Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 28. október 2025 07:03 Í vinnunni tölum við oft opinskátt um svefn, mataræði og streitu, en hvað með túrverki og breytingaskeiðið? Sennilega ekki. Eigum við að ræða túrverki og breytingaskeiðið? Já, endilega! Rannsóknir sýna að einkenni breytingaskeiðsins og vandamál tengd tíðaheilsu geta haft veruleg áhrif á líðan og starfsgetu kvenna. Margar upplifa svefnleysi, hitakóf, einbeitingarskort, verki og þreytu, einkenni sem geta gert daglegt starf erfiðara og jafnvel orðið til þess að þær hætta störfum, tímabundið eða varanlega. Tíðaheilsa á ekki að vera feimnismál. Atvinnurekendur bera ábyrgð á því að skapa öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir öll sem þar vinna. Tíðaheilsa er vinnumarkaðsmál Í nýrri rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru konur spurðar hvort þær hefðu einhvern tíma átt í erfiðleikum með að sinna starfi sínu vegna einkenna breytingaskeiðsins, svo sem skapsveiflna, hitakófa, svefnleysis, kvíða eða þreytu. Þrettán prósent svarenda sögðust oft hafa fundið fyrir einhverjum þessara einkenna, fjórðungur stundum, 23% sjaldan og tveir af hverjum fimm aldrei. Erlendar rannsóknir segja svipaða sögu, allt að 10% kvenna íhuga að hætta að vinna vegna einkenna sem tengjast breytingaskeiði og einkenni tíðaheilsu kosta að meðaltali sex veikindadaga á ári. Þetta er ekki bara heilsu- og velferðartengt vandamál heldur líka efnahagslegt. Þegar reynslumikið starfsfólk hverfur frá störfum tapar vinnustaðurinn þekkingu, samfellu og verðmætri reynslu. Það er því bæði mannúðlegt og skynsamlegt að skapa vinnuumhverfi sem styður við tíðaheilsu og breytingaskeið. Staðall um tíðir, og breytingarskeið Í Bretlandi hefur verið gefinn út staðallinn Menstruation, Menstrual Health and Menopause in the Workplace, leiðbeiningar sem hjálpa vinnustöðum að skapa betra umhverfi í tengslum við tíðir, tíðaheilsu og breytingaskeiðið. Staðallinn kom út árið 2023 og hefur verið sóttur af yfir 11.000 aðilum í 142 löndum. Það hefur þegar sýnt sig að staðallinn hefur stuðlað að opnari umræðu og markvissari stuðningi á vinnustöðum og þar með gert vinnustaði betri. Staðallinn er hannaður fyrir vinnustaði af öllum stærðum og gerðum, en er ekki ætlaður til formlegrar vottunar á borð við hefðbundna gæðastjórnunarstaðla. Þess í stað veitir staðallinn hagnýtar leiðbeiningar hvernig jafnvel smávægilegar breytingar á vinnuumhverfi og viðmóti geta haft veruleg áhrif á vellíðan starfsfólks. Staðallinn býður upp á fjölbreytt verkfæri í formi leiðbeininga, gátlista og sjálfsmatskvarða, sem styðja stjórnendur og mannauðsfólk í að nálgast málefnið af fagmennsku og virðingu. Hann auðveldar stefnumótun og er gagnlegt verkfæri í fræðslu og samtal um samskipti á vinnustaðnum þannig að öll geti notið sín í starfi, óháð hormónastigi. Eflum tíðaheilsu á íslenskum vinnustöðum Staðlaráð Íslands, með stuðningi stéttarfélagsins Visku, vinnur nú að þýðingu og útgáfu staðalsins út á íslensku. Markmið Visku með því að kosta þýðingu staðalsins er skýrt: Að stuðla að jafnrétti og velferð á vinnumarkaði. Tíðir, tíðaheilsa og breytingaskeiðið eru hluti af vinnuvernd og öryggi en ekki einkamál sem á að þegja yfir, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Þegar staðallinn um tíðir, tíðaheilsu og breytingarskeiðið kemur út á íslensku verður hann gerður aðgengilegur öllum, ókeypis og á rafrænu formi. Þetta er tímamótaverkefni sem miðar að því að færa umræðuna inn á vinnustaði þar sem hún á heima. Eigum við að ræða um túrverki og breytingaskeiðið á vinnustað? Já, endilega! Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku – stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Í vinnunni tölum við oft opinskátt um svefn, mataræði og streitu, en hvað með túrverki og breytingaskeiðið? Sennilega ekki. Eigum við að ræða túrverki og breytingaskeiðið? Já, endilega! Rannsóknir sýna að einkenni breytingaskeiðsins og vandamál tengd tíðaheilsu geta haft veruleg áhrif á líðan og starfsgetu kvenna. Margar upplifa svefnleysi, hitakóf, einbeitingarskort, verki og þreytu, einkenni sem geta gert daglegt starf erfiðara og jafnvel orðið til þess að þær hætta störfum, tímabundið eða varanlega. Tíðaheilsa á ekki að vera feimnismál. Atvinnurekendur bera ábyrgð á því að skapa öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir öll sem þar vinna. Tíðaheilsa er vinnumarkaðsmál Í nýrri rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru konur spurðar hvort þær hefðu einhvern tíma átt í erfiðleikum með að sinna starfi sínu vegna einkenna breytingaskeiðsins, svo sem skapsveiflna, hitakófa, svefnleysis, kvíða eða þreytu. Þrettán prósent svarenda sögðust oft hafa fundið fyrir einhverjum þessara einkenna, fjórðungur stundum, 23% sjaldan og tveir af hverjum fimm aldrei. Erlendar rannsóknir segja svipaða sögu, allt að 10% kvenna íhuga að hætta að vinna vegna einkenna sem tengjast breytingaskeiði og einkenni tíðaheilsu kosta að meðaltali sex veikindadaga á ári. Þetta er ekki bara heilsu- og velferðartengt vandamál heldur líka efnahagslegt. Þegar reynslumikið starfsfólk hverfur frá störfum tapar vinnustaðurinn þekkingu, samfellu og verðmætri reynslu. Það er því bæði mannúðlegt og skynsamlegt að skapa vinnuumhverfi sem styður við tíðaheilsu og breytingaskeið. Staðall um tíðir, og breytingarskeið Í Bretlandi hefur verið gefinn út staðallinn Menstruation, Menstrual Health and Menopause in the Workplace, leiðbeiningar sem hjálpa vinnustöðum að skapa betra umhverfi í tengslum við tíðir, tíðaheilsu og breytingaskeiðið. Staðallinn kom út árið 2023 og hefur verið sóttur af yfir 11.000 aðilum í 142 löndum. Það hefur þegar sýnt sig að staðallinn hefur stuðlað að opnari umræðu og markvissari stuðningi á vinnustöðum og þar með gert vinnustaði betri. Staðallinn er hannaður fyrir vinnustaði af öllum stærðum og gerðum, en er ekki ætlaður til formlegrar vottunar á borð við hefðbundna gæðastjórnunarstaðla. Þess í stað veitir staðallinn hagnýtar leiðbeiningar hvernig jafnvel smávægilegar breytingar á vinnuumhverfi og viðmóti geta haft veruleg áhrif á vellíðan starfsfólks. Staðallinn býður upp á fjölbreytt verkfæri í formi leiðbeininga, gátlista og sjálfsmatskvarða, sem styðja stjórnendur og mannauðsfólk í að nálgast málefnið af fagmennsku og virðingu. Hann auðveldar stefnumótun og er gagnlegt verkfæri í fræðslu og samtal um samskipti á vinnustaðnum þannig að öll geti notið sín í starfi, óháð hormónastigi. Eflum tíðaheilsu á íslenskum vinnustöðum Staðlaráð Íslands, með stuðningi stéttarfélagsins Visku, vinnur nú að þýðingu og útgáfu staðalsins út á íslensku. Markmið Visku með því að kosta þýðingu staðalsins er skýrt: Að stuðla að jafnrétti og velferð á vinnumarkaði. Tíðir, tíðaheilsa og breytingaskeiðið eru hluti af vinnuvernd og öryggi en ekki einkamál sem á að þegja yfir, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Þegar staðallinn um tíðir, tíðaheilsu og breytingarskeiðið kemur út á íslensku verður hann gerður aðgengilegur öllum, ókeypis og á rafrænu formi. Þetta er tímamótaverkefni sem miðar að því að færa umræðuna inn á vinnustaði þar sem hún á heima. Eigum við að ræða um túrverki og breytingaskeiðið á vinnustað? Já, endilega! Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku – stéttarfélagi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun