Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 29. október 2025 07:51 Hjalti segir að allir séu komnir á damp núna og að mokstur gangi vel. Vísir/Steingrímur Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. „Við fórum bara með allt okkar lið út á á göturnar klukkan fjögur í nótt, bæði á göturnar og á hjóla- og stígakerfið. Við erum bara að vinna þetta og það hefur gengið ágætlega. Þetta er bara mikið magn og gengur því hægar en venjulega,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins sem sér meðal annars um að halda götum borgarinnar hreinum. Hið óvenju mikla magn af snjó sem féll í gær gerir snjómoksturinn eðlilega að stærra verkefni en ella. „Það er annað að fást við tíu eða tuttugu sentimetra heldur en kannski þrjátíu og allt upp í fimmtíu,“ segir Hjalti og bætir við að miðað við allt hafi moksturinn gengið vel. Hjalti segir þó líklegt að umferðin muni ganga hægar í dag en á venjulegum degi. „Það eru ennþá bílar sem eru fastir og gætu mögulega verið fyrir tækjunum og við sjáum þetta fyrir okkur þannig að við verðum næstu tvo til þrjá daga að klára þetta. Þetta er bara það stórt verkefni.“ Hann segist vonast til að allar götur sem eru á hæsta forgangi, það er að segja strætóleiðir og stóru umferðargöturnar verði kláraðar í dag og svo verði húsagöturnar teknar næst, þótt sumstaðar sé nú þegar byrjað á þeim. Sömu sögu sé að segja af stígakerfi borgarinnar. Aðspurður hvort borgin hafi verið nægilega vel undirbúin undir snjókomu gærdagsins, sem kom óvenju snemma á árinu, segir Hjalti að svo hafi verið. „Við erum bara tilbúnir, auðvitað tekur alltaf smá tíma fyrir verktakana okkar að byrja á fyrsta verkefninu og það varð óvenju stórt í þetta skiptið en svo smyrst þetta bara og það eru allir komnir á damp núna,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Snjómokstur Reykjavík Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28 Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
„Við fórum bara með allt okkar lið út á á göturnar klukkan fjögur í nótt, bæði á göturnar og á hjóla- og stígakerfið. Við erum bara að vinna þetta og það hefur gengið ágætlega. Þetta er bara mikið magn og gengur því hægar en venjulega,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins sem sér meðal annars um að halda götum borgarinnar hreinum. Hið óvenju mikla magn af snjó sem féll í gær gerir snjómoksturinn eðlilega að stærra verkefni en ella. „Það er annað að fást við tíu eða tuttugu sentimetra heldur en kannski þrjátíu og allt upp í fimmtíu,“ segir Hjalti og bætir við að miðað við allt hafi moksturinn gengið vel. Hjalti segir þó líklegt að umferðin muni ganga hægar í dag en á venjulegum degi. „Það eru ennþá bílar sem eru fastir og gætu mögulega verið fyrir tækjunum og við sjáum þetta fyrir okkur þannig að við verðum næstu tvo til þrjá daga að klára þetta. Þetta er bara það stórt verkefni.“ Hann segist vonast til að allar götur sem eru á hæsta forgangi, það er að segja strætóleiðir og stóru umferðargöturnar verði kláraðar í dag og svo verði húsagöturnar teknar næst, þótt sumstaðar sé nú þegar byrjað á þeim. Sömu sögu sé að segja af stígakerfi borgarinnar. Aðspurður hvort borgin hafi verið nægilega vel undirbúin undir snjókomu gærdagsins, sem kom óvenju snemma á árinu, segir Hjalti að svo hafi verið. „Við erum bara tilbúnir, auðvitað tekur alltaf smá tíma fyrir verktakana okkar að byrja á fyrsta verkefninu og það varð óvenju stórt í þetta skiptið en svo smyrst þetta bara og það eru allir komnir á damp núna,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.
Snjómokstur Reykjavík Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28 Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28
Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34