Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. október 2025 08:03 Róbert Geir segir Epicbet ekki hafa leyfi til að sýna myndefni úr Handboltapassanum, sem er á snærum HSÍ. Samsett/Vísir/Ívar/Skjáskot Framkvæmdastjóri HSÍ segir veðmálafyrirtækið Epicbet ekki hafa leyfi fyrir streymum af leikjum í Olís-deild karla sem nýtt er í beinar útsendingar á vegum þess. Íslenskar getraunir og íslensk getspá hafa sérleyfi til veðmála hér á landi, á meðan aðrar erlendar síður sem hafa rutt sér til rúms undanfarin ár hafa það ekki. Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um starfsemi slíkra síðna í ljósi úrelts lagabálks um starfsemina sem hefur ekki tekið breytingum í mörg ár. Róbert kallar eftir nýju umhverfi. „Þetta hefur verið rætt bæði hér innandyra og einnig við ÍSÍ. Ég held það séu allir sammála því að núverandi reglur sem hefur ekki verið breytt síðan 2005, séu barn síns tíma. Það þarf að fara yfir regluverkið og finna leið sem allir eru sáttir við,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við íþróttadeild. „Við hins vegar erum mjög strangir á það að veðmálastarfsemi innan handboltans er bönnuð, mönnum er stranglega bannað að veðja á eigin leiki. Það er mikil umræða um þetta núna og bagaleg umræða að mörgu leyti. Okkur þykir íslensk getspá og getraunir hafa staðið sig vel í sínu starfi. En það þarf að búa til reglur þannig að allir geti verið sáttir og ekki síst þeir,“ segir Róbert enn fremur. Ekkert samstarf við Epicbet, enda ólögleg starfsemi Erlenda veðmálafyrirtækið Epicbet hefur staðið fyrir handboltaþáttunum Litli Stóri í vetur þar sem mörgum leikjum í Olís-deildinni er fylgt eftir samtímis. Þættirnir hafa verið í beinni útsendingu á YouTube-síðu fyrirtækisins sem nú hefur verið lokað en hafa áfram verið sendir út á samfélagsmiðlinum X. Því er velt upp hvort HSÍ sé í samstarfi við veðmálafyrirtæki sem hafi ekki starfsleyfi hér á landi. Er það samstarf milli þess fyrirtækis og HSÍ, að Epicbet fái að sjónvarpa ykkar efni? „Nei. Eina samstarfið sem við erum í varðandi handboltann er við Lengjuna og Íslenskar getraunir. Við erum ekki í neinu samstarfi, við hvorki Epicbet, Coolbet eða aðrar þessar síður sem hafa haslað sér völl. Enda ólöglegar síður og óheimilt fyrir þær að vera starfræktar á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Hvernig fá þau aðgang að ykkar efni? „Ég geri ráð fyrir að þau taki þetta út úr Handboltapassanum og varpi þessu þannig í sínar útsendingar. Þeir fá enga strauma frá okkur. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því, enda ekki verið í sambandi við þá um það,“ segir Róbert sem segir ekki hafa verið rætt að skoða aðgerðir vegna streymis fyrirtækisins. „Við þurfum að skoða hvað við getum gert. Það er verið að varpa þessu á erlenda miðla líkt og YouTube eða X. Það á eftir að koma frekar í ljós.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum. Fjárhættuspil Olís-deild karla HSÍ Handbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Íslenskar getraunir og íslensk getspá hafa sérleyfi til veðmála hér á landi, á meðan aðrar erlendar síður sem hafa rutt sér til rúms undanfarin ár hafa það ekki. Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um starfsemi slíkra síðna í ljósi úrelts lagabálks um starfsemina sem hefur ekki tekið breytingum í mörg ár. Róbert kallar eftir nýju umhverfi. „Þetta hefur verið rætt bæði hér innandyra og einnig við ÍSÍ. Ég held það séu allir sammála því að núverandi reglur sem hefur ekki verið breytt síðan 2005, séu barn síns tíma. Það þarf að fara yfir regluverkið og finna leið sem allir eru sáttir við,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við íþróttadeild. „Við hins vegar erum mjög strangir á það að veðmálastarfsemi innan handboltans er bönnuð, mönnum er stranglega bannað að veðja á eigin leiki. Það er mikil umræða um þetta núna og bagaleg umræða að mörgu leyti. Okkur þykir íslensk getspá og getraunir hafa staðið sig vel í sínu starfi. En það þarf að búa til reglur þannig að allir geti verið sáttir og ekki síst þeir,“ segir Róbert enn fremur. Ekkert samstarf við Epicbet, enda ólögleg starfsemi Erlenda veðmálafyrirtækið Epicbet hefur staðið fyrir handboltaþáttunum Litli Stóri í vetur þar sem mörgum leikjum í Olís-deildinni er fylgt eftir samtímis. Þættirnir hafa verið í beinni útsendingu á YouTube-síðu fyrirtækisins sem nú hefur verið lokað en hafa áfram verið sendir út á samfélagsmiðlinum X. Því er velt upp hvort HSÍ sé í samstarfi við veðmálafyrirtæki sem hafi ekki starfsleyfi hér á landi. Er það samstarf milli þess fyrirtækis og HSÍ, að Epicbet fái að sjónvarpa ykkar efni? „Nei. Eina samstarfið sem við erum í varðandi handboltann er við Lengjuna og Íslenskar getraunir. Við erum ekki í neinu samstarfi, við hvorki Epicbet, Coolbet eða aðrar þessar síður sem hafa haslað sér völl. Enda ólöglegar síður og óheimilt fyrir þær að vera starfræktar á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Hvernig fá þau aðgang að ykkar efni? „Ég geri ráð fyrir að þau taki þetta út úr Handboltapassanum og varpi þessu þannig í sínar útsendingar. Þeir fá enga strauma frá okkur. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því, enda ekki verið í sambandi við þá um það,“ segir Róbert sem segir ekki hafa verið rætt að skoða aðgerðir vegna streymis fyrirtækisins. „Við þurfum að skoða hvað við getum gert. Það er verið að varpa þessu á erlenda miðla líkt og YouTube eða X. Það á eftir að koma frekar í ljós.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum.
Fjárhættuspil Olís-deild karla HSÍ Handbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira