Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar 27. október 2025 08:02 Af hverju samþykki ég á hverju ári að taka að mér umsjón? Það er eiginlega fáránlegt. Ekki vegna þess að að það stríði gegn því sem ég vil vera að gera í lífinu eða að ég telji mig ekki valda verkefninu. Nei, það er fáránlegt vegna þess að ég vel starfið þó mér þyki umgjörð starfsins óskiljanlega þversagnakennda. Starf umsjónarkennara er launað og telst því atvinna samkvæmt skilgreiningu. Samkvæmt gildandi kjarasamningi bætast tveir launaflokkar við einstakling sem tekur að sér umsjón samanborið við aðra grunnskólakennara. Í grunnlaunum reiknað gera það um þrjátíuogeittþúsund krónur. Hvort það séu sanngjörn laun fyrir starfið skal ósagt látið. Eitt er víst að þessir tveir launaflokkar eru ekki ástæða þess að ég tek að mér umsjón. En starfið er launað og þar með viðurkennt að verið sé að greiða fyrir einhverjar athafnir. En fyrir hvaða athafnir er greitt? Verkefnalista umsjónarkennara má í raun líkja við óútfylltan tékka. Um lagalegar skyldur umsjónarkennarans má lesa í grunnskólalögunum en sá lagabókstafur lýsir ekki öllum hliðum starfsins. Til að gera langa sögu stutta má súmmera þær í þrjú orð: ,,önnur tilfallandi störf” sem varða umsjónarnemendur okkar. Það væri raunar að æra óstöðugan að þylja upp verkefnalista umsjónarkennara og sosem ekki efni þessarar greinar (þó svo væri gæti ég ekki sett slíkan lista saman). Starfið mun aldrei verða meitlað í stein vegna þess að nemendur okkar og aðstandendur þeirra verða ekki meitlaðir í stein. Hugmyndir fólks um starfið og upplifun verða því alltaf háðar stað, stund og þeim sem mætir starfinu hverju sinni. Það má raunar ganga svo langt að segja að starfið sé ásættanlega óskiljanleg hugmynd. Og ef til vill mætti segja að það væri fáránlegt að reyna að öðlast fullan skilning á starfinu. En starfið er til, það krefst athygli og tíma. Svo mikið er víst. Annað má vera ásættanlega óskiljanlegt. Starfið er launað og það er til. Skilgreiningin á umsjónarkennara er þá einhvern veginn á þessa leið: Umsjónarkennari er grunnskólakennari sem fær greitt fyrir að bæta við sig öðrum tilfallandi verkefnum umsjónarkennarans. Réttast væri kannski að segja: Ég er grunnskóla- og umsjónarkennari. Kannski ættum við að venja okkur á að orða starfið okkar með slíkri langloku, svona eins og ,,Barna- og menningarmálaráðherra”. Kannski er það meira lýsandi af því hann er grunn- og umsjónarkennari. Grunn- og umsjónarkennari ætti að fá einhver kjör umfram aðra grunnskólakennara - ekki bara kaup umfram grunnskólakennara án umsjónar - að mínu mati. Eina leiðin sem ég sé til þess er að minnka kennsluskyldu. Með því móti væri umsjónarkennari í raun grunnskólakennari í hlutastarfi. Summan yrði eftir sem áður fullt starf og því viðurkenning á því að verkefni umsjónarkennarans krefjist tíma og athygli. En hvernig er þetta í raun. Skoðum stöðuna eins og hún er í dag. Grunnlaun grunnskólakennara eru 707.441 kr. Við þær bætast 31.092 kr. fyrir umsjónina. Umsjónarkennslan er sem sé metin 4% af heildarlaunum grunnskóla- og umsjónarkennarans. Ef við reiknum það sem hlutfall af vinnuviku (42,86 klst.) þá gera það um það bil 100 mínútur á viku, ríflega eina og hálfa klukkustund. En er þá verið að greiða fyrir mínútur umfram fullt starf? Ónei. Umsjónarkennarar semja um sömu vinnuskyldu og aðrir grunnskólakennarar. Tíminn sem ég fæ samkvæmt kjarasamningi til að sinna verkefnum umsjónarkennarans umfram aðra grunnskólakennara er því 0 mínútur. Ég hef 0 mínútur á viku til að veita umsjónarnemendum mínum athygli. Ég á bara að vinna hraðar! Veita nemendum athygli hraðar, fylgjast hratt með þeim, vera snöggur að leiðbeina þeim um nám og starf, fara hraðar yfir verkefni og græja kennslurýmið hraðar en aðrir grunnskólakennarar svo eitthvað sé nefnt. Ég fæ jú tvo launaflokka að auki. 0 mínútur en tvo launaflokka. Tilvist umsjónarkennarans einkennist af óskiljanlegri þversögn. Hún er einhvern veginn svona: ,,Það er til starf sem er hlaðið formlegum og óformlegum skyldum sem allar krefjast tíma og athygli en vinna skal á 0 mínútum fyrir þrjátíuogeittþúsund krónur”. Ég get ekki séð að þetta sé ásættanlegt módel. Hvorki fyrir umsjónarkennarann sjálfan né foreldra, nemendur og aðra sem treysta á athygli, fagmennsku og umhyggju umsjónarkennarans. Umsjónarkennari er lykilpersóna þegar kemur að samskiptum heimilis og skóla og gegnir lykilhlutverki í að fylgjast með skólagöngu, þroska og líðan nemenda. Hann er mikilvæg forsenda fyrir því að einhver skólaþróun geti orðið að veruleika. Ég mun líklega áfram sækjast eftir því að vera umsjónarkennari vegna þess að starfið er skemmtilegt, gefandi og mikilvægt. Ég samþykki að hlutverk umsjónarkennarans séu stundum óræð og óskiljanleg. Þess vegna segi ég að þau séu ásættanlega óskiljanleg. En ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég samþykki kjarasamning fyrir umsjónarkennara upp á 0 mínútur og þrjátíuogeittþúsund krónur. Höfundur er kennari og foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Af hverju samþykki ég á hverju ári að taka að mér umsjón? Það er eiginlega fáránlegt. Ekki vegna þess að að það stríði gegn því sem ég vil vera að gera í lífinu eða að ég telji mig ekki valda verkefninu. Nei, það er fáránlegt vegna þess að ég vel starfið þó mér þyki umgjörð starfsins óskiljanlega þversagnakennda. Starf umsjónarkennara er launað og telst því atvinna samkvæmt skilgreiningu. Samkvæmt gildandi kjarasamningi bætast tveir launaflokkar við einstakling sem tekur að sér umsjón samanborið við aðra grunnskólakennara. Í grunnlaunum reiknað gera það um þrjátíuogeittþúsund krónur. Hvort það séu sanngjörn laun fyrir starfið skal ósagt látið. Eitt er víst að þessir tveir launaflokkar eru ekki ástæða þess að ég tek að mér umsjón. En starfið er launað og þar með viðurkennt að verið sé að greiða fyrir einhverjar athafnir. En fyrir hvaða athafnir er greitt? Verkefnalista umsjónarkennara má í raun líkja við óútfylltan tékka. Um lagalegar skyldur umsjónarkennarans má lesa í grunnskólalögunum en sá lagabókstafur lýsir ekki öllum hliðum starfsins. Til að gera langa sögu stutta má súmmera þær í þrjú orð: ,,önnur tilfallandi störf” sem varða umsjónarnemendur okkar. Það væri raunar að æra óstöðugan að þylja upp verkefnalista umsjónarkennara og sosem ekki efni þessarar greinar (þó svo væri gæti ég ekki sett slíkan lista saman). Starfið mun aldrei verða meitlað í stein vegna þess að nemendur okkar og aðstandendur þeirra verða ekki meitlaðir í stein. Hugmyndir fólks um starfið og upplifun verða því alltaf háðar stað, stund og þeim sem mætir starfinu hverju sinni. Það má raunar ganga svo langt að segja að starfið sé ásættanlega óskiljanleg hugmynd. Og ef til vill mætti segja að það væri fáránlegt að reyna að öðlast fullan skilning á starfinu. En starfið er til, það krefst athygli og tíma. Svo mikið er víst. Annað má vera ásættanlega óskiljanlegt. Starfið er launað og það er til. Skilgreiningin á umsjónarkennara er þá einhvern veginn á þessa leið: Umsjónarkennari er grunnskólakennari sem fær greitt fyrir að bæta við sig öðrum tilfallandi verkefnum umsjónarkennarans. Réttast væri kannski að segja: Ég er grunnskóla- og umsjónarkennari. Kannski ættum við að venja okkur á að orða starfið okkar með slíkri langloku, svona eins og ,,Barna- og menningarmálaráðherra”. Kannski er það meira lýsandi af því hann er grunn- og umsjónarkennari. Grunn- og umsjónarkennari ætti að fá einhver kjör umfram aðra grunnskólakennara - ekki bara kaup umfram grunnskólakennara án umsjónar - að mínu mati. Eina leiðin sem ég sé til þess er að minnka kennsluskyldu. Með því móti væri umsjónarkennari í raun grunnskólakennari í hlutastarfi. Summan yrði eftir sem áður fullt starf og því viðurkenning á því að verkefni umsjónarkennarans krefjist tíma og athygli. En hvernig er þetta í raun. Skoðum stöðuna eins og hún er í dag. Grunnlaun grunnskólakennara eru 707.441 kr. Við þær bætast 31.092 kr. fyrir umsjónina. Umsjónarkennslan er sem sé metin 4% af heildarlaunum grunnskóla- og umsjónarkennarans. Ef við reiknum það sem hlutfall af vinnuviku (42,86 klst.) þá gera það um það bil 100 mínútur á viku, ríflega eina og hálfa klukkustund. En er þá verið að greiða fyrir mínútur umfram fullt starf? Ónei. Umsjónarkennarar semja um sömu vinnuskyldu og aðrir grunnskólakennarar. Tíminn sem ég fæ samkvæmt kjarasamningi til að sinna verkefnum umsjónarkennarans umfram aðra grunnskólakennara er því 0 mínútur. Ég hef 0 mínútur á viku til að veita umsjónarnemendum mínum athygli. Ég á bara að vinna hraðar! Veita nemendum athygli hraðar, fylgjast hratt með þeim, vera snöggur að leiðbeina þeim um nám og starf, fara hraðar yfir verkefni og græja kennslurýmið hraðar en aðrir grunnskólakennarar svo eitthvað sé nefnt. Ég fæ jú tvo launaflokka að auki. 0 mínútur en tvo launaflokka. Tilvist umsjónarkennarans einkennist af óskiljanlegri þversögn. Hún er einhvern veginn svona: ,,Það er til starf sem er hlaðið formlegum og óformlegum skyldum sem allar krefjast tíma og athygli en vinna skal á 0 mínútum fyrir þrjátíuogeittþúsund krónur”. Ég get ekki séð að þetta sé ásættanlegt módel. Hvorki fyrir umsjónarkennarann sjálfan né foreldra, nemendur og aðra sem treysta á athygli, fagmennsku og umhyggju umsjónarkennarans. Umsjónarkennari er lykilpersóna þegar kemur að samskiptum heimilis og skóla og gegnir lykilhlutverki í að fylgjast með skólagöngu, þroska og líðan nemenda. Hann er mikilvæg forsenda fyrir því að einhver skólaþróun geti orðið að veruleika. Ég mun líklega áfram sækjast eftir því að vera umsjónarkennari vegna þess að starfið er skemmtilegt, gefandi og mikilvægt. Ég samþykki að hlutverk umsjónarkennarans séu stundum óræð og óskiljanleg. Þess vegna segi ég að þau séu ásættanlega óskiljanleg. En ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég samþykki kjarasamning fyrir umsjónarkennara upp á 0 mínútur og þrjátíuogeittþúsund krónur. Höfundur er kennari og foreldri.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun