Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar 19. október 2025 11:00 Læknaeiðurinn, oft nefndur Hippokratesareiðurinn, hefur gjarnan verið notaður af þeim sem eru andvígir dánaraðstoð sem rök gegn því að læknar veiti hana. Þá er aðallega verið að vísa til fjögurra þátta sem eru: Bann við að gefa banvænt lyf: Í klassískum texta Hippokratesareiðsins segir að læknir skuli hvorki gefa banvænt lyf né ráðleggja slíkt, jafnvel þótt sjúklingur óski þess. Hlutverk læknis er að vernda líf: Læknar eiga samkvæmt eiðnum að bjarga lífi og milda þjáningu, ekki binda enda á líf sjúklinga. Að taka virkan þátt í andláti getur talist andstætt þessari grunnskyldu. Dregur úr trausti sjúklings til læknisins: Sumir óttast að ef læknum sé heimilt að framkvæma dánaraðstoð, geti það grafið undan trausti sjúklinga, einkum hjá viðkvæmum einstaklingum sem óttast að verða byrði. Hætta á siðferðilegri útvötnun: Sumir telja að ef vikið verði frá grundvallarreglunni um að læknir megi ekki veita aðstoð við að deyja, gæti það veikt fagleg og siðferðileg mörk fagstéttarinnar. Þó svo að læknaeiðurinn sé mikilvægur, hefur vægi hans í umræðunni um dánaraðstoð minnkað. Innihald eiðsins og túlkun hans hafa tekið breytingum í takt við þróun samfélags og siðfræði. Hér eru nokkur dæmi: Nútímalegar útgáfur eiðsins: Flestir læknar sverja ekki lengur hinn forna Hippokratesareið óbreyttan. Hann hefur verið endurskrifaður í takt við samtímann og leggur nú áherslu á velferð sjúklings, virðingu, sjálfræði og að forðast skaða, en ekki beinlínis á bann við dánaraðstoð. Áhersla á að forðast skaða: Það getur valdið meiri skaða að gefa ekki dauðvona einstaklingi, sem vill deyja á sínum forsendum, kost á dánaraðstoð, frekar en að aðstoða hann eingöngu við að þola það sem eftir er. Þegar samfélagið neitar sjúklingum um stuðning við að taka þessa ákvörðun um eigin lífslok er það í raun að valda skaða. Sjálfræði sjúklings og virðing: Læknaeiðurinn leggur áherslu á að læknir starfi í þágu sjúklings. Ef engin von er um bata og sjúklingur upplifir óbærilegar þjáningar og óskar dánaraðstoðar, er það rökrétt ályktun að læknirinn uppfylli skyldu sína með því að virða þann vilja. Breytt hlutverk lækna: Læknar eru ekki lengur aðeins í því að lækna eða líkna heldur hafa þeir gengið lengra en það um langt skeið. Þeir veita sem dæmi meðferðir sem beinast fyrst og fremst að vellíðan eða útliti sbr. botox, sílikon, fylliefni o.s.frv. Auk þess er þungunarrof leyft til loka 22. viku. Í ljósi þess má rökstyðja að aðstoð við að deyja sé rökrétt framhald af þróun þar sem vilji og velferðsjúklings er í öndvegi. Síðareglur Læknafélags Íslands og Genfaryfirlýsingin Síðareglur Læknafélags Íslands (Codex Ethicus), síðast uppfærðar árið 2021, leggja í meginreglum sínum áherslu á að hafa „mannvirðingu ávallt í fyrirrúmi, það er velferð, mannhelgi og sjálfræði sjúklinga“ (meginregla I). Í meginreglu V segir: „Veitum sjúklingum upplýsingar og fræðslu og virðum sjálfsákvörðunarrétt þeirra.“ Í BS ritgerð Brynhildar K. Ásgeirsdóttir frá 2021 voru rök þeirra lækna sem vildu heimila dánaraðstoð einmitt að „sjálfræði yfir eigin lífi allt til hins síðasta“ væri „eitt mikilvægasta siðferðisverðmæti hverrar persónu“. Í Genfaryfirlýsingunni frá 2017, sem er alþjóðlegur læknaeiður nútímans,segir m.a. „ÉG MUN HAFA HEILBRIGÐI og vellíðan sjúklinga minna í fyrirrúmi“ og „ÉG MUN VIRÐA sjálfræði og mannlega reisn sjúklinga minna.“ Í 24. gr. laga um réttindi sjúklinga segir jafnframt: „Dauðvona sjúklingur hefur rétt til að deyja með reisn.“ En hvað felst í því að „deyja með reisn“? Hver á að ákveða það, ef ekki sjúklingurinn sjálfur, svo lengi sem fyrir því eru siðferðilega réttmætt rök sem almennt má samþykkja? Hvers vegna óttumst við að leyfa sjúklingum að velja? Breytt samhengi eiðsins Benda má á að dánaraðstoð er nú heimiluð í átta Evrópulöndum, á eyjunni Mön, tólf ríkjum Bandaríkjanna, Kanada og í fimm löndum í Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Fleiri ríki munu að öllum líkindum lögleiða dánaraðstoð á næstu árum. Það vekur upp spurninguna hvort allir læknar í þessum löndum séu að brjóta gegn læknaeiðnum eða hvort eiðurinn hafi einfaldlega fengið nýja merkingu í ljósi breyttra aðstæðna og gildismats? Opinber stefna bandaríska læknafélagsins (American Medical Association, AMA) er áfram að vera andvíg lögleiðingu dánaraðstoðar. Hins vegar birti Siðfræðiráð AMA skýrslu og fulltrúadeild félagsins samþykkti orðalag árið 2019 sem viðurkennir að einstakir læknar geti, á grundvelli eigin samvisku, annaðhvort veitt aðstoð við að deyja eða hafnað þátttöku án þess að brjóta gegn faglegum skyldum sínum. Með þessu heldur AMA áfram formlegri andstöðu sinni við lögleiðingu dánaraðstoðar en játar jafnframt að meðal félagsmanna sé fjölbreytt afstaða. Breska læknafélagið (BMA) tók árið 2021 upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar og kanadíska læknafélagið (CMA) styður dánaraðstoð en leggur einnig áherslu á rétt lækna til að fylgja sinni samvisku. Læknaeiðurinn útilokar ekki dánaraðstoð Læknaeiðurinn er ekki óumbreytanleg fyrirmæli heldur lifandi texti sem hefur þróast í takt við samfélag, siðfræði og læknisfræði. Spurningin er ekki hvort dánaraðstoð brjóti gegn eiðnum, heldur frekar hvernig við viljum túlka þau betrumbættu viðmið læknisstarfsins sem við notumst við í dag. Viljum við lesa þau sem bannorð um lífið sjálft eða sem skuldbindingu til að virða reisn, sjálfræði og velferð sjúklings fram yfir allt? Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Læknaeiðurinn, oft nefndur Hippokratesareiðurinn, hefur gjarnan verið notaður af þeim sem eru andvígir dánaraðstoð sem rök gegn því að læknar veiti hana. Þá er aðallega verið að vísa til fjögurra þátta sem eru: Bann við að gefa banvænt lyf: Í klassískum texta Hippokratesareiðsins segir að læknir skuli hvorki gefa banvænt lyf né ráðleggja slíkt, jafnvel þótt sjúklingur óski þess. Hlutverk læknis er að vernda líf: Læknar eiga samkvæmt eiðnum að bjarga lífi og milda þjáningu, ekki binda enda á líf sjúklinga. Að taka virkan þátt í andláti getur talist andstætt þessari grunnskyldu. Dregur úr trausti sjúklings til læknisins: Sumir óttast að ef læknum sé heimilt að framkvæma dánaraðstoð, geti það grafið undan trausti sjúklinga, einkum hjá viðkvæmum einstaklingum sem óttast að verða byrði. Hætta á siðferðilegri útvötnun: Sumir telja að ef vikið verði frá grundvallarreglunni um að læknir megi ekki veita aðstoð við að deyja, gæti það veikt fagleg og siðferðileg mörk fagstéttarinnar. Þó svo að læknaeiðurinn sé mikilvægur, hefur vægi hans í umræðunni um dánaraðstoð minnkað. Innihald eiðsins og túlkun hans hafa tekið breytingum í takt við þróun samfélags og siðfræði. Hér eru nokkur dæmi: Nútímalegar útgáfur eiðsins: Flestir læknar sverja ekki lengur hinn forna Hippokratesareið óbreyttan. Hann hefur verið endurskrifaður í takt við samtímann og leggur nú áherslu á velferð sjúklings, virðingu, sjálfræði og að forðast skaða, en ekki beinlínis á bann við dánaraðstoð. Áhersla á að forðast skaða: Það getur valdið meiri skaða að gefa ekki dauðvona einstaklingi, sem vill deyja á sínum forsendum, kost á dánaraðstoð, frekar en að aðstoða hann eingöngu við að þola það sem eftir er. Þegar samfélagið neitar sjúklingum um stuðning við að taka þessa ákvörðun um eigin lífslok er það í raun að valda skaða. Sjálfræði sjúklings og virðing: Læknaeiðurinn leggur áherslu á að læknir starfi í þágu sjúklings. Ef engin von er um bata og sjúklingur upplifir óbærilegar þjáningar og óskar dánaraðstoðar, er það rökrétt ályktun að læknirinn uppfylli skyldu sína með því að virða þann vilja. Breytt hlutverk lækna: Læknar eru ekki lengur aðeins í því að lækna eða líkna heldur hafa þeir gengið lengra en það um langt skeið. Þeir veita sem dæmi meðferðir sem beinast fyrst og fremst að vellíðan eða útliti sbr. botox, sílikon, fylliefni o.s.frv. Auk þess er þungunarrof leyft til loka 22. viku. Í ljósi þess má rökstyðja að aðstoð við að deyja sé rökrétt framhald af þróun þar sem vilji og velferðsjúklings er í öndvegi. Síðareglur Læknafélags Íslands og Genfaryfirlýsingin Síðareglur Læknafélags Íslands (Codex Ethicus), síðast uppfærðar árið 2021, leggja í meginreglum sínum áherslu á að hafa „mannvirðingu ávallt í fyrirrúmi, það er velferð, mannhelgi og sjálfræði sjúklinga“ (meginregla I). Í meginreglu V segir: „Veitum sjúklingum upplýsingar og fræðslu og virðum sjálfsákvörðunarrétt þeirra.“ Í BS ritgerð Brynhildar K. Ásgeirsdóttir frá 2021 voru rök þeirra lækna sem vildu heimila dánaraðstoð einmitt að „sjálfræði yfir eigin lífi allt til hins síðasta“ væri „eitt mikilvægasta siðferðisverðmæti hverrar persónu“. Í Genfaryfirlýsingunni frá 2017, sem er alþjóðlegur læknaeiður nútímans,segir m.a. „ÉG MUN HAFA HEILBRIGÐI og vellíðan sjúklinga minna í fyrirrúmi“ og „ÉG MUN VIRÐA sjálfræði og mannlega reisn sjúklinga minna.“ Í 24. gr. laga um réttindi sjúklinga segir jafnframt: „Dauðvona sjúklingur hefur rétt til að deyja með reisn.“ En hvað felst í því að „deyja með reisn“? Hver á að ákveða það, ef ekki sjúklingurinn sjálfur, svo lengi sem fyrir því eru siðferðilega réttmætt rök sem almennt má samþykkja? Hvers vegna óttumst við að leyfa sjúklingum að velja? Breytt samhengi eiðsins Benda má á að dánaraðstoð er nú heimiluð í átta Evrópulöndum, á eyjunni Mön, tólf ríkjum Bandaríkjanna, Kanada og í fimm löndum í Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Fleiri ríki munu að öllum líkindum lögleiða dánaraðstoð á næstu árum. Það vekur upp spurninguna hvort allir læknar í þessum löndum séu að brjóta gegn læknaeiðnum eða hvort eiðurinn hafi einfaldlega fengið nýja merkingu í ljósi breyttra aðstæðna og gildismats? Opinber stefna bandaríska læknafélagsins (American Medical Association, AMA) er áfram að vera andvíg lögleiðingu dánaraðstoðar. Hins vegar birti Siðfræðiráð AMA skýrslu og fulltrúadeild félagsins samþykkti orðalag árið 2019 sem viðurkennir að einstakir læknar geti, á grundvelli eigin samvisku, annaðhvort veitt aðstoð við að deyja eða hafnað þátttöku án þess að brjóta gegn faglegum skyldum sínum. Með þessu heldur AMA áfram formlegri andstöðu sinni við lögleiðingu dánaraðstoðar en játar jafnframt að meðal félagsmanna sé fjölbreytt afstaða. Breska læknafélagið (BMA) tók árið 2021 upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar og kanadíska læknafélagið (CMA) styður dánaraðstoð en leggur einnig áherslu á rétt lækna til að fylgja sinni samvisku. Læknaeiðurinn útilokar ekki dánaraðstoð Læknaeiðurinn er ekki óumbreytanleg fyrirmæli heldur lifandi texti sem hefur þróast í takt við samfélag, siðfræði og læknisfræði. Spurningin er ekki hvort dánaraðstoð brjóti gegn eiðnum, heldur frekar hvernig við viljum túlka þau betrumbættu viðmið læknisstarfsins sem við notumst við í dag. Viljum við lesa þau sem bannorð um lífið sjálft eða sem skuldbindingu til að virða reisn, sjálfræði og velferð sjúklings fram yfir allt? Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun