Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2025 18:39 Victor Osimhen fagnar öðru marka sinna fyrir Galatasaray í kvöld en þau áttu að vera miklu fleiri miðað við færin sem hann fékk. EPA/TOLGA BOZOGLU Norsku meistararnir í Bodö/Glimt lentu í erfiðum og krefjandi aðstæðum í kvöld í 3-1 tapi á móti Galatasaray á útivelli í Meistaradeildinni. Þeir sluppu vel miðað við færi heimamanna sem fóru mörg í súginn. Þetta var annar sigur Galatasaray í röð í Meistaradeildinni en liðið vann Liverpool á sama stað í leiknum á undan. Liverpool stóðst ekki pressuna og ekki heldur norsku meistararnir. Gælunafn Galatasaray er Ljónin frá Istanbul og stuðningsmennirnir létu Norðmennina finna vel fyrir sér með því að búa til gríðarlegan hávaða þegar norska liðið reyndi að halda boltanum. Bodö byrjuðu leikinn skelfilega og gátu þakkað fyrir að fá ekki mörg mörk á sig í upphafi leiksins. Victor Osimhen kom Galatasaray í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og hálftíma síðar skoraði hann aftur. Seinna markið var algjör gjöf eftir að Osimhen komst inn í sendingu til markvarðar. Norðmennirnir fengu fínt undir lok hálfleiksins og gekk síðan aðeins betur í síðari hálfleiknum. Galatasaray gat samt skorað miklu fleiri mörk og þá ekki síst Osimhen sem var mjög nálægt því að ná þrennunni. Hann reyndi og reyndi en þriðja markið datt ekki inn hjá honum. Þriðja mark liðsins kom aftur á móti á 60. mínútu eftir enn ein varnarmistök hjá Norðmönnunum en það mark skoraði Yunus Akgün. Bodö/Glimt tókst síðan að minnka muninn í lokin þegar Andreas Helmersen skoraði með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Fredrik André Björkan. Athletic Club Bilbao skoraði tvö mörk í lokin og vann 3-1 heimasigur á Qarabag. Bilbao hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í Meistaradeildinni og þessi sigur var því bæði langþráður og nauðsynlegur. Robert Navarro kom Athletic í 2-1 á 70. mínútu og Gorka Guruzeta innsiglaði sigurinn á 88. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Leandro Andrade hafði komið Qarabag óvænt yfir á fyrstu mínútu leiksins en Guruzeta jafnaði metin á 40. mínútu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ Sjá meira
Þetta var annar sigur Galatasaray í röð í Meistaradeildinni en liðið vann Liverpool á sama stað í leiknum á undan. Liverpool stóðst ekki pressuna og ekki heldur norsku meistararnir. Gælunafn Galatasaray er Ljónin frá Istanbul og stuðningsmennirnir létu Norðmennina finna vel fyrir sér með því að búa til gríðarlegan hávaða þegar norska liðið reyndi að halda boltanum. Bodö byrjuðu leikinn skelfilega og gátu þakkað fyrir að fá ekki mörg mörk á sig í upphafi leiksins. Victor Osimhen kom Galatasaray í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og hálftíma síðar skoraði hann aftur. Seinna markið var algjör gjöf eftir að Osimhen komst inn í sendingu til markvarðar. Norðmennirnir fengu fínt undir lok hálfleiksins og gekk síðan aðeins betur í síðari hálfleiknum. Galatasaray gat samt skorað miklu fleiri mörk og þá ekki síst Osimhen sem var mjög nálægt því að ná þrennunni. Hann reyndi og reyndi en þriðja markið datt ekki inn hjá honum. Þriðja mark liðsins kom aftur á móti á 60. mínútu eftir enn ein varnarmistök hjá Norðmönnunum en það mark skoraði Yunus Akgün. Bodö/Glimt tókst síðan að minnka muninn í lokin þegar Andreas Helmersen skoraði með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Fredrik André Björkan. Athletic Club Bilbao skoraði tvö mörk í lokin og vann 3-1 heimasigur á Qarabag. Bilbao hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í Meistaradeildinni og þessi sigur var því bæði langþráður og nauðsynlegur. Robert Navarro kom Athletic í 2-1 á 70. mínútu og Gorka Guruzeta innsiglaði sigurinn á 88. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Leandro Andrade hafði komið Qarabag óvænt yfir á fyrstu mínútu leiksins en Guruzeta jafnaði metin á 40. mínútu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ Sjá meira