Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. október 2025 10:32 Boðað hefur verið til Kvennaverkfalls föstudaginn næst komandi þar sem ætlunin er meðal annars að krefjast aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. Það er fagnaðarefni enda er ofbeldi gegn konum og kvárum ekki aðeins brot gegn einstaklingum heldur einnig gagnvart öryggi samfélagsins. Þolendur eiga rétt á vernd, stuðningi og réttlátum viðbrögðum frá kerfinu. En þessar aðgerðir verða ekki fullnægjandi nema einnig sé hugað að gerendunum, því án markvissrar meðferðar og endurhæfingar vex hættan á að brotin verði endurtekin. Þess vegna þarf einnig að setja fram skýra og kröftuga kröfu um lagaumgjörð sem tryggir að gerendur fái einstaklingsmiðaða meðferð, hvort sem gerandinn fari í fangelsi eður ei. Á meðal aðalkrafna kvennahreyfingarinnar ætti því að vera heildarendurskoðun fullnustukerfisins með endurhæfingu gerenda að leiðarljósi. Við sem störfum að þessum málum vitum að ef ekki er í boði endurhæfing er líklegt að brotaþolum fjölgi. Í dag búa þolendur við aðstæður sem virðast oft brotakenndar, skorti samræmingu og á köflum hreinlega ófullnægjandi. Ýmsir stuðningsþættir virka þó, eins og neyðarsímar, athvarf og félagsráðgjöf. En endurtekin ofbeldisbrot sýna að meira þarf að koma til. Margt bendir til þess að þegar gerendur fá markvissa endurhæfingu eins og hugræna atferlismeðferð, samtalstækni jafningja og fleira með áherslu á áhættuþætti þá dregur úr endurkomum í fangelsi. Þó árangurinn sé auðvitað einnig háður gæðum meðferðar og samfellu milli fangelsa og samfélags. Þekkt er að ofbeldisverk eiga sér oft stað innan heimilis og að gerendur eru nákomnir þeim sem fyrir ofbeldinu verða. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar frá því í fyrra kom fram að í 88% tilvika voru þjónustunotendur að koma vegna heimilisofbeldis. Það undirstrikar hversu flókin ofbeldismál geta oft verið vegna náinna tengsla. Til að árangur náist þarf að samþætta lagaákvæði og gera heildarendurskoðun á lögum um fullnustu með endurhæfingu að leiðarljósi. Lög sem krefjast þess að við dómsuppkvaðningu verði skýrt hvort endurhæfing eigi að vera hluti af dómi, með skýrum kröfum um faglega meðferð og eftirlit. Þá þyrfti að tryggja að yfirvöld og þjónustuaðilar bæru ábyrgð á að úrræði væru samhæfð og að þjónustan haldi áfram eftir afplánun þannig að yfirfærsla milli kerfa sé tryggð. Þetta felur m.a. í sér að til staðar séu sérhæfðar deildir innan fangelsa eða að gerðir séu samningar við samtök sem uppfylla kröfur um gæði, eftirlit og endurhæfingu út frá áhættu og þörfum. Afstaða-réttindafélag hefur frá því í upphafi unnið markvisst að því að vinna með gerendur og byggja upp kunnáttu í samtalstækni og stuðningi í ofbeldismálum. Nú þegar hafa sjálfboðaliðar félagsins fengið fræðslu frá Aggredi, systursamtökum Afstöðu í Finnlandi, sem komu til Íslands fyrr á árinu. Á næstu vikum munu sjálfboðaliðar og fagfólk Afstöðu endurgjalda heimsóknina frá Finnlandi, þar sem þeir munu læra samtalstækni og aðferðir við að miðla stuðningi og stjórna samskiptum við gerendur, auk þess sem fulltrúar félagsins fara til Noregs og Tékklands til þátttöku í ráðstefnum. Mikil sérfræðiþekking hefur orðið til hjá Afstöðu á undanförnum árum, sem við bætum reglulega í enda mikilvægt að læra af reynslu og þekkingu sem er til staðar. Markmiðið er að geta miðlað þekkingunni til að styrkja þjónustu og skipulag, bæði í vörn fyrir þolendur og í skrefum uppbyggingar fyrir gerendur. Þegar við berjumst fyrir betri löggjöf gegn ofbeldi, þegar við krefjumst rafræns eftirlits og betri nálgunarbannslöggjafar, þegar við styrkjum vernd þolenda þá megum við ekki gleyma gerendum. Án markvissrar endurhæfingar er hætta á að til verði nýir þolendur. Það vantar í kröfugerð Kvennaverkfalls að að íslensk lög skuli mótuð þannig að yfirvöldum verði gert að bera ábyrgð á endurhæfingu gerenda, með gæðastöðlum, eftirliti, samfellu og áhættumati. Þannig sköpum við raunverulegt öryggi í samfélaginu fyrir konur, kvár og öll önnur sem glíma við ofbeldi. Ég vona að kvennahreyfingin taki undir þetta og leggi okkur lið í baráttunni við að fá stjórnvöld til að fækka brotaþolum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Boðað hefur verið til Kvennaverkfalls föstudaginn næst komandi þar sem ætlunin er meðal annars að krefjast aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. Það er fagnaðarefni enda er ofbeldi gegn konum og kvárum ekki aðeins brot gegn einstaklingum heldur einnig gagnvart öryggi samfélagsins. Þolendur eiga rétt á vernd, stuðningi og réttlátum viðbrögðum frá kerfinu. En þessar aðgerðir verða ekki fullnægjandi nema einnig sé hugað að gerendunum, því án markvissrar meðferðar og endurhæfingar vex hættan á að brotin verði endurtekin. Þess vegna þarf einnig að setja fram skýra og kröftuga kröfu um lagaumgjörð sem tryggir að gerendur fái einstaklingsmiðaða meðferð, hvort sem gerandinn fari í fangelsi eður ei. Á meðal aðalkrafna kvennahreyfingarinnar ætti því að vera heildarendurskoðun fullnustukerfisins með endurhæfingu gerenda að leiðarljósi. Við sem störfum að þessum málum vitum að ef ekki er í boði endurhæfing er líklegt að brotaþolum fjölgi. Í dag búa þolendur við aðstæður sem virðast oft brotakenndar, skorti samræmingu og á köflum hreinlega ófullnægjandi. Ýmsir stuðningsþættir virka þó, eins og neyðarsímar, athvarf og félagsráðgjöf. En endurtekin ofbeldisbrot sýna að meira þarf að koma til. Margt bendir til þess að þegar gerendur fá markvissa endurhæfingu eins og hugræna atferlismeðferð, samtalstækni jafningja og fleira með áherslu á áhættuþætti þá dregur úr endurkomum í fangelsi. Þó árangurinn sé auðvitað einnig háður gæðum meðferðar og samfellu milli fangelsa og samfélags. Þekkt er að ofbeldisverk eiga sér oft stað innan heimilis og að gerendur eru nákomnir þeim sem fyrir ofbeldinu verða. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar frá því í fyrra kom fram að í 88% tilvika voru þjónustunotendur að koma vegna heimilisofbeldis. Það undirstrikar hversu flókin ofbeldismál geta oft verið vegna náinna tengsla. Til að árangur náist þarf að samþætta lagaákvæði og gera heildarendurskoðun á lögum um fullnustu með endurhæfingu að leiðarljósi. Lög sem krefjast þess að við dómsuppkvaðningu verði skýrt hvort endurhæfing eigi að vera hluti af dómi, með skýrum kröfum um faglega meðferð og eftirlit. Þá þyrfti að tryggja að yfirvöld og þjónustuaðilar bæru ábyrgð á að úrræði væru samhæfð og að þjónustan haldi áfram eftir afplánun þannig að yfirfærsla milli kerfa sé tryggð. Þetta felur m.a. í sér að til staðar séu sérhæfðar deildir innan fangelsa eða að gerðir séu samningar við samtök sem uppfylla kröfur um gæði, eftirlit og endurhæfingu út frá áhættu og þörfum. Afstaða-réttindafélag hefur frá því í upphafi unnið markvisst að því að vinna með gerendur og byggja upp kunnáttu í samtalstækni og stuðningi í ofbeldismálum. Nú þegar hafa sjálfboðaliðar félagsins fengið fræðslu frá Aggredi, systursamtökum Afstöðu í Finnlandi, sem komu til Íslands fyrr á árinu. Á næstu vikum munu sjálfboðaliðar og fagfólk Afstöðu endurgjalda heimsóknina frá Finnlandi, þar sem þeir munu læra samtalstækni og aðferðir við að miðla stuðningi og stjórna samskiptum við gerendur, auk þess sem fulltrúar félagsins fara til Noregs og Tékklands til þátttöku í ráðstefnum. Mikil sérfræðiþekking hefur orðið til hjá Afstöðu á undanförnum árum, sem við bætum reglulega í enda mikilvægt að læra af reynslu og þekkingu sem er til staðar. Markmiðið er að geta miðlað þekkingunni til að styrkja þjónustu og skipulag, bæði í vörn fyrir þolendur og í skrefum uppbyggingar fyrir gerendur. Þegar við berjumst fyrir betri löggjöf gegn ofbeldi, þegar við krefjumst rafræns eftirlits og betri nálgunarbannslöggjafar, þegar við styrkjum vernd þolenda þá megum við ekki gleyma gerendum. Án markvissrar endurhæfingar er hætta á að til verði nýir þolendur. Það vantar í kröfugerð Kvennaverkfalls að að íslensk lög skuli mótuð þannig að yfirvöldum verði gert að bera ábyrgð á endurhæfingu gerenda, með gæðastöðlum, eftirliti, samfellu og áhættumati. Þannig sköpum við raunverulegt öryggi í samfélaginu fyrir konur, kvár og öll önnur sem glíma við ofbeldi. Ég vona að kvennahreyfingin taki undir þetta og leggi okkur lið í baráttunni við að fá stjórnvöld til að fækka brotaþolum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun