Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2025 13:06 Kettlingnum var haldið í gíslingu af nágranna konunnar. Getty Kettlingur, sem fjarlægður var af heimili í byrjun þessa árs eftir að hafa verið beittur þar ofbeldi, fer ekki aftur í umsjá fyrri eiganda. Kettlingurinn var talinn í hættu á heimilinu vegna mikillar óreglu en honum hafði verið haldið í gíslingu af nágranna vegna deilna. Málið var kært til ráðuneytisins 18. mars síðastliðinn en MAST hafði tekið ákvörðun 7. febrúar um vörslusviptingu á ketti í eigu konu, sem búsett er á Akureyri. Kettlingurinn, sem var í eigu konunnar, var á heimili annars manns þegar málið kom upp. Þetta kemur fram í ákvörðun atvinnuvegaráðuneytisins, sem staðfesti úrskurð MAST þess efnis. Starfsmaður velferðarsviðs Akureyrarbæjar hafði 29. janúar síðastliðinn samband við héraðsdýralækni og lýsti áhyggjum af aðstæðum kettlingsins. Starfsmaðurinn kvað manninn, sem hafði kettlinginn í sinni umsjá, hafa tekið kettlinginn hálstaki og fleygt honum í eldhúsinnréttingu á heimili sínu. Var ómeiddur en svangur Maðurinn var handtekinn sama dag vegna ofbeldis sem hann beitti aðra manneskju á heimili sínu og hafði hann jafnframt hótað að skaða kettlinginn frekar eftir að honum var sleppt úr haldi. Héraðsdýralæknir fór ásamt lögreglu þann 30. janúar að sækja kettlinginn á heimili mannsins. Kettlingurinn var staddur fyrir utan og var hann færður í búr og fluttur til dýralæknis þar sem ástand hans var skoðað. Kettlingurinn virtist ómeiddur en svangur og örlítið blóð sást á utanverðu búrinu sem kettlingurinn var fluttur í. Honum var komið fyrir í tímabundnu fóstri í kjölfarið. Blóð og sprautunál á gólfi Daginn eftir heimsóttu starfsmenn MAST, héraðsdýralæknir, eftirlitslæknir og lögregla heimili eiganda kettlingsins. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að gler hafi vantað í útidyrahurðina og viðarplata verið þar í staðin. Heimilið hafi verið mjög ósnyrtilegt: Glerbrot á tveimur stöðum á gólfi, heilar sígarettur á víð og reif, tveir hnífar á borði og flaska á eldhúsbekk sem hafði oltið og innihaldið lekið yfir bekkinn. Í geymslunni, þar sem kettlingurinn hafði haft kattasand og vatnsskál áður en hann var fluttur á heimilið sem hann var tekinn af, var mikið drasl og „líklega blóðdropar og notuð sprautunál á gólfinu“. Konunni var gert grein fyrir að aðstæður á heimilinu væru ekki hentugar kettlingnum. Var haldið í gíslingu af nágranna Konan hafi lýst vilja til að bæta aðstæður, sem almennt væru góðar á heimilinu, og kvaðst hún vel til þess fallin að sinna honum þar sem hún væri ekki á vinnumarkaði. Kettlingurinn hafi verið í pössun yfir mánaðamótin og til hafi staðið að láta bólusetja hann og örmerkja. „Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að þessi frásögn stangist á við þær upplýsingar sem kærandi hafi áður veitt starfsmanni Akureyrarbæjar, sem tilkynnti málið til héraðsdýralæknis. Samkvæmt þeim upplýsingum hafi kettlingnum verið stolið af kæranda og hann notaður sem hálfgert ágreiningsefni milli nágranna,“ segir í úrskurðinum. Lögregla og sérsveit ítrekað kölluð til Þann 4. febrúar barst héraðsdýralækni bréf frá velferðarsviði Akureyrar þar sem ítrekað var að heimili konunnar væri ekki hentugt dýrum. Í húsinu færi fram umfangsmikil sprautunotkun og hætta talin á að kettlingur kæmist í snertingu við notaðar nálar með hættu á sýkingum eða eituráhrifum. Eins hafi borist kvartanir um að nálar fyndust reglulega utandyra við húsið. Þá dveldi mikill fjöldi fólks í húsnæðinu til lengri eða skemmri tíma og ítrekað hefði verið brotist þar inn í janúarmánuði. Lögregla hafi þá ítrekað haft afskipti þar, að minnsta kosti tvisvar í fylgd sérsveitar vegna átaka. „Að lokum er vísað til þess að nágranni kæranda, [Y] að nafni, hafi haldið kettlingnum í gíslingu, beitt hann ofbeldi og jafnvel hótað að drepa hann.“ MAST tók ákvörðun um að vörslusvipta konuna, eigandann, kettlingnum þann 7. febrúar en ákvörðunina kærði hún til ráðuneytisins 18. mars. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að gögn málsins bendi til að aðstæður á heimili konunnar uppfylli ekki kröfur sem lög um velferð dýra gera ráð fyrir og því hafi ákvörðunin verið staðfest. Dýr Dýraheilbrigði Akureyri Kettir Gæludýr Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Málið var kært til ráðuneytisins 18. mars síðastliðinn en MAST hafði tekið ákvörðun 7. febrúar um vörslusviptingu á ketti í eigu konu, sem búsett er á Akureyri. Kettlingurinn, sem var í eigu konunnar, var á heimili annars manns þegar málið kom upp. Þetta kemur fram í ákvörðun atvinnuvegaráðuneytisins, sem staðfesti úrskurð MAST þess efnis. Starfsmaður velferðarsviðs Akureyrarbæjar hafði 29. janúar síðastliðinn samband við héraðsdýralækni og lýsti áhyggjum af aðstæðum kettlingsins. Starfsmaðurinn kvað manninn, sem hafði kettlinginn í sinni umsjá, hafa tekið kettlinginn hálstaki og fleygt honum í eldhúsinnréttingu á heimili sínu. Var ómeiddur en svangur Maðurinn var handtekinn sama dag vegna ofbeldis sem hann beitti aðra manneskju á heimili sínu og hafði hann jafnframt hótað að skaða kettlinginn frekar eftir að honum var sleppt úr haldi. Héraðsdýralæknir fór ásamt lögreglu þann 30. janúar að sækja kettlinginn á heimili mannsins. Kettlingurinn var staddur fyrir utan og var hann færður í búr og fluttur til dýralæknis þar sem ástand hans var skoðað. Kettlingurinn virtist ómeiddur en svangur og örlítið blóð sást á utanverðu búrinu sem kettlingurinn var fluttur í. Honum var komið fyrir í tímabundnu fóstri í kjölfarið. Blóð og sprautunál á gólfi Daginn eftir heimsóttu starfsmenn MAST, héraðsdýralæknir, eftirlitslæknir og lögregla heimili eiganda kettlingsins. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að gler hafi vantað í útidyrahurðina og viðarplata verið þar í staðin. Heimilið hafi verið mjög ósnyrtilegt: Glerbrot á tveimur stöðum á gólfi, heilar sígarettur á víð og reif, tveir hnífar á borði og flaska á eldhúsbekk sem hafði oltið og innihaldið lekið yfir bekkinn. Í geymslunni, þar sem kettlingurinn hafði haft kattasand og vatnsskál áður en hann var fluttur á heimilið sem hann var tekinn af, var mikið drasl og „líklega blóðdropar og notuð sprautunál á gólfinu“. Konunni var gert grein fyrir að aðstæður á heimilinu væru ekki hentugar kettlingnum. Var haldið í gíslingu af nágranna Konan hafi lýst vilja til að bæta aðstæður, sem almennt væru góðar á heimilinu, og kvaðst hún vel til þess fallin að sinna honum þar sem hún væri ekki á vinnumarkaði. Kettlingurinn hafi verið í pössun yfir mánaðamótin og til hafi staðið að láta bólusetja hann og örmerkja. „Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að þessi frásögn stangist á við þær upplýsingar sem kærandi hafi áður veitt starfsmanni Akureyrarbæjar, sem tilkynnti málið til héraðsdýralæknis. Samkvæmt þeim upplýsingum hafi kettlingnum verið stolið af kæranda og hann notaður sem hálfgert ágreiningsefni milli nágranna,“ segir í úrskurðinum. Lögregla og sérsveit ítrekað kölluð til Þann 4. febrúar barst héraðsdýralækni bréf frá velferðarsviði Akureyrar þar sem ítrekað var að heimili konunnar væri ekki hentugt dýrum. Í húsinu færi fram umfangsmikil sprautunotkun og hætta talin á að kettlingur kæmist í snertingu við notaðar nálar með hættu á sýkingum eða eituráhrifum. Eins hafi borist kvartanir um að nálar fyndust reglulega utandyra við húsið. Þá dveldi mikill fjöldi fólks í húsnæðinu til lengri eða skemmri tíma og ítrekað hefði verið brotist þar inn í janúarmánuði. Lögregla hafi þá ítrekað haft afskipti þar, að minnsta kosti tvisvar í fylgd sérsveitar vegna átaka. „Að lokum er vísað til þess að nágranni kæranda, [Y] að nafni, hafi haldið kettlingnum í gíslingu, beitt hann ofbeldi og jafnvel hótað að drepa hann.“ MAST tók ákvörðun um að vörslusvipta konuna, eigandann, kettlingnum þann 7. febrúar en ákvörðunina kærði hún til ráðuneytisins 18. mars. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að gögn málsins bendi til að aðstæður á heimili konunnar uppfylli ekki kröfur sem lög um velferð dýra gera ráð fyrir og því hafi ákvörðunin verið staðfest.
Dýr Dýraheilbrigði Akureyri Kettir Gæludýr Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira