Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar 13. október 2025 12:31 Nú þegar mesta fréttastorminn hefur lægt er kominn tími á yfirvegaða umræðu. Sannleikurinn er sá að í mörg ár hafa stjórnvöld og samfélagið brugðist ungmennum í vanda og fjölskyldum þeirra með skelfilegum afleiðingum. Við þurfum ekki að horfa lengra en til brunans á Stuðlum, þar sem ungmenni lést á ríkisstofnun, til að sjá að kerfið er löngu farið að bresta eins og jarðskorpan á Suðurnesjum og á endanum varð eitthvað undan að láta og núna er það eins opin gossprunga. Meira í orði en á borði Loforðum hefur verið slengt fram og „flugeldasýningar“ haldnar þegar viljayfirlýsingar eru undirritaðar, en áformin enda oft á sama stað: ofan í skúffu. Nærtækasta dæmið er opnun Farsældartúns í Mosfellsbæ, fjórum dögum fyrir kosningar 2024, þar sem „keisarinn reyndist ekki vera í neinum fötum.“ Staðurinn stóðst ekki öryggiskröfur, sem er beinlínis kaldhæðislegt í ljósi þess að bruninn á Stuðlum hafði þá þegar átt sér stað. Þótt hann hafi nú verið opnaður aftur að hluta fyrir tvo skjólstæðinga breytir það ekki því að sorgarsagan nær einnig til áforma um sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ. Þar strandaði verkefnið á deilum um gatnagerðargjöld upp á 100–150 milljónir króna eftir undirritun í desember 2018. Hvað má líf olnbogabarns kosta? Röddin sem vakti þjóðina Það var ekki fyrr en tvær mæður komu fram í Bítinu á Bylgjunni þann 7. október og lýstu yfir áformum sínum um að fara með syni sína til Suður-Afríku í meðferð sem alvöru umræða hófst. Ég skil þær fullkomlega, því ég þekki þennan heim beggja vegna borðsins. Ég var sjálfur olnbogabarn og barnavernd rændi mig æskunni. Vert er samt að minnast þess í gegnum áratugina að margar tilraunir hafa verið gerðar til að vekja máls á málaflokknum og er undirritaður einn af þeim. Ein móðirin lýsti fáránleika kerfisins síðar á RÚV með þessum orðum: „Greyið barnaverndarstarfsmennirnir, það er aldrei neitt nóg þegar þau eru að reyna að selja Barna- og fjölskyldustofu það að þau þurfi úrræði. Þetta fólk er eins og fasteignasalar, að reyna að selja þeim að vandi barnsins sem þau eru með sé það mikill að þau þurfi úrræði.“ Mæðurnar voru líka skýrar um hvar ábyrgðin lægi: „Ég segi að þetta séu stjórnendur hjá Barna- og fjölskyldustofu og að þetta liggi algjörlega í þeirra höndum en líka sitjandi ráðherra á hverjum tíma.“ Ábyrgð ráðherra frá 1995 – flakk málaflokksins Þessi ábending um ábyrgð sitjandi ráðherra er kjarni málsins. Hér er tímalína yfir þá ráðherra sem hafa borið ábyrgð á félags- og barnaverndarmálum frá árinu 1995, en hún sýnir glögglega hið pólitíska flakk málaflokksins og hverjir það eru sem bera ábyrgð á því hvernig komið er fyrir málaflokknum. Það er orðið lítið um afsakanir í dag hjá þessum flokkum þegar kemur að þessum málaflokki: 1995–2003: Páll Pétursson (Framsóknarflokkurinn) 2003–2006: Árni Magnússon (Framsóknarflokkurinn) 2006–2007: Magnús Stefánsson (Framsóknarflokkurinn) (Jón Kristjánsson gegndi embættinu í stuttan tíma 2006). 2007–2009: Jóhanna Sigurðardóttir (Samfylkingin) 2009–2010: Árni Páll Árnason (Samfylkingin) (Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir gegndi embættinu í stuttan tíma 2009). 2010–2013: Guðbjartur Hannesson (Samfylkingin) 2013–2017: Eygló Harðardóttir (Framsóknarflokkurinn) 2017 (jan–nóv): Þorsteinn Víglundsson (Viðreisn) 2017–2024: Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokki) 2024 -21. desember til 20. mars 2025: Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flokki fólksins) 2024 – núverandi: Guðmundur Ingi Kristinsson Þessi langi listi sýnir hvernig ábyrgðin hefur dreifst á fjölda ráðherra úr fimm ólíkum stjórnmálaflokkum og hve oft málaflokkurinn hefur skipt um hendur sýnir samt, svo ekki sé umvillst, að hann hefur mest verið á hendi flokka sem teljast vinstri, sem hlýtur teljast athyglisvert í ljósi þess að þetta eru flokkar sem eru sagðir standa vörð um okkar minnstu bræður og systur í samfélaginu. Veruleikinn á gólfinu Á meðan stjórnendur sitja í fílabeinsturnum er veruleikinn á gólfinu annar. Ég starfaði á Stuðlum í næstum 17 ár og veit að þetta getur verið hættulegt starf þar sem ráðist er á starfsfólk og það skaðast á líkama og sál. Þú mátt láta berja þig í klessu með valdheimildir sem eru ekki meiri en í félagsmiðstöð, jafnvel þótt þú eigir við einstaklinga með ofbeldissögu. Svo koma eftirlitsaðilar í lakkskóm – fólk sem þekkir þennan heim aðeins úr bókum – með stækkunargler í hendi í leit að sökudólgum og spyrja: „Varstu að brjóta á réttindum barnsins?“ Þú færð réttarstöðu sakbornings, jafnvel þótt þú hafir lagt líf þitt í hættu við að bjarga barni úr eldsvoða. Og þetta er ekki saga úr bók. Eftir brunann á Stuðlum stóð starfsmaður eftir með reykeitrun, lífið í rúst og stöðu sakbornings í meira en ár. Forgangsröðun og kerfisgallar Þetta er okkur sem þjóð til skammar. Forgangsröðunin er röng. Áform eru um að byggja nýtt fangelsi fyrir erlenda fanga fyrir 25-30 milljarða. Kostnaður við 155 fanga í gæslu og afplánun (að undanskildum 63 vegna útlendingalaga) er um 3.111.625.000 kr., miðað við að dagurinn kosti 55.000 kr. Heildarrekstur fangelsismála er 6 milljarðar. Ef við notuðum aðeins þessa 3 milljarða gætum við byggt sérhæfð meðferðarheimili. Vandamálið er að fólk án nokkurrar jarðtengingar markar stefnuna. Eftir Breiðavíkurmálið var heimilum eins og Háholti í Skagafirði lokað í taugaveiklunarkasti. Á sama tíma er úrræði fyrir börn með alvarlegasta vandann, Stuðlar, staðsett 200–300 metrum frá einum fjölfarnasta skemmtistað landsins. Við myndum ekki staðsetja meðferðarheimili fyrir fullorðna alkóhólista nokkrum metrum frá næsta bar. Í öllum samanburðarlöndum er meðferð höfð lengst frá freistingum. Stormur í aðsigi: Samfélag á heljarþröm Ef við höfum ekki gott þjónustukerfi til að bregðast við stefnum við í sömu átt og Svíar. Viðvörunarbjöllurnar hringja nú þegar: PISA-niðurstöður (2022): 47% drengja og 32% stúlkna ná ekki grunnhæfni í lesskilningi. Ungt fólk utan kerfis (des. 2022): 3.000 ungmenni (16–24 ára) á höfuðborgarsvæðinu voru hvorki í námi né vinnu. Ungir öryrkjar (2017): 5.370 manns undir fertugu voru með 75% eða meira örorkumat, flestir á aldrinum 20-30 ára vegna geðraskana. Það eru fleiri en íbúar í Fjarðarbyggð Þessi vandi einkennist af öðrum áskorunum. Íbúum landsins hefur fjölgað um 100.000 á 20 árum, þar af 50.000 síðan 2017, á sama tíma og fæðingartíðni lækkar. Þjónustukerfin okkar ráða ekki við þetta. Dæmi eiginkonu minnar, deildarstjóra á leikskóla þar sem 13 tungumál eru töluð meðal 15 barna, sýnir þessa áskorun í hnotskurn. Það kemur því ekki á óvart að brottfall innflytjenda úr framhaldsskóla sé áhyggjuefni. Samkvæmt Hagstofunni (2021) var útskriftarhlutfall þeirra sem fluttu til landsins 7 ára eða eldri aðeins 36,7%, samanborið við 70,9% meðal nemenda án erlends bakgrunns. Þetta er uppskrift að stéttskiptingu og glæpum. Vaknið: Ábyrgð og lausnir Kerfið er á heljarþröm. Lausnin er ekki aðeins að stilla börnum upp bak við skrifborð hjá geðlæknum og sálfræðingum; þau þurfa úrræði eins og Fjölsmiðjuna sem gefa þeim tilgang. Eins og haft er eftir mæðrunum: „Það er komið gott af því að slá ryki í augu fólks. Það er heldur betur eitthvað mikið að í kerfinu.“ Við verðum að styrkja stoðkerfin okkar til muna. Það þarf að hlusta á fólkið á gólfinu og þá sem hafa staðið beggja vegna borðsins. Kannski er kominn tími til að endurreisa Félag íslenskra uppeldis- og meðferðaraðila (FÍUM) og bjóða fangavörðum og aðstandendum fanga til liðs við okkur. Við verðum að axla ábyrgð – og það strax. Undirritaður er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar mesta fréttastorminn hefur lægt er kominn tími á yfirvegaða umræðu. Sannleikurinn er sá að í mörg ár hafa stjórnvöld og samfélagið brugðist ungmennum í vanda og fjölskyldum þeirra með skelfilegum afleiðingum. Við þurfum ekki að horfa lengra en til brunans á Stuðlum, þar sem ungmenni lést á ríkisstofnun, til að sjá að kerfið er löngu farið að bresta eins og jarðskorpan á Suðurnesjum og á endanum varð eitthvað undan að láta og núna er það eins opin gossprunga. Meira í orði en á borði Loforðum hefur verið slengt fram og „flugeldasýningar“ haldnar þegar viljayfirlýsingar eru undirritaðar, en áformin enda oft á sama stað: ofan í skúffu. Nærtækasta dæmið er opnun Farsældartúns í Mosfellsbæ, fjórum dögum fyrir kosningar 2024, þar sem „keisarinn reyndist ekki vera í neinum fötum.“ Staðurinn stóðst ekki öryggiskröfur, sem er beinlínis kaldhæðislegt í ljósi þess að bruninn á Stuðlum hafði þá þegar átt sér stað. Þótt hann hafi nú verið opnaður aftur að hluta fyrir tvo skjólstæðinga breytir það ekki því að sorgarsagan nær einnig til áforma um sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ. Þar strandaði verkefnið á deilum um gatnagerðargjöld upp á 100–150 milljónir króna eftir undirritun í desember 2018. Hvað má líf olnbogabarns kosta? Röddin sem vakti þjóðina Það var ekki fyrr en tvær mæður komu fram í Bítinu á Bylgjunni þann 7. október og lýstu yfir áformum sínum um að fara með syni sína til Suður-Afríku í meðferð sem alvöru umræða hófst. Ég skil þær fullkomlega, því ég þekki þennan heim beggja vegna borðsins. Ég var sjálfur olnbogabarn og barnavernd rændi mig æskunni. Vert er samt að minnast þess í gegnum áratugina að margar tilraunir hafa verið gerðar til að vekja máls á málaflokknum og er undirritaður einn af þeim. Ein móðirin lýsti fáránleika kerfisins síðar á RÚV með þessum orðum: „Greyið barnaverndarstarfsmennirnir, það er aldrei neitt nóg þegar þau eru að reyna að selja Barna- og fjölskyldustofu það að þau þurfi úrræði. Þetta fólk er eins og fasteignasalar, að reyna að selja þeim að vandi barnsins sem þau eru með sé það mikill að þau þurfi úrræði.“ Mæðurnar voru líka skýrar um hvar ábyrgðin lægi: „Ég segi að þetta séu stjórnendur hjá Barna- og fjölskyldustofu og að þetta liggi algjörlega í þeirra höndum en líka sitjandi ráðherra á hverjum tíma.“ Ábyrgð ráðherra frá 1995 – flakk málaflokksins Þessi ábending um ábyrgð sitjandi ráðherra er kjarni málsins. Hér er tímalína yfir þá ráðherra sem hafa borið ábyrgð á félags- og barnaverndarmálum frá árinu 1995, en hún sýnir glögglega hið pólitíska flakk málaflokksins og hverjir það eru sem bera ábyrgð á því hvernig komið er fyrir málaflokknum. Það er orðið lítið um afsakanir í dag hjá þessum flokkum þegar kemur að þessum málaflokki: 1995–2003: Páll Pétursson (Framsóknarflokkurinn) 2003–2006: Árni Magnússon (Framsóknarflokkurinn) 2006–2007: Magnús Stefánsson (Framsóknarflokkurinn) (Jón Kristjánsson gegndi embættinu í stuttan tíma 2006). 2007–2009: Jóhanna Sigurðardóttir (Samfylkingin) 2009–2010: Árni Páll Árnason (Samfylkingin) (Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir gegndi embættinu í stuttan tíma 2009). 2010–2013: Guðbjartur Hannesson (Samfylkingin) 2013–2017: Eygló Harðardóttir (Framsóknarflokkurinn) 2017 (jan–nóv): Þorsteinn Víglundsson (Viðreisn) 2017–2024: Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokki) 2024 -21. desember til 20. mars 2025: Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flokki fólksins) 2024 – núverandi: Guðmundur Ingi Kristinsson Þessi langi listi sýnir hvernig ábyrgðin hefur dreifst á fjölda ráðherra úr fimm ólíkum stjórnmálaflokkum og hve oft málaflokkurinn hefur skipt um hendur sýnir samt, svo ekki sé umvillst, að hann hefur mest verið á hendi flokka sem teljast vinstri, sem hlýtur teljast athyglisvert í ljósi þess að þetta eru flokkar sem eru sagðir standa vörð um okkar minnstu bræður og systur í samfélaginu. Veruleikinn á gólfinu Á meðan stjórnendur sitja í fílabeinsturnum er veruleikinn á gólfinu annar. Ég starfaði á Stuðlum í næstum 17 ár og veit að þetta getur verið hættulegt starf þar sem ráðist er á starfsfólk og það skaðast á líkama og sál. Þú mátt láta berja þig í klessu með valdheimildir sem eru ekki meiri en í félagsmiðstöð, jafnvel þótt þú eigir við einstaklinga með ofbeldissögu. Svo koma eftirlitsaðilar í lakkskóm – fólk sem þekkir þennan heim aðeins úr bókum – með stækkunargler í hendi í leit að sökudólgum og spyrja: „Varstu að brjóta á réttindum barnsins?“ Þú færð réttarstöðu sakbornings, jafnvel þótt þú hafir lagt líf þitt í hættu við að bjarga barni úr eldsvoða. Og þetta er ekki saga úr bók. Eftir brunann á Stuðlum stóð starfsmaður eftir með reykeitrun, lífið í rúst og stöðu sakbornings í meira en ár. Forgangsröðun og kerfisgallar Þetta er okkur sem þjóð til skammar. Forgangsröðunin er röng. Áform eru um að byggja nýtt fangelsi fyrir erlenda fanga fyrir 25-30 milljarða. Kostnaður við 155 fanga í gæslu og afplánun (að undanskildum 63 vegna útlendingalaga) er um 3.111.625.000 kr., miðað við að dagurinn kosti 55.000 kr. Heildarrekstur fangelsismála er 6 milljarðar. Ef við notuðum aðeins þessa 3 milljarða gætum við byggt sérhæfð meðferðarheimili. Vandamálið er að fólk án nokkurrar jarðtengingar markar stefnuna. Eftir Breiðavíkurmálið var heimilum eins og Háholti í Skagafirði lokað í taugaveiklunarkasti. Á sama tíma er úrræði fyrir börn með alvarlegasta vandann, Stuðlar, staðsett 200–300 metrum frá einum fjölfarnasta skemmtistað landsins. Við myndum ekki staðsetja meðferðarheimili fyrir fullorðna alkóhólista nokkrum metrum frá næsta bar. Í öllum samanburðarlöndum er meðferð höfð lengst frá freistingum. Stormur í aðsigi: Samfélag á heljarþröm Ef við höfum ekki gott þjónustukerfi til að bregðast við stefnum við í sömu átt og Svíar. Viðvörunarbjöllurnar hringja nú þegar: PISA-niðurstöður (2022): 47% drengja og 32% stúlkna ná ekki grunnhæfni í lesskilningi. Ungt fólk utan kerfis (des. 2022): 3.000 ungmenni (16–24 ára) á höfuðborgarsvæðinu voru hvorki í námi né vinnu. Ungir öryrkjar (2017): 5.370 manns undir fertugu voru með 75% eða meira örorkumat, flestir á aldrinum 20-30 ára vegna geðraskana. Það eru fleiri en íbúar í Fjarðarbyggð Þessi vandi einkennist af öðrum áskorunum. Íbúum landsins hefur fjölgað um 100.000 á 20 árum, þar af 50.000 síðan 2017, á sama tíma og fæðingartíðni lækkar. Þjónustukerfin okkar ráða ekki við þetta. Dæmi eiginkonu minnar, deildarstjóra á leikskóla þar sem 13 tungumál eru töluð meðal 15 barna, sýnir þessa áskorun í hnotskurn. Það kemur því ekki á óvart að brottfall innflytjenda úr framhaldsskóla sé áhyggjuefni. Samkvæmt Hagstofunni (2021) var útskriftarhlutfall þeirra sem fluttu til landsins 7 ára eða eldri aðeins 36,7%, samanborið við 70,9% meðal nemenda án erlends bakgrunns. Þetta er uppskrift að stéttskiptingu og glæpum. Vaknið: Ábyrgð og lausnir Kerfið er á heljarþröm. Lausnin er ekki aðeins að stilla börnum upp bak við skrifborð hjá geðlæknum og sálfræðingum; þau þurfa úrræði eins og Fjölsmiðjuna sem gefa þeim tilgang. Eins og haft er eftir mæðrunum: „Það er komið gott af því að slá ryki í augu fólks. Það er heldur betur eitthvað mikið að í kerfinu.“ Við verðum að styrkja stoðkerfin okkar til muna. Það þarf að hlusta á fólkið á gólfinu og þá sem hafa staðið beggja vegna borðsins. Kannski er kominn tími til að endurreisa Félag íslenskra uppeldis- og meðferðaraðila (FÍUM) og bjóða fangavörðum og aðstandendum fanga til liðs við okkur. Við verðum að axla ábyrgð – og það strax. Undirritaður er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar