Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 15:00 Áfangastaðurinn var Akureyrarflugvöllur en vegna bilunar í flugvélinni var henni lent á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Tryggvi Flugvél á vegum Heimsferða sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrarflugvallar í byrjun viku breytti um stefnu vegna vélarbilunar en ekki veðurs á áfangastað. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir að um misskilning hafi verið að ræða. Á mánudag var rætt við hjón í Svarfaðardal sem voru á leið heim frá Tenerife til Akureyrar með Heimsferðum sem nýtir sér flugþjónustu Neos. Fyrst var vélinni seinkað um um það bil sex klukkustundir og síðan þegar loks var haldið af stað til Íslands var tilkynnt að ekki yrði lent á Akureyrarflugvelli líkt og stóð til heldur í Keflavík. „Við vorum að fara með eldri borgara til Kanaríeyja á sunnudagsmorgun. Síðan var staðan á Akureyrarflugvelli þannig að það var svo mikill hliðarvindur í háloftunum. Svo í stað þess að fara um morguninn þá gátu þeir lent klukkan 11:10 og svo þurftu þeir að bíða eftir að vindinn lægði,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Flugvélin átti að taka á loft klukkan átta um morguninn en svo fór að ekki var lagt af stað fyrr en rúmlega tvö. Hún flaug til Kanaríeyja með farþegana og var síðan flogið yfir til Tenerife til að flytja hjónin Unni Valgeirsdóttur og Klemenz Bjarka Gunnarsson og aðra ferðalanga aftur til Akureyrar. Þess vegna hafi verið seinkun til að byrja með að sögn Tómasar. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ sagði Unnur á mánudag. Í svari við því segir Tómas hins vegar að um misskilning hafi verið að ræða. Á leiðinni heim hafi komið upp tæknilegir örðugleikar og þurfti flugmaðurinn að lenda á nærsta flugvelli öryggisins vegna. „Þegar um klukkustund var eftir til Akureyrar byrjaði viðvörunarljós að blikka í flugvélinni og var það mat flugstjórans að öruggast væri að forsvarsmenn Neos og sú ákvörðun að lenda í Keflavík hafi verið rétt metin. Í ljós kom bilun og þurfti því vélin að fara í skoðun,“ segir í skilaboðum sem Tómas sendi á farþegana fyrir hönd Heimsferða og biðst þar afsökunar á seinkuninni. Hann segir að útskýringar um slæm veðurskilyrði á Akureyri væru misskilningur. Vissulega hefðu verið slæm veðurskilyrði þegar vélin átti að fara af stað á sunnudagsmorgun en bilun í vélinni var ástæðan fyrir breyttum áfangastað. Tómas sagði engan hafa haft samband við Heimsferðir í kjölfar afsökunarbeiðninnar sem þau sendu á farþegana. Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Á mánudag var rætt við hjón í Svarfaðardal sem voru á leið heim frá Tenerife til Akureyrar með Heimsferðum sem nýtir sér flugþjónustu Neos. Fyrst var vélinni seinkað um um það bil sex klukkustundir og síðan þegar loks var haldið af stað til Íslands var tilkynnt að ekki yrði lent á Akureyrarflugvelli líkt og stóð til heldur í Keflavík. „Við vorum að fara með eldri borgara til Kanaríeyja á sunnudagsmorgun. Síðan var staðan á Akureyrarflugvelli þannig að það var svo mikill hliðarvindur í háloftunum. Svo í stað þess að fara um morguninn þá gátu þeir lent klukkan 11:10 og svo þurftu þeir að bíða eftir að vindinn lægði,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Flugvélin átti að taka á loft klukkan átta um morguninn en svo fór að ekki var lagt af stað fyrr en rúmlega tvö. Hún flaug til Kanaríeyja með farþegana og var síðan flogið yfir til Tenerife til að flytja hjónin Unni Valgeirsdóttur og Klemenz Bjarka Gunnarsson og aðra ferðalanga aftur til Akureyrar. Þess vegna hafi verið seinkun til að byrja með að sögn Tómasar. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ sagði Unnur á mánudag. Í svari við því segir Tómas hins vegar að um misskilning hafi verið að ræða. Á leiðinni heim hafi komið upp tæknilegir örðugleikar og þurfti flugmaðurinn að lenda á nærsta flugvelli öryggisins vegna. „Þegar um klukkustund var eftir til Akureyrar byrjaði viðvörunarljós að blikka í flugvélinni og var það mat flugstjórans að öruggast væri að forsvarsmenn Neos og sú ákvörðun að lenda í Keflavík hafi verið rétt metin. Í ljós kom bilun og þurfti því vélin að fara í skoðun,“ segir í skilaboðum sem Tómas sendi á farþegana fyrir hönd Heimsferða og biðst þar afsökunar á seinkuninni. Hann segir að útskýringar um slæm veðurskilyrði á Akureyri væru misskilningur. Vissulega hefðu verið slæm veðurskilyrði þegar vélin átti að fara af stað á sunnudagsmorgun en bilun í vélinni var ástæðan fyrir breyttum áfangastað. Tómas sagði engan hafa haft samband við Heimsferðir í kjölfar afsökunarbeiðninnar sem þau sendu á farþegana.
Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira