Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Lovísa Arnardóttir skrifar 18. október 2025 22:36 Sigurður Árni starfaði um árabil sem lögreglumaður. Hann segist hafa upplifað fjölda áfalla í starfi sem enn sitja djúpt í honum. Aðsend og Vísir/Vilhelm Sigurður Árni Reynisson, fyrrverandi lögreglumaður, kallar eftir því að viðbragðsaðilar fái rými til að vinna úr áföllum í starfi. Hann rifjar upp að hafa komið að sjálfsvígi ungs drengs í starfi fyrir mörgum árum. Hann segir handleiðslu og sálgæslu ekki eiga að vera forréttindi fyrir þessar starfsstéttir, heldur eigi hún að vera reglulegur hluti af starfsháttum þessara starfsstétta. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Sigurður fjallar um þetta í aðsendri grein á Vísi í dag og vísar til atburða sem hafi átt sér stað síðustu daga sem hafi vakið upp í honum sársauka sem hann hélt að væri löngu farinn. Atvikin hafi orðið til þess að hann hafi rifjað upp minningar um sjálfsvíg ungs drengs sem hann taldi sig hafa grafið djúpt innra með sér. „En þannig virka áföll ekki. Þau liggja í dvala, eins og hljóð sem bíður þess að fá að bergmála aftur. Þegar eitthvað í umheiminum snertir sömu tíðni, vaknar það og líkaminn man það sem hugurinn reyndi að gleyma,“ segir Sigurður Árni í grein sinni. Hann rifjar það svo upp að hafa starfað sem lögreglumaður og það stolt sem hann hafði fyrir því starfi. Hann segir starfið hafa markað í sér djúp spor. Atvik sem situr djúpt „Ég vann lengi í lögreglunni og sá margt í mínu gamla starfi, en það er samt eitt atvik sem situr enn djúpt í mér. Það eru liðin um ellefu ár síðan atvikið átti sér stað. Ég var á vakt á höfuðborgarsvæðinu þegar útkall barst um manneskju í lífshættu. Við settum bláu ljósin á og ókum eins hratt og við máttum. Þegar við komum á vettvang, örfáum augnablikum á undan sjúkraflutningamönnunum, hlupum við inn í íbúðina. Þar blasti við okkur drengur á grunnskólaaldri sem hafði tekið eigið líf og systir hans hélt undir fætur hans og reyndi að bjarga honum,“ segir Sigurður Árni í grein sinni. Hann segist enn muna eftir lyktinni, þögninni á undan ópinu sem heyrðist og hvernig tíminn stöðvaðist. „Síðan komu ættingjar og faðirinn fyrstur. Ég sá hvernig hann brotnaði þegar hann áttaði sig á því hvað hafði gerst. Það hljóð sem kom frá honum var ekki grátur, heldur djúpt og hrátt hljóð sem fór í gegnum mann eins og raflost. En það sem ég gleymi aldrei er þegar hann hringdi í eiginkonu sína til að segja henni frá. Ég heyrði örvæntinguna í rödd hans og svo öskrið úr símanum þegar móðirin skildi hvað hann var að reyna að segja. Það hljóð hefur fylgt mér allar götur síðan.“ Örlögin að hann var til staðar fyrir fjölskylduna Hann segist oft hafa velt því fyrir sér eftir þetta atvik af hverju hann endaði á því að sinna ættingjum þessa unga drengs. Hann hafi verið reynslumikill lögreglumaður og samkvæmt verklagi frekar átt að vera annars staðar. „Það var eins og örlögin hefðu ráðið því að ég yrði sá sem sat eftir með fjölskyldunni, sá sem hlustaði, sá sem hélt ró þegar aðrir misstu tökin. Í dag velti ég því fyrir mér hvort það hafi kannski átt að vera þannig. Kannski var þetta ekki tilviljun heldur hluti af lífi mínu sem kennir mér enn í dag um mannleg tengsl, um sorg, og um það hvernig við bregðumst við þegar hjarta annars brotnar fyrir framan okkur,“ segir hann. Sigurður Árni segist hafa þerrað sín tár og haldið andliti. Hann hafi verið meðvitaður um að hann væri fagmanneskjan í þessum aðstæðum og hann hafi reynt að gera það sem rétt væri. Það hafi síðar kostað hann meira. Hann segir áfall ekki einungis vera það sem gerist á þeim tíma sem áfallið á sér stað heldur einnig það sem gerist innra með manneskjunni. Hann segir slík áföll og sársaukann sem þeim fylgir alltaf geta komið aftur fram, stundum þegar maður á síst von á. „Áföll í störfum eins og lögreglu eru sjaldnast einstök atvik. Þau hlaðast upp. Þau verða að ósögðum minningum sem safnast fyrir. Sem lögreglumenn verðum við alltof oft vitni að sorgum annarra, við höldum utan um þá sem brotna en gleymum að einhver þurfi líka að halda utan um okkur. Fagmennska er mikilvæg, en þegar hún verður varnarlag gegn eigin tilfinningum, þá byrjar hún að naga mann að innan,“ segir hann. Handleiðsla eigi að vera partur af starfinu Sigurður Árni segist ekki segja frá þessu til að fá vorkunn eða samúð, heldur sé hann að skrifa þetta vegna þess að hann veit að hann er ekki einn. „Ég veit að margir sem starfa í lögreglu, heilbrigðisþjónustu eða björgunarsveitum bera með sér reynslu sem þeir hafa aldrei fengið að vinna úr. Þeir hafa kyngt henni í þögn, í þeirri trú að það sé hluti af starfinu. En það er ekki hluti af starfinu, það er hluti af menningunni og menningu má breyta.“ Hann segir nauðsynlegt að tala um þessi atvik og áföll og að það verði skapað rými þar sem viðbragðsaðilar geta unnið úr sinni reynslu án þess að óttast fordóma eða vantraust. „Handleiðsla og sálræn eftirfylgni eiga ekki að vera forréttindi, þau eiga að vera hluti af starfsháttum. Því það sem ekki er nefnt með orðum verður að ósýnilegri byrði og enginn maður getur borið slíka ábyrgð einn til lengdar. Embættin og stjórnendur þurfa líka að axla ábyrgð. Það er ekki nóg að segja: „við bjóðum upp á stuðning“ ef menningin hvetur fólk til að vera harðbrjósta. Það þarf að breyta skilgreiningu fagmennskunnar sjálfrar til að hún felist ekki í því að halda öllu niðri heldur að viðurkenna mannleg mörk og hlúa að þeim. Það þarf að kenna mönnum að þögn sé ekki styrkur heldur stundum merki um sár sem ekki hefur fengið rödd,“ segir hann. Heyrir enn öskrin í aðstandendum Sigurður Árni segist enn heyra raddir aðstandenda drengsins í huga sér. „Þau hljóð sitja eftir, en í dag heyri ég þau öðruvísi. Ég heyri þau ekki með sekt eða sársauka, heldur með virðingu og mildi. Þau minna mig á hversu brothætt lífið er og hversu dýrmætt það er þegar við þorum að finna til. Því það er engin skömm að því að verða fyrir áhrifum. Það er sönnun þess að maður sé enn lifandi, enn manneskja.“ Hann segir áföll kenna manni að staldra við og fara dýpra. Þau opni á mannlegan skilning sem fólk myndi annars ekki ná. „Þau minna okkur á að þora að vera mjúk í hörðu starfi, því sannur styrkur felst í mannleikanum sjálfum. Því á endanum er það ekki harðneskjan sem gerir okkur hæfa til að hjálpa öðrum, heldur hjartað,“ segir Sigurður Árni að lokum en hann starfar sem kennari í dag. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Lögreglan Heilbrigðismál Geðheilbrigði Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Sigurður fjallar um þetta í aðsendri grein á Vísi í dag og vísar til atburða sem hafi átt sér stað síðustu daga sem hafi vakið upp í honum sársauka sem hann hélt að væri löngu farinn. Atvikin hafi orðið til þess að hann hafi rifjað upp minningar um sjálfsvíg ungs drengs sem hann taldi sig hafa grafið djúpt innra með sér. „En þannig virka áföll ekki. Þau liggja í dvala, eins og hljóð sem bíður þess að fá að bergmála aftur. Þegar eitthvað í umheiminum snertir sömu tíðni, vaknar það og líkaminn man það sem hugurinn reyndi að gleyma,“ segir Sigurður Árni í grein sinni. Hann rifjar það svo upp að hafa starfað sem lögreglumaður og það stolt sem hann hafði fyrir því starfi. Hann segir starfið hafa markað í sér djúp spor. Atvik sem situr djúpt „Ég vann lengi í lögreglunni og sá margt í mínu gamla starfi, en það er samt eitt atvik sem situr enn djúpt í mér. Það eru liðin um ellefu ár síðan atvikið átti sér stað. Ég var á vakt á höfuðborgarsvæðinu þegar útkall barst um manneskju í lífshættu. Við settum bláu ljósin á og ókum eins hratt og við máttum. Þegar við komum á vettvang, örfáum augnablikum á undan sjúkraflutningamönnunum, hlupum við inn í íbúðina. Þar blasti við okkur drengur á grunnskólaaldri sem hafði tekið eigið líf og systir hans hélt undir fætur hans og reyndi að bjarga honum,“ segir Sigurður Árni í grein sinni. Hann segist enn muna eftir lyktinni, þögninni á undan ópinu sem heyrðist og hvernig tíminn stöðvaðist. „Síðan komu ættingjar og faðirinn fyrstur. Ég sá hvernig hann brotnaði þegar hann áttaði sig á því hvað hafði gerst. Það hljóð sem kom frá honum var ekki grátur, heldur djúpt og hrátt hljóð sem fór í gegnum mann eins og raflost. En það sem ég gleymi aldrei er þegar hann hringdi í eiginkonu sína til að segja henni frá. Ég heyrði örvæntinguna í rödd hans og svo öskrið úr símanum þegar móðirin skildi hvað hann var að reyna að segja. Það hljóð hefur fylgt mér allar götur síðan.“ Örlögin að hann var til staðar fyrir fjölskylduna Hann segist oft hafa velt því fyrir sér eftir þetta atvik af hverju hann endaði á því að sinna ættingjum þessa unga drengs. Hann hafi verið reynslumikill lögreglumaður og samkvæmt verklagi frekar átt að vera annars staðar. „Það var eins og örlögin hefðu ráðið því að ég yrði sá sem sat eftir með fjölskyldunni, sá sem hlustaði, sá sem hélt ró þegar aðrir misstu tökin. Í dag velti ég því fyrir mér hvort það hafi kannski átt að vera þannig. Kannski var þetta ekki tilviljun heldur hluti af lífi mínu sem kennir mér enn í dag um mannleg tengsl, um sorg, og um það hvernig við bregðumst við þegar hjarta annars brotnar fyrir framan okkur,“ segir hann. Sigurður Árni segist hafa þerrað sín tár og haldið andliti. Hann hafi verið meðvitaður um að hann væri fagmanneskjan í þessum aðstæðum og hann hafi reynt að gera það sem rétt væri. Það hafi síðar kostað hann meira. Hann segir áfall ekki einungis vera það sem gerist á þeim tíma sem áfallið á sér stað heldur einnig það sem gerist innra með manneskjunni. Hann segir slík áföll og sársaukann sem þeim fylgir alltaf geta komið aftur fram, stundum þegar maður á síst von á. „Áföll í störfum eins og lögreglu eru sjaldnast einstök atvik. Þau hlaðast upp. Þau verða að ósögðum minningum sem safnast fyrir. Sem lögreglumenn verðum við alltof oft vitni að sorgum annarra, við höldum utan um þá sem brotna en gleymum að einhver þurfi líka að halda utan um okkur. Fagmennska er mikilvæg, en þegar hún verður varnarlag gegn eigin tilfinningum, þá byrjar hún að naga mann að innan,“ segir hann. Handleiðsla eigi að vera partur af starfinu Sigurður Árni segist ekki segja frá þessu til að fá vorkunn eða samúð, heldur sé hann að skrifa þetta vegna þess að hann veit að hann er ekki einn. „Ég veit að margir sem starfa í lögreglu, heilbrigðisþjónustu eða björgunarsveitum bera með sér reynslu sem þeir hafa aldrei fengið að vinna úr. Þeir hafa kyngt henni í þögn, í þeirri trú að það sé hluti af starfinu. En það er ekki hluti af starfinu, það er hluti af menningunni og menningu má breyta.“ Hann segir nauðsynlegt að tala um þessi atvik og áföll og að það verði skapað rými þar sem viðbragðsaðilar geta unnið úr sinni reynslu án þess að óttast fordóma eða vantraust. „Handleiðsla og sálræn eftirfylgni eiga ekki að vera forréttindi, þau eiga að vera hluti af starfsháttum. Því það sem ekki er nefnt með orðum verður að ósýnilegri byrði og enginn maður getur borið slíka ábyrgð einn til lengdar. Embættin og stjórnendur þurfa líka að axla ábyrgð. Það er ekki nóg að segja: „við bjóðum upp á stuðning“ ef menningin hvetur fólk til að vera harðbrjósta. Það þarf að breyta skilgreiningu fagmennskunnar sjálfrar til að hún felist ekki í því að halda öllu niðri heldur að viðurkenna mannleg mörk og hlúa að þeim. Það þarf að kenna mönnum að þögn sé ekki styrkur heldur stundum merki um sár sem ekki hefur fengið rödd,“ segir hann. Heyrir enn öskrin í aðstandendum Sigurður Árni segist enn heyra raddir aðstandenda drengsins í huga sér. „Þau hljóð sitja eftir, en í dag heyri ég þau öðruvísi. Ég heyri þau ekki með sekt eða sársauka, heldur með virðingu og mildi. Þau minna mig á hversu brothætt lífið er og hversu dýrmætt það er þegar við þorum að finna til. Því það er engin skömm að því að verða fyrir áhrifum. Það er sönnun þess að maður sé enn lifandi, enn manneskja.“ Hann segir áföll kenna manni að staldra við og fara dýpra. Þau opni á mannlegan skilning sem fólk myndi annars ekki ná. „Þau minna okkur á að þora að vera mjúk í hörðu starfi, því sannur styrkur felst í mannleikanum sjálfum. Því á endanum er það ekki harðneskjan sem gerir okkur hæfa til að hjálpa öðrum, heldur hjartað,“ segir Sigurður Árni að lokum en hann starfar sem kennari í dag. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Lögreglan Heilbrigðismál Geðheilbrigði Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira