Breiðablik

Fréttamynd

Íþróttapar keypti ein­býlis­hús í Hafnar­firði á 162 milljónir

Jónína Þórdís Karlsdóttir, körfuboltakona hjá Ármanni og lögfræðingur Húseigendafélagsins, og Viktor Karl Einarsson, knattspyrnumaður hjá Breiðabliki og eigandi Zantino Suits, keyptu 243 fermetra einbýlishús við Sléttahraun 14 í Hafnarfirði. Ásett verð var 169,9 milljónir en þau keyptu það á 161,5 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Breytingar hjá Breiðabliki

Atvinnumaðurinn fyrrverandi Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Hann tekur við starfinu nú þegar Alfreð Finnbogason, sem var titlaður tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðabliki, er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Rosenborg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar farnir að fylla í skörðin

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við bandaríska miðjumanninn Katelyn Duong, um að hún leiki með liðinu á komandi leiktíð. Meistararnir hafa misst stóran hóp sterkra leikmanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Enn kvarnast úr liði Blika

Markvörðurinn Kyla Burns hefur yfirgefið Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í fótbolta. Hún er þriðji leikmaðurinn sem yfirgefur félagið eftir tímabilið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við þurfum bara að keyra á þetta“

Breiðablik þarf að sækja sigur gegn taplausa toppliðinu Strasbourg í kvöld til að eiga möguleika á því að komast áfram í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjórir frá hjá Blikum á morgun

Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þá er þetta í okkar höndum í Frakk­landi“

„Menn eru peppaðir. Þetta er flott tækifæri til að kasta í góða frammistöðu og ná í þrjú stig,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik liðsins við Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni í kvöld.

Fótbolti