Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2025 13:32 Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna. Valdimar er upplýstur um mál tveggja starfsmanna sem urðu fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sem varð þess valdandi að annar þeirra er að höfða dómsmál gegn bænum til að fá greidd vangoldin laun, þrátt fyrir unna vinnu, og hinn sat uppi með skemmri veikindarétt þegar eiginmaður hennar veiktist og lést þar sem ekki var brugðist rétt við. Slík yfirlýsing í ljósi þess er ekki aðeins vanvirðing til okkar þolendur, heldur jafnréttisbaráttunnarinnar og réttindi kvenna í heild. Valdimar lýsti því yfir að málið væri ekki einfalt og horfa þyrfti á það frá mörgum hliðum. Það að gripið sé í brjóst starfsmanns, strokið um læri hans sem og að starfsmenn þurfi að sitja undir óvelkomnum kynferðislegum athugasemdum á vinnustað bæjarins er bannað samkvæmt íslenskum lögum. Það er ekkert flókið við það. Að henda síðan fram yfirlýsingum um samkennd, traust og ábyrgð gefur mér það að Valdimar treysti á gerandameðvirkni samfélagsins og þöggun þolenda og telur mál þessara tveggja einstaklinga ekki eiga eftir að skyggja á innihaldstómar yfirlýsingar og staðhæfingar hans um stöðu Hafnarfjarðabæjar í jafnréttismálum. Það að Valdimar sá ekki þörf á að standa betur að málinu, eða hafði löngun til að reyna ná sáttum við þolendur, og leyfði sér að varpa fram þeim orðum að „hann vonaðist til að við myndum ná sátt við málið“ sýnir að maðurinn hefur enga samkennd, skilning eða ábyrgð til þolenda kynferðislegs áreiti í starfi. Hann leyfir sér að segja að þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklinga heldur allt samfélagið og að jafnrétti bæti samfélagið allt aðeins einni viku fyrir fyrirtöku á ofangreindu máli gegn Hafnarfjarðarbæ fyrir Hérðasdómi Reykjaness þykir mér fremur kaldhæðnislegt. Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd. Höfundur er fyrrum starfsmaður Hafnarfjarðabæjar, þolandi kynferðislegs áreitis og meistaranemi í mannauðsstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna. Valdimar er upplýstur um mál tveggja starfsmanna sem urðu fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sem varð þess valdandi að annar þeirra er að höfða dómsmál gegn bænum til að fá greidd vangoldin laun, þrátt fyrir unna vinnu, og hinn sat uppi með skemmri veikindarétt þegar eiginmaður hennar veiktist og lést þar sem ekki var brugðist rétt við. Slík yfirlýsing í ljósi þess er ekki aðeins vanvirðing til okkar þolendur, heldur jafnréttisbaráttunnarinnar og réttindi kvenna í heild. Valdimar lýsti því yfir að málið væri ekki einfalt og horfa þyrfti á það frá mörgum hliðum. Það að gripið sé í brjóst starfsmanns, strokið um læri hans sem og að starfsmenn þurfi að sitja undir óvelkomnum kynferðislegum athugasemdum á vinnustað bæjarins er bannað samkvæmt íslenskum lögum. Það er ekkert flókið við það. Að henda síðan fram yfirlýsingum um samkennd, traust og ábyrgð gefur mér það að Valdimar treysti á gerandameðvirkni samfélagsins og þöggun þolenda og telur mál þessara tveggja einstaklinga ekki eiga eftir að skyggja á innihaldstómar yfirlýsingar og staðhæfingar hans um stöðu Hafnarfjarðabæjar í jafnréttismálum. Það að Valdimar sá ekki þörf á að standa betur að málinu, eða hafði löngun til að reyna ná sáttum við þolendur, og leyfði sér að varpa fram þeim orðum að „hann vonaðist til að við myndum ná sátt við málið“ sýnir að maðurinn hefur enga samkennd, skilning eða ábyrgð til þolenda kynferðislegs áreiti í starfi. Hann leyfir sér að segja að þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklinga heldur allt samfélagið og að jafnrétti bæti samfélagið allt aðeins einni viku fyrir fyrirtöku á ofangreindu máli gegn Hafnarfjarðarbæ fyrir Hérðasdómi Reykjaness þykir mér fremur kaldhæðnislegt. Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd. Höfundur er fyrrum starfsmaður Hafnarfjarðabæjar, þolandi kynferðislegs áreitis og meistaranemi í mannauðsstjórnun.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun