Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2025 13:32 Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna. Valdimar er upplýstur um mál tveggja starfsmanna sem urðu fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sem varð þess valdandi að annar þeirra er að höfða dómsmál gegn bænum til að fá greidd vangoldin laun, þrátt fyrir unna vinnu, og hinn sat uppi með skemmri veikindarétt þegar eiginmaður hennar veiktist og lést þar sem ekki var brugðist rétt við. Slík yfirlýsing í ljósi þess er ekki aðeins vanvirðing til okkar þolendur, heldur jafnréttisbaráttunnarinnar og réttindi kvenna í heild. Valdimar lýsti því yfir að málið væri ekki einfalt og horfa þyrfti á það frá mörgum hliðum. Það að gripið sé í brjóst starfsmanns, strokið um læri hans sem og að starfsmenn þurfi að sitja undir óvelkomnum kynferðislegum athugasemdum á vinnustað bæjarins er bannað samkvæmt íslenskum lögum. Það er ekkert flókið við það. Að henda síðan fram yfirlýsingum um samkennd, traust og ábyrgð gefur mér það að Valdimar treysti á gerandameðvirkni samfélagsins og þöggun þolenda og telur mál þessara tveggja einstaklinga ekki eiga eftir að skyggja á innihaldstómar yfirlýsingar og staðhæfingar hans um stöðu Hafnarfjarðabæjar í jafnréttismálum. Það að Valdimar sá ekki þörf á að standa betur að málinu, eða hafði löngun til að reyna ná sáttum við þolendur, og leyfði sér að varpa fram þeim orðum að „hann vonaðist til að við myndum ná sátt við málið“ sýnir að maðurinn hefur enga samkennd, skilning eða ábyrgð til þolenda kynferðislegs áreiti í starfi. Hann leyfir sér að segja að þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklinga heldur allt samfélagið og að jafnrétti bæti samfélagið allt aðeins einni viku fyrir fyrirtöku á ofangreindu máli gegn Hafnarfjarðarbæ fyrir Hérðasdómi Reykjaness þykir mér fremur kaldhæðnislegt. Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd. Höfundur er fyrrum starfsmaður Hafnarfjarðabæjar, þolandi kynferðislegs áreitis og meistaranemi í mannauðsstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna. Valdimar er upplýstur um mál tveggja starfsmanna sem urðu fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sem varð þess valdandi að annar þeirra er að höfða dómsmál gegn bænum til að fá greidd vangoldin laun, þrátt fyrir unna vinnu, og hinn sat uppi með skemmri veikindarétt þegar eiginmaður hennar veiktist og lést þar sem ekki var brugðist rétt við. Slík yfirlýsing í ljósi þess er ekki aðeins vanvirðing til okkar þolendur, heldur jafnréttisbaráttunnarinnar og réttindi kvenna í heild. Valdimar lýsti því yfir að málið væri ekki einfalt og horfa þyrfti á það frá mörgum hliðum. Það að gripið sé í brjóst starfsmanns, strokið um læri hans sem og að starfsmenn þurfi að sitja undir óvelkomnum kynferðislegum athugasemdum á vinnustað bæjarins er bannað samkvæmt íslenskum lögum. Það er ekkert flókið við það. Að henda síðan fram yfirlýsingum um samkennd, traust og ábyrgð gefur mér það að Valdimar treysti á gerandameðvirkni samfélagsins og þöggun þolenda og telur mál þessara tveggja einstaklinga ekki eiga eftir að skyggja á innihaldstómar yfirlýsingar og staðhæfingar hans um stöðu Hafnarfjarðabæjar í jafnréttismálum. Það að Valdimar sá ekki þörf á að standa betur að málinu, eða hafði löngun til að reyna ná sáttum við þolendur, og leyfði sér að varpa fram þeim orðum að „hann vonaðist til að við myndum ná sátt við málið“ sýnir að maðurinn hefur enga samkennd, skilning eða ábyrgð til þolenda kynferðislegs áreiti í starfi. Hann leyfir sér að segja að þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklinga heldur allt samfélagið og að jafnrétti bæti samfélagið allt aðeins einni viku fyrir fyrirtöku á ofangreindu máli gegn Hafnarfjarðarbæ fyrir Hérðasdómi Reykjaness þykir mér fremur kaldhæðnislegt. Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd. Höfundur er fyrrum starfsmaður Hafnarfjarðabæjar, þolandi kynferðislegs áreitis og meistaranemi í mannauðsstjórnun.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar