Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. október 2025 00:03 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræddi um breytingar á lánaframboði Landsbankans í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt íbúðalán hjá Landsbankanum og breytilegir vextir bera nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Bankinn tilkynnti í dag um þessar breytingar á lánaframboði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar hafa ekki áhrif á lán þeirra sem þegar eru með íbúðalán hjá bankanum. Verðtryggð lán til fyrstu kaupenda verða nú aðeins veitt til tuttugu ára og með föstum vöxtum en lánin hafa lengi verið veitt til fjörutíu ára. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið, en slíkt myndi draga stórkostlega úr framboði á verðtryggðum lánum. Viðbrögð við öðru en dóminum Breki Karlsson segir að ákvörðun Landsbankans sé áhugaverð. Bankinn hafi lokað fyrir lánveitingar fyrir tíu dögum, hann fagni því að fólk geti farið að fá aftur lán. Dómurinn sem féll í vaxtamálinu svokallaða á dögunum hafi hins vegar ekki snúið að verðtryggðum lánum, og þessi ákvörðun Landsbankans séu því viðbrögð við einhverju öðru en honum. „Það eiga enn fjögur mál eftir að fara fyrir hæstarétt, og þar á meðal mál sem varða lán með verðtryggðum vöxtum.“ Nú er fólk að velta fyrir sér heima, er ég að lesa góðar fréttir eða slæmar fréttir? „Það er hægt að líta á þetta með tvennum hætti. Annars vegar er verið að minnka framboð af verðtryggðum lánum, og það þýðir þar með að lán, stýrivextir Seðlabankans fara að bíta miklu meira á almenning.“ „En eins og Lilja bankastjóri sagði í dag, þá eru komin skilyrði fyrir miklum lækkunum á stýrivöxtum Seðlabankans.“ Íslendingar verði að gera þá kröfu að veitt séu lán með svipuðum vöxtum og í nágrannalöndunum. Í Danmörku sé boðið upp á lán með þrjú prósent vöxtum og í Færeyjum séu þau í kringum fjögur prósent. Breki segir að dómurinn muni koma til með að auka samkeppni á lánamarkaði og skýrleika fyrir neytendur. „Nú geta neytendur valið, nú sjáum við hvað vextirnir eru og munu verða í framtíðinni. Ef við trúum því að það geti ríkt samkeppni á Íslandi, þá munu bankarnir keppast um í verði.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Vaxtamálið Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Dómsmál Húsnæðismál Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt íbúðalán hjá Landsbankanum og breytilegir vextir bera nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Bankinn tilkynnti í dag um þessar breytingar á lánaframboði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar hafa ekki áhrif á lán þeirra sem þegar eru með íbúðalán hjá bankanum. Verðtryggð lán til fyrstu kaupenda verða nú aðeins veitt til tuttugu ára og með föstum vöxtum en lánin hafa lengi verið veitt til fjörutíu ára. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið, en slíkt myndi draga stórkostlega úr framboði á verðtryggðum lánum. Viðbrögð við öðru en dóminum Breki Karlsson segir að ákvörðun Landsbankans sé áhugaverð. Bankinn hafi lokað fyrir lánveitingar fyrir tíu dögum, hann fagni því að fólk geti farið að fá aftur lán. Dómurinn sem féll í vaxtamálinu svokallaða á dögunum hafi hins vegar ekki snúið að verðtryggðum lánum, og þessi ákvörðun Landsbankans séu því viðbrögð við einhverju öðru en honum. „Það eiga enn fjögur mál eftir að fara fyrir hæstarétt, og þar á meðal mál sem varða lán með verðtryggðum vöxtum.“ Nú er fólk að velta fyrir sér heima, er ég að lesa góðar fréttir eða slæmar fréttir? „Það er hægt að líta á þetta með tvennum hætti. Annars vegar er verið að minnka framboð af verðtryggðum lánum, og það þýðir þar með að lán, stýrivextir Seðlabankans fara að bíta miklu meira á almenning.“ „En eins og Lilja bankastjóri sagði í dag, þá eru komin skilyrði fyrir miklum lækkunum á stýrivöxtum Seðlabankans.“ Íslendingar verði að gera þá kröfu að veitt séu lán með svipuðum vöxtum og í nágrannalöndunum. Í Danmörku sé boðið upp á lán með þrjú prósent vöxtum og í Færeyjum séu þau í kringum fjögur prósent. Breki segir að dómurinn muni koma til með að auka samkeppni á lánamarkaði og skýrleika fyrir neytendur. „Nú geta neytendur valið, nú sjáum við hvað vextirnir eru og munu verða í framtíðinni. Ef við trúum því að það geti ríkt samkeppni á Íslandi, þá munu bankarnir keppast um í verði.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Vaxtamálið Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Dómsmál Húsnæðismál Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02
Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02