið svona í október „Þetta er dálítið snemmt,“ segir hann og að fyrst og fremst hafi vandamálið sem skapaðist verið vegna illa búinna bíla. „Stór hluti ökuflotans á höfuðborgarsvæðinu er enn á sumardekkjum. Dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli frá lögreglunni þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar sem allan snjómokstur og hálkuvarnir á gatnakerfinu,“ segir Árni og að það hafi skapast við þetta mikið leiðindaástand. „Það má segja að höfuðborgarsvæðið hafi bara verið stopp á stórum hluta gærdagsins og fyrst og fremst var þetta vegna þess að bílar fóru af stað þrátt fyrir okkar tilmæli á sumardekkjum.“ Árni segir erfiðar aðstæður sérstaklega skapast þegar snjómoksturstæki og hálkuvarnatæki fá ekki að komast að. Þá skapist klaki á götunum og við það geti ökumenn hvernig bíla sem er lent í vandræðum. Sama hvort það séu strætisvagnar, vinnubílar og alveg sama hvort bílarnir væru á góðum vetrardekkjum eða negldum dekkjum. Árni segir töluverðan fjölda bíla hafa verið dregna í gær, hann sé ekki með nákvæma tölu en það hafi eflaust verið nokkuð tugir. Það sé alltaf á kostnað eigenda. „Ef bíll var skilinn eftir vegna þess að hann var á sumardekkjum og veldur umferðarhættu þá látum við bara fjarlægja þennan bíl.“ Árni segir ökumenn, þrátt fyrir ástandið, hafa verið nokkuð létta. Dagurinn verði í minningunni „dagurinn sem allt stoppaði“ en lögreglumenn hafi á sama tíma verið svekktir vegna þess að ökumenn hundsuðu fyrirmæli þeirra sem voru send á nokkurra mínútna fresti í gærmorgun á samfélagsmiðla lögreglu og á fjölmiðla. „Okkar tilfinning er að afar fáir hafi farið eftir þessu, það fóru margir út í umferðina á illa búnum bílum sem orsakaði þetta leiðindastand.“ Þá segir hann lögreglu hafa hvatt fólk í hádeginu til að fara snemma heim, um klukkan 15, og það hafi allir svo farið eftir henni. Björgunarsveitir voru í viðbraðgsstöðu um allt höfuðborgarsvæði í gær. Vísir/Sigurjón Þurfi að skoða hvað gerðist í gær Árni segir alveg möguleika að skoða hvort þörf sé á að skoða þær leiðir sem lögregla hefur til að ná til almennings með svona skilaboð. Hvort til dæmis hægt væri að senda SMS eins og er gert í almannavarnahættu eins og jarðhræringum og eldgosum. Árni segir lögreglu og aðra viðbragðsaðila nú þurfa að skoða þetta. Sem betur fer hafi ekki komið upp nein stór mál í gær og svona ástand geti haft veruleg áhrif á viðbragðstíma viðbragðsaðila. Árni telur þó að meirihluti íbúa fylgist með einhverjum miðlum og því megi alveg gera ráð fyrir því að þau hafi getað séð þessar tilkynningar á einhverjum þeirra mörgu miðla sem þær voru sendar út á.
Umferð Umferðaröryggi Snjómokstur Lögreglan Bítið Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira