Enski boltinn

Vikan grískur harm­leikur fyrir gríska eig­andann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, er búinn að reka tvo knattspyrnustjóa á fyrstu þremur mánuðum tímabilsins.
Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, er búinn að reka tvo knattspyrnustjóa á fyrstu þremur mánuðum tímabilsins. Getty/Jon Hobley

Evangelos Marinakis er þekktastur fyrir að eiga enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest en þetta er ekki eina félagið sem hann á.

Marinakis hefur þegar rekið tvo knattspyrnustjóra á þessu tímabili og við erum enn bara í október.

Þessi vika gat þó orðið mun verri fyrir þennan 58 ára Grikkja og hún var það líka.

Öll vikan hans var sannkallaður grískur harmleikur ef við skoðum líka hin félögin í hans eigu.

Marinakis ákvað að reka Ange Postecoglou stuttu eftir 3-0 tap á móti Chelsea á laugardaginn en Postecoglou var aðeins 39 daga í starfi og náði aldrei að fagna sigri sem knattspyrnustjóri Forest.

Á sunnudaginn var portúgalska liðið Rio Ave F.C., sem spilar í efstu deild, slegið út úr bikarnum af fjórðu deildarfélagi.

Á þriðjudagskvöldið fékk síðan Olympiacos, félagið sem hann hefur átt lengst, stóran skell á móti Barcelona í Meistaradeildinni en Börsungar unnu leikinn 6-1.

Þrjú áföll í sömu viku og það er örugglega þungt yfir Marinakis þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×