Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 23. október 2025 22:01 Kvennaár 2025 á Íslandi. Fimmtíu ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf 24. október 1975, bæði launuð og ólaunuð, með þeim afleiðingum að samfélagið stöðvaðist. Þetta var sögulegur dagur sem vakti athygli um heim allan, breytti viðhorfum til kvenna og hvatti til lagabreytinga. En hálfri öld síðar er baráttunni ekki ennþá lokið. Þann 24. október 2023 lögðu yfir 100.000 konur og kvár niður störf aftur í annarri stærstu jafnréttisaðgerð Íslandssögunnar af þeirri ástæðu að enn búa konur við margvíslega mismunun, launamun og kynbundið ofbeldi. Ennþá eru störf sem lúta að því að sinna börnum, eldra fólki og samfélaginu minna metin en það að stjórna, byggja eða selja. Enn eru konur með 21% lægri atvinnutekjur en karlar og konur í umönnun, ræstingum og leikskólum eru með lægstu laun landsins. Þetta er ekki náttúrulögmál, þetta er afleiðing kerfisbundins vanmats og pólitísks vilja sem hefur brugðist. Kvennaár 2025 er ákall um aðgerðir. Við krefjumst þess að launakerfi verði endurskoðuð þannig að hægt sé að bera saman jafn verðmæt störf þvert á vinnustaði. Að komið verði á virku launagagnsæ, í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins. Að starfsmat sveitarfélaga og ríkis verði endurskoðað með það að markmiði að leiðrétta vanmat á kvennastörfum. Við krefjumst þess jafnframt að réttur barna til leikskóladvalar verði lögfestur strax að loknu fæðingarorlofi sem ríkið á að lengja. Eins þarf að tryggja jafnan rétt foreldra enda er það gríðarlegt jafnréttismál að feður taki fæðingarorlof sem og að einstæðir foreldrar fái rétt til töku alls orlofs. Tryggja þarf að fæðingarorlofsgreiðslur verði aldrei lægri en lágmarkslaun, ekki heldur hjá nemum og að skerðingum verði aflétt. Í dag lækka tekjur mæðra um 30–50% eftir fæðingu barns um leið og þær dreifa úr orlofinu yfir fleiri mánuði. Þær vinna gjarna hlutastörf þegar þær fara aftur á vinnumarkað og eru oft nokkur ár að ná fyrri tekjum, hins vegar hækka tekjur feðra aftur innan árs. Þetta er kerfisbundið óréttlæti sem bitnar á konum, börnum og samfélaginu öllu. Baráttan fyrir jafnrétti er krafa um réttlæti og þolinmæðin er á þrotum. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og vanmat á kvennastörfum eru birtingarmyndir sama vandans; samfélag sem metur konur og kvár ekki til jafns. Við segjum hingað og ekki lengra! Árið 2025 er runnið upp. Við krefjumst raunverulegs jafnréttis. Við höfum sannarlega beðið nógu lengi! Höfundar eru Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir leik- og grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Kvennaár 2025 á Íslandi. Fimmtíu ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf 24. október 1975, bæði launuð og ólaunuð, með þeim afleiðingum að samfélagið stöðvaðist. Þetta var sögulegur dagur sem vakti athygli um heim allan, breytti viðhorfum til kvenna og hvatti til lagabreytinga. En hálfri öld síðar er baráttunni ekki ennþá lokið. Þann 24. október 2023 lögðu yfir 100.000 konur og kvár niður störf aftur í annarri stærstu jafnréttisaðgerð Íslandssögunnar af þeirri ástæðu að enn búa konur við margvíslega mismunun, launamun og kynbundið ofbeldi. Ennþá eru störf sem lúta að því að sinna börnum, eldra fólki og samfélaginu minna metin en það að stjórna, byggja eða selja. Enn eru konur með 21% lægri atvinnutekjur en karlar og konur í umönnun, ræstingum og leikskólum eru með lægstu laun landsins. Þetta er ekki náttúrulögmál, þetta er afleiðing kerfisbundins vanmats og pólitísks vilja sem hefur brugðist. Kvennaár 2025 er ákall um aðgerðir. Við krefjumst þess að launakerfi verði endurskoðuð þannig að hægt sé að bera saman jafn verðmæt störf þvert á vinnustaði. Að komið verði á virku launagagnsæ, í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins. Að starfsmat sveitarfélaga og ríkis verði endurskoðað með það að markmiði að leiðrétta vanmat á kvennastörfum. Við krefjumst þess jafnframt að réttur barna til leikskóladvalar verði lögfestur strax að loknu fæðingarorlofi sem ríkið á að lengja. Eins þarf að tryggja jafnan rétt foreldra enda er það gríðarlegt jafnréttismál að feður taki fæðingarorlof sem og að einstæðir foreldrar fái rétt til töku alls orlofs. Tryggja þarf að fæðingarorlofsgreiðslur verði aldrei lægri en lágmarkslaun, ekki heldur hjá nemum og að skerðingum verði aflétt. Í dag lækka tekjur mæðra um 30–50% eftir fæðingu barns um leið og þær dreifa úr orlofinu yfir fleiri mánuði. Þær vinna gjarna hlutastörf þegar þær fara aftur á vinnumarkað og eru oft nokkur ár að ná fyrri tekjum, hins vegar hækka tekjur feðra aftur innan árs. Þetta er kerfisbundið óréttlæti sem bitnar á konum, börnum og samfélaginu öllu. Baráttan fyrir jafnrétti er krafa um réttlæti og þolinmæðin er á þrotum. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og vanmat á kvennastörfum eru birtingarmyndir sama vandans; samfélag sem metur konur og kvár ekki til jafns. Við segjum hingað og ekki lengra! Árið 2025 er runnið upp. Við krefjumst raunverulegs jafnréttis. Við höfum sannarlega beðið nógu lengi! Höfundar eru Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir leik- og grunnskólakennari
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun