Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2025 18:37 Höskuldur Gunnlaugsson fékk besta færi leiksins. Vísir/Diego Bið Blika eftir fyrsta sigrinum í Sambandsdeildinni í fótbolta lengist enn en liðið gerði markalaust jafntefli við finnska liðið KuPS á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Bikarliðsins undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar og fyrsti heimaleikur liðsins í þessari keppni. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, fékk frábært færi til að koma liðinu yfir á 57. mínútu en skaut þá framhjá úr vítaspyrnu. Blikarnir gerðu oft vel i þessum leik og það voru svo sannarlega tækifæri til að næla í fyrsta sigurleikinn í Laugardalnum í kvöld. Þeir fara mjög svekktir af velli. Þetta er fyrsta stig Blika í keppninni en liðið á þó enn eftir að koma boltanum í mark andstæðinga sinna eftir 3-0 tap á móti Lausanne í fyrsta leik. Frekari umfjöllun og viðtöl koma á Vísi seinna í dag. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Bið Blika eftir fyrsta sigrinum í Sambandsdeildinni í fótbolta lengist enn en liðið gerði markalaust jafntefli við finnska liðið KuPS á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Bikarliðsins undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar og fyrsti heimaleikur liðsins í þessari keppni. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, fékk frábært færi til að koma liðinu yfir á 57. mínútu en skaut þá framhjá úr vítaspyrnu. Blikarnir gerðu oft vel i þessum leik og það voru svo sannarlega tækifæri til að næla í fyrsta sigurleikinn í Laugardalnum í kvöld. Þeir fara mjög svekktir af velli. Þetta er fyrsta stig Blika í keppninni en liðið á þó enn eftir að koma boltanum í mark andstæðinga sinna eftir 3-0 tap á móti Lausanne í fyrsta leik. Frekari umfjöllun og viðtöl koma á Vísi seinna í dag.