Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar 22. október 2025 17:00 Oft hefur það verið slæmt, en þó sjaldnar meira en á síðustu mánuðum þegar kemur að lagasetningu á bifhjól og ákvörðun á gjöldum þeim til handa. Bifhjólafólk á Íslandi er orðið vant því að gengið sé fram hjá tillögum þeirra og ekkert á það hlustað. Á þessu ári hefur þó tekið steininn úr og síðustu tillögur um kílómetragjald og hækkanir á vörugjöldum gætu orðið dropinn sem fyllir mælirinn. Við skulum aðeins skoða síðustu 15 ár og sjá hvað stjórnvöld hafa fært okkur til handa. Árið 2010 samþykkti Alþingi lög um vörugjöld þar sem gjaldið fór eftir losun CO2 fyrir alla bíla. Þar voru bifhjól tekin út fyrir sviga og látin bera 30% vörugjald, en staðreyndin er sú að bifhjól eru frekar vistvæn ökutæki og hefðu velflest farið í 10-15% gjald ef þau hefðu fengið að vera með. Nú á að auka enn við óréttlætið og hækka bifhjólin í 40%, þrátt fyrir stefnu stjórnvalda að láta vistvæn ökutæki njóta þess í vörugjöldum. Nú eiga bifhjól að fara að borga 4,15 kr kílómetragjald á meðan bílar borga 6,7 kr og sumum gæti kannski dottið í hug að það sé sanngjarnt. Þegar farið er að skoða málið kemur hið gangstæða í ljós, enda nota bifhjól í fyrsta lagi göturnar 3-4 sinnum minna og slíta yfirborði vega mörg þúsund sinnum minna en önnur ökutæki í hverri ferð. Munar þar mest um að þau eru miklu léttari, hafa mun minni og færri snertifleti og nota þar að auki síður þá hluta götunnar sem að kallast hjólför. Loks má benda á að hvergi er sérstaklega tekið tillit til þarfa bifhjólafólks í vegakerfinu, þrátt fyrir mýmargar ábendingar þess efnis. Við gildistöku þriðju ökuréttindalöggjafarinnar var réttindaflokkum á bifhjól breytt mikið og til hins verra, og fóru íslensk stjórnvöld, sem alltaf hafa farið vægustu leið í aldursákvæðum varðandi ökuréttindi, þá hörðustu þegar kom að bifhjólum. Mótorhjólapróf hafði staðið samhliða bílprófi árum saman og þurfti að samræma það nýjum Evrópureglum. Tillaga Snigla árið 2011 hljóðaði þannig að miða AM réttindi áfram við 15 ár, A1 réttindi við 16 ár og A2 réttindi við 17 ár, sem eru hin eiginlegu mótorhjólaréttindi. Þess í stað ákváðu stjórnvöld að miða mótorhjólapróf við A1 réttindi sem eru 125 rsm bifhjól. Afleiðingin síðan þá er einfaldlega sú að einungis mjög lítill hópur (10-20 manns) tekur A1 réttindi ár hvert, og flestir bíða þar til þeir geta tekið réttindi beint á stærra hjól. Rannsóknir erlendis frá þar sem meira er miðað við notkun A1 bifhjóla en hér, sýna allar fram á að þeir sem byrja á A1 bifhjólum eru síður líklegri til að lenda í slysum á stærri bifhjólum. Nokkrum árum síðar var allt komið í óefni vegna mikillar fjölgunar alls konar gangstéttarökutækja, aðallega bensínknúinna og rafknúinna vespa. Þá lögðu Sniglar til við Samgöngunefnd, í samstarfi við ökuskóla, Samgöngustofu og Lögregluna til einfalda lagasetningu til að koma þeim málum í eðlilegan farveg. Yrðu þessi farartæki gerð skráningarskyld, þó undanþegin skoðunarskyldu og notendum gert skylt að sitja stutt, tveggja kennslustunda námskeið um hættur varðandi létt bifhjól og nauðsyn hjálmanotkunar. Þá var einnig lagt til að aðeins mætti nota slík ökutæki á götum með 30 km hámarskhraða, eða á þartilgerðum reiðhjólastígum. Þessu mótmæltu hagsmunasamtök reiðhjólafólks og báru við hugtakinu ferðafrelsi, sem gæti haft það í för með sér að það yrði skert og þar af leiðandi möguleikar þess til að nota reiðhjól hvar sem er. Samgöngunefnd þorði ekki að taka á málinu og afleiðingar þess má sjá vel í dag. Á svipuðum tíma fóru Sniglar af stað og vildu sjá Reykjavíkurborg fara af stað með góðu fordæmi og setja upp bifhjólastæði víða um borgina. Nota skyldi stæði sem hentuðu illa undir fjórhjóla ökutæki og bjóða öllum tvíhjóla ökutækjum að nota þessi stæði. Fóru aðilar á vegum Snigla á stúfana og fundu marga hentuga staði undir slík stæði fyrir borgina og kynntu þetta á fundi með borgarstarfsmönnum. Þar var vægast sagt tekið fálega í þessar hugmyndir, og spurt hvað við værum eiginlega að meina með þessum tillögum og fegnu Sniglar ekki annan fund með borginni. Maður getur spurt sig hvort að umhverfi reiðhjólastíga borgarinnar væri eins í dag, ef þessar tillögur hefðu verið skoðaðar á sínum tíma? Á Íslandi skal samkvæmt lögum skoða bifhjól einu sinni á ári, líkt og með bifreiðar. Bifhjól eru ekki notuð á veturnar að jafnaði og aka venjulega 3-4 sinnum minna en bifreiðar ár hvert. Einmitt þess vegna er skylduskoðum bifhjóla víðast hvar aðeins á tveggja ára fresti og hafa þau lönd þó lengra aksturstímabil. Fornhjól skal skoða á tveggja ára fresti, sem eru undanþegin skoðum víðasthvar annarsstaðar. Þegar bílaleigur, ökukennslubifreiðar og fleiri fengu lækkun á vörugjöldum á sínum tíma var notast við hugtakið bifreið í reglugerðinni. Bifhjólaferðafyrirtækið Biking Viking og Ökukennarafélagið báðu um álit á þessu og hvort að lækkunin næði þá einnig til ökutækja fyrir mótorhjólaleigur og kennslubifhjól. Skemmst er frá að segja að vegna orðlags reglugerðarinnar var svarið að svo væri ekki, einfaldlega hefði gleymst að gera ráð fyrir þeim í reglugerðinni. Í þessari samantekt læt ég hjá líða að fjalla um margs konar tillögur/greinargerðir Snigla er lúta að betra vegumhverfi, umferðarmannvirkjum og fleira sem lítið sem ekkert tillit hefur verið tekið til af yfirvöldum í þeim málaflokki. Kannski er kominn tími til að taka upp hanskann þar líka? Höfundur er bifhjólakennari og hefur tekið þátt í hagsmunastarfi bifhjólafólks í meira en þrjá áratugi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Umferð Alþingi Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Oft hefur það verið slæmt, en þó sjaldnar meira en á síðustu mánuðum þegar kemur að lagasetningu á bifhjól og ákvörðun á gjöldum þeim til handa. Bifhjólafólk á Íslandi er orðið vant því að gengið sé fram hjá tillögum þeirra og ekkert á það hlustað. Á þessu ári hefur þó tekið steininn úr og síðustu tillögur um kílómetragjald og hækkanir á vörugjöldum gætu orðið dropinn sem fyllir mælirinn. Við skulum aðeins skoða síðustu 15 ár og sjá hvað stjórnvöld hafa fært okkur til handa. Árið 2010 samþykkti Alþingi lög um vörugjöld þar sem gjaldið fór eftir losun CO2 fyrir alla bíla. Þar voru bifhjól tekin út fyrir sviga og látin bera 30% vörugjald, en staðreyndin er sú að bifhjól eru frekar vistvæn ökutæki og hefðu velflest farið í 10-15% gjald ef þau hefðu fengið að vera með. Nú á að auka enn við óréttlætið og hækka bifhjólin í 40%, þrátt fyrir stefnu stjórnvalda að láta vistvæn ökutæki njóta þess í vörugjöldum. Nú eiga bifhjól að fara að borga 4,15 kr kílómetragjald á meðan bílar borga 6,7 kr og sumum gæti kannski dottið í hug að það sé sanngjarnt. Þegar farið er að skoða málið kemur hið gangstæða í ljós, enda nota bifhjól í fyrsta lagi göturnar 3-4 sinnum minna og slíta yfirborði vega mörg þúsund sinnum minna en önnur ökutæki í hverri ferð. Munar þar mest um að þau eru miklu léttari, hafa mun minni og færri snertifleti og nota þar að auki síður þá hluta götunnar sem að kallast hjólför. Loks má benda á að hvergi er sérstaklega tekið tillit til þarfa bifhjólafólks í vegakerfinu, þrátt fyrir mýmargar ábendingar þess efnis. Við gildistöku þriðju ökuréttindalöggjafarinnar var réttindaflokkum á bifhjól breytt mikið og til hins verra, og fóru íslensk stjórnvöld, sem alltaf hafa farið vægustu leið í aldursákvæðum varðandi ökuréttindi, þá hörðustu þegar kom að bifhjólum. Mótorhjólapróf hafði staðið samhliða bílprófi árum saman og þurfti að samræma það nýjum Evrópureglum. Tillaga Snigla árið 2011 hljóðaði þannig að miða AM réttindi áfram við 15 ár, A1 réttindi við 16 ár og A2 réttindi við 17 ár, sem eru hin eiginlegu mótorhjólaréttindi. Þess í stað ákváðu stjórnvöld að miða mótorhjólapróf við A1 réttindi sem eru 125 rsm bifhjól. Afleiðingin síðan þá er einfaldlega sú að einungis mjög lítill hópur (10-20 manns) tekur A1 réttindi ár hvert, og flestir bíða þar til þeir geta tekið réttindi beint á stærra hjól. Rannsóknir erlendis frá þar sem meira er miðað við notkun A1 bifhjóla en hér, sýna allar fram á að þeir sem byrja á A1 bifhjólum eru síður líklegri til að lenda í slysum á stærri bifhjólum. Nokkrum árum síðar var allt komið í óefni vegna mikillar fjölgunar alls konar gangstéttarökutækja, aðallega bensínknúinna og rafknúinna vespa. Þá lögðu Sniglar til við Samgöngunefnd, í samstarfi við ökuskóla, Samgöngustofu og Lögregluna til einfalda lagasetningu til að koma þeim málum í eðlilegan farveg. Yrðu þessi farartæki gerð skráningarskyld, þó undanþegin skoðunarskyldu og notendum gert skylt að sitja stutt, tveggja kennslustunda námskeið um hættur varðandi létt bifhjól og nauðsyn hjálmanotkunar. Þá var einnig lagt til að aðeins mætti nota slík ökutæki á götum með 30 km hámarskhraða, eða á þartilgerðum reiðhjólastígum. Þessu mótmæltu hagsmunasamtök reiðhjólafólks og báru við hugtakinu ferðafrelsi, sem gæti haft það í för með sér að það yrði skert og þar af leiðandi möguleikar þess til að nota reiðhjól hvar sem er. Samgöngunefnd þorði ekki að taka á málinu og afleiðingar þess má sjá vel í dag. Á svipuðum tíma fóru Sniglar af stað og vildu sjá Reykjavíkurborg fara af stað með góðu fordæmi og setja upp bifhjólastæði víða um borgina. Nota skyldi stæði sem hentuðu illa undir fjórhjóla ökutæki og bjóða öllum tvíhjóla ökutækjum að nota þessi stæði. Fóru aðilar á vegum Snigla á stúfana og fundu marga hentuga staði undir slík stæði fyrir borgina og kynntu þetta á fundi með borgarstarfsmönnum. Þar var vægast sagt tekið fálega í þessar hugmyndir, og spurt hvað við værum eiginlega að meina með þessum tillögum og fegnu Sniglar ekki annan fund með borginni. Maður getur spurt sig hvort að umhverfi reiðhjólastíga borgarinnar væri eins í dag, ef þessar tillögur hefðu verið skoðaðar á sínum tíma? Á Íslandi skal samkvæmt lögum skoða bifhjól einu sinni á ári, líkt og með bifreiðar. Bifhjól eru ekki notuð á veturnar að jafnaði og aka venjulega 3-4 sinnum minna en bifreiðar ár hvert. Einmitt þess vegna er skylduskoðum bifhjóla víðast hvar aðeins á tveggja ára fresti og hafa þau lönd þó lengra aksturstímabil. Fornhjól skal skoða á tveggja ára fresti, sem eru undanþegin skoðum víðasthvar annarsstaðar. Þegar bílaleigur, ökukennslubifreiðar og fleiri fengu lækkun á vörugjöldum á sínum tíma var notast við hugtakið bifreið í reglugerðinni. Bifhjólaferðafyrirtækið Biking Viking og Ökukennarafélagið báðu um álit á þessu og hvort að lækkunin næði þá einnig til ökutækja fyrir mótorhjólaleigur og kennslubifhjól. Skemmst er frá að segja að vegna orðlags reglugerðarinnar var svarið að svo væri ekki, einfaldlega hefði gleymst að gera ráð fyrir þeim í reglugerðinni. Í þessari samantekt læt ég hjá líða að fjalla um margs konar tillögur/greinargerðir Snigla er lúta að betra vegumhverfi, umferðarmannvirkjum og fleira sem lítið sem ekkert tillit hefur verið tekið til af yfirvöldum í þeim málaflokki. Kannski er kominn tími til að taka upp hanskann þar líka? Höfundur er bifhjólakennari og hefur tekið þátt í hagsmunastarfi bifhjólafólks í meira en þrjá áratugi
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun