Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar 18. október 2025 15:01 Flugrekstur á Íslandi er krefjandi en saga síðustu ára sýnir það svart á hvítu. Fjöldi íslenskra flugfélaga hefur farið í þrot, nú síðast Play. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru samtals þrjú flugfélög sem skipta höfuðmáli – Norwegian, SAS og Finnair – og hefur ýmislegt gengið á í rekstri þeirra á undanförnum árum. Hér á Íslandi er reksturinn enn erfiðari. Við erum fámenn þjóð og miklu minni markaður, veðurfar er ófyrirsjáanlegra og eldgos eru tíð. Það er því ekki sjálfgefið að hér starfi alþjóðlegt farþegaflugfélag. Á sama tíma erum við sem eyþjóð miklu háðari öflugum flugsamgöngum og eigum allt undir því að tengja Ísland við umheiminn. Við Íslendingar verðum því að vinna saman að því að skapa rekstrarhæft umhverfi fyrir íslensk flugfélög – ekki öfugt. Verkfall flugumferðarstjóra sem nú er boðað beinist fyrst og fremst að Icelandair, en afleiðingarnar munu ná langt út fyrir okkar fyrirtæki. Síðasta vinnustöðvun flugumferðarstjóra árið 2023 kostaði Icelandair um 700 milljónir króna og olli verulegu raski fyrir farþega, íslenska ferðaþjónustu og útflutning. Enginn þessara aðila var hluti af deilunni en þeir báru kostnaðinn. Við bætist að krónan er gríðarlega sterk um þessar mundir, sem gerir rekstur íslenskra flugfélaga, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina enn erfiðari. Flugfélög eru „verðtakar“ í flestum stærstu kostnaðarliðum – eldsneyti, lendingar- og flugleiðsögugjöldum og kaupum á flugvélum – og er allur þessi kostnaður ákvarðaður á alþjóðlegum mörkuðum. Um þessar mundir leggjum við hjá Icelandair höfuðáherslu á hagræðingu í rekstri og höfum þegar gripið til fjölmargra aðgerða í þeim kostnaðarliðum sem við höfum stjórn á. Ef við viljum tryggja framtíð íslensks flugrekstrar, verðum við að styrkja rekstrargrundvöllinn, ekki veikja hann. Verkfallið sem hefst væntanlega á morgun mun enn og aftur valda truflunum á leiðakerfi Icelandair og þar með raska ferðum okkar farþega sem og áætlunum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og útflutningsaðila. Tjónið lendir á þeim sem hafa enga aðkomu að deilunni. Það segir sig sjálft að slíkt er ekki boðlegt ár eftir ár. Það verður að leysa þessa deilu á skynsamlegum nótum en á sama tíma verða stjórnvöld og vinnumarkaðurinn að horfa til lengri tíma. Við verðum að koma okkur á sama stað og hin Norðurlöndin þar sem svigrúm til launahækkana byggir á stöðu útflutningsgreinanna og verkföll verða ekki boðuð ef kröfur eru fyrir utan þann ramma. Það gengur ekki lengur að fámennir hópar geti lokað landinu með launakröfum sem grunnatvinnuvegir þjóðarinnar standa ekki undir. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Bogi Nils Bogason Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Flugrekstur á Íslandi er krefjandi en saga síðustu ára sýnir það svart á hvítu. Fjöldi íslenskra flugfélaga hefur farið í þrot, nú síðast Play. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru samtals þrjú flugfélög sem skipta höfuðmáli – Norwegian, SAS og Finnair – og hefur ýmislegt gengið á í rekstri þeirra á undanförnum árum. Hér á Íslandi er reksturinn enn erfiðari. Við erum fámenn þjóð og miklu minni markaður, veðurfar er ófyrirsjáanlegra og eldgos eru tíð. Það er því ekki sjálfgefið að hér starfi alþjóðlegt farþegaflugfélag. Á sama tíma erum við sem eyþjóð miklu háðari öflugum flugsamgöngum og eigum allt undir því að tengja Ísland við umheiminn. Við Íslendingar verðum því að vinna saman að því að skapa rekstrarhæft umhverfi fyrir íslensk flugfélög – ekki öfugt. Verkfall flugumferðarstjóra sem nú er boðað beinist fyrst og fremst að Icelandair, en afleiðingarnar munu ná langt út fyrir okkar fyrirtæki. Síðasta vinnustöðvun flugumferðarstjóra árið 2023 kostaði Icelandair um 700 milljónir króna og olli verulegu raski fyrir farþega, íslenska ferðaþjónustu og útflutning. Enginn þessara aðila var hluti af deilunni en þeir báru kostnaðinn. Við bætist að krónan er gríðarlega sterk um þessar mundir, sem gerir rekstur íslenskra flugfélaga, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina enn erfiðari. Flugfélög eru „verðtakar“ í flestum stærstu kostnaðarliðum – eldsneyti, lendingar- og flugleiðsögugjöldum og kaupum á flugvélum – og er allur þessi kostnaður ákvarðaður á alþjóðlegum mörkuðum. Um þessar mundir leggjum við hjá Icelandair höfuðáherslu á hagræðingu í rekstri og höfum þegar gripið til fjölmargra aðgerða í þeim kostnaðarliðum sem við höfum stjórn á. Ef við viljum tryggja framtíð íslensks flugrekstrar, verðum við að styrkja rekstrargrundvöllinn, ekki veikja hann. Verkfallið sem hefst væntanlega á morgun mun enn og aftur valda truflunum á leiðakerfi Icelandair og þar með raska ferðum okkar farþega sem og áætlunum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og útflutningsaðila. Tjónið lendir á þeim sem hafa enga aðkomu að deilunni. Það segir sig sjálft að slíkt er ekki boðlegt ár eftir ár. Það verður að leysa þessa deilu á skynsamlegum nótum en á sama tíma verða stjórnvöld og vinnumarkaðurinn að horfa til lengri tíma. Við verðum að koma okkur á sama stað og hin Norðurlöndin þar sem svigrúm til launahækkana byggir á stöðu útflutningsgreinanna og verkföll verða ekki boðuð ef kröfur eru fyrir utan þann ramma. Það gengur ekki lengur að fámennir hópar geti lokað landinu með launakröfum sem grunnatvinnuvegir þjóðarinnar standa ekki undir. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun