Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar 24. október 2025 08:32 Frá unga aldri hefur mér verið innrætt að við getum öll gert það sem við viljum og við getum öll látið draumana okkar rætast. Konur geta verið hvað sem þær vilja, meira að segja forsetar, sagði mamma. Sjálf hef ég lagt talsvert á mig til þess að láta mína drauma rætast. Ég var talsvert feimin þegar ég var yngri, átti t.d. erfitt með að mæta í skóla og hvað þá fara með glærukynningu í skólanum, en hef núna talað á sviði fyrir framan þúsundir. Leiðin að því var talsvert ströng en svo ótrúlega gefandi. Ég hef fengið tækifæri til þess að æfa framkomu og kynnast stórkostlegum konum sem hafa sýnt og sannað að þeim eru allir vegir færir. Það er dásamlegt að tilheyra sterkum hópi kvenna sem trúa á sig og hverja aðra og standa við bakið á hver annarri í sönnu systraþeli. Vinkonur eru dýrmætar. Það er dýrmætt að tilheyra og það er dýrmætt að fá að láta ljós sitt skína. Allt þetta sameinast í Ungfrú Ísland, og aðeins eftir nokkra daga held ég til Tælands, þar sem ég mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe og fæ að spreyta mig á einum stærsta vettvangi veraldar á þessu sviði. Sumum kann að finnast svokallaðar fegurðarsamkeppnir barn síns tíma, og það voru þær svo sannarlega áður fyrr. En tímarnir breytast og mennirnir með. Í nútímanum, eru allt aðrar áherslur en áður fyrr í svona keppnum. Það er auðvitað einhver munur á milli keppna og milli landa, en eftir að hafa sökkt mér í þennan keppnisheim get ég fyrir mitt leyti sagt að ég sé ekki eftir því eina mínútu. Mitt Ungfrú Ísland ævintýri hefur verið geysimikill lærdómur og stórkostlegt ferðalag. Tími minn sem titilhafi Ungfrú Ísland hefur ekki bara verið mér dýrmætur, heldur líka gefandi. Eitt af því mest gefandi hefur verið að fylgja eftir dásamlegu stúlkunum sem kepptu í Ungfrú Ísland Teen. Þær hafa svo sannarlega sýnt sig og sannað og blómstrað í ferlinu. Margar hafa lýst ávinningnum og vináttunni sem skapast, en líka sjálfstraust og öryggi. Ein sagði nýlega að sér hefði gengið betur í atvinnuviðtali en nokkru sinni fyrr, og landað starfinu. Önnur sagði að það hefði verið dýrmætast að eignast nýjar vinkonur með sömu áhugamál. Samkenndin innan hópsins og stemmingin var yndisleg. Það er mikilvægt að ungt fólk finni sinn vettvang þar sem það getur blómstrað. Ungfrú Ísland Teen hentar ekki fyrir öll, en að sjálfsögðu sum. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála, hvort sem við erum fagurkerar eða ekki. Þessi fyrsta Ungfrú Ísland Teen stóð svo sannarlega fyrir sínu og ég hlakka til samstarfsins með nýkrýndri Ungfrú Ísland Teen. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að eignast vinkonur á þessum vettvangi og veit að við erum tengdar fyrir lífstíð. Í tilefni dagsins bið ég öll vel að njóta og hvet fólk til þess að elta draumana sína og finna sinn draumavettvang. Það er aldrei of seint. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála og við eigum svo sannarlega öll skilið að tilheyra. Við erum öll í þessu saman. Kvenréttindi eru mannréttindi og mannréttindi eru kvenréttindi. Höfundur er Ungfrú Ísland 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hefur mér verið innrætt að við getum öll gert það sem við viljum og við getum öll látið draumana okkar rætast. Konur geta verið hvað sem þær vilja, meira að segja forsetar, sagði mamma. Sjálf hef ég lagt talsvert á mig til þess að láta mína drauma rætast. Ég var talsvert feimin þegar ég var yngri, átti t.d. erfitt með að mæta í skóla og hvað þá fara með glærukynningu í skólanum, en hef núna talað á sviði fyrir framan þúsundir. Leiðin að því var talsvert ströng en svo ótrúlega gefandi. Ég hef fengið tækifæri til þess að æfa framkomu og kynnast stórkostlegum konum sem hafa sýnt og sannað að þeim eru allir vegir færir. Það er dásamlegt að tilheyra sterkum hópi kvenna sem trúa á sig og hverja aðra og standa við bakið á hver annarri í sönnu systraþeli. Vinkonur eru dýrmætar. Það er dýrmætt að tilheyra og það er dýrmætt að fá að láta ljós sitt skína. Allt þetta sameinast í Ungfrú Ísland, og aðeins eftir nokkra daga held ég til Tælands, þar sem ég mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe og fæ að spreyta mig á einum stærsta vettvangi veraldar á þessu sviði. Sumum kann að finnast svokallaðar fegurðarsamkeppnir barn síns tíma, og það voru þær svo sannarlega áður fyrr. En tímarnir breytast og mennirnir með. Í nútímanum, eru allt aðrar áherslur en áður fyrr í svona keppnum. Það er auðvitað einhver munur á milli keppna og milli landa, en eftir að hafa sökkt mér í þennan keppnisheim get ég fyrir mitt leyti sagt að ég sé ekki eftir því eina mínútu. Mitt Ungfrú Ísland ævintýri hefur verið geysimikill lærdómur og stórkostlegt ferðalag. Tími minn sem titilhafi Ungfrú Ísland hefur ekki bara verið mér dýrmætur, heldur líka gefandi. Eitt af því mest gefandi hefur verið að fylgja eftir dásamlegu stúlkunum sem kepptu í Ungfrú Ísland Teen. Þær hafa svo sannarlega sýnt sig og sannað og blómstrað í ferlinu. Margar hafa lýst ávinningnum og vináttunni sem skapast, en líka sjálfstraust og öryggi. Ein sagði nýlega að sér hefði gengið betur í atvinnuviðtali en nokkru sinni fyrr, og landað starfinu. Önnur sagði að það hefði verið dýrmætast að eignast nýjar vinkonur með sömu áhugamál. Samkenndin innan hópsins og stemmingin var yndisleg. Það er mikilvægt að ungt fólk finni sinn vettvang þar sem það getur blómstrað. Ungfrú Ísland Teen hentar ekki fyrir öll, en að sjálfsögðu sum. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála, hvort sem við erum fagurkerar eða ekki. Þessi fyrsta Ungfrú Ísland Teen stóð svo sannarlega fyrir sínu og ég hlakka til samstarfsins með nýkrýndri Ungfrú Ísland Teen. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að eignast vinkonur á þessum vettvangi og veit að við erum tengdar fyrir lífstíð. Í tilefni dagsins bið ég öll vel að njóta og hvet fólk til þess að elta draumana sína og finna sinn draumavettvang. Það er aldrei of seint. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála og við eigum svo sannarlega öll skilið að tilheyra. Við erum öll í þessu saman. Kvenréttindi eru mannréttindi og mannréttindi eru kvenréttindi. Höfundur er Ungfrú Ísland 2025.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun