Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar 13. október 2025 12:01 Í síðustu viku skrifaði þingmaður í stjórnarmeirihluta grein um íslenska menntakerfið. Menntakerfi í fremstu röð. Hann vildi meina að menntakerfið væri framúrskarandi. Hann vildi einnig meina að það sé öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning. Þingmaðurinn nefnir líka að það sé mikilvægt að Menntamálaráðuneytið tryggi að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur. Framúrskarandi menntakerfi og eftirlit Þessar staðhæfingar um menntakerfið voru þannig að mér hreinlega brá. Þær gefa það til að kynna að við séum á réttri leið eða á góðum stað. Staðan er hins vegar skýr, það þarf ekki að fylgjast ítarlega með umræðu um menntakerfið til þess að átta sig á að þar eru hlutirnir ekki eins og við viljum hafa þá. Það liggur við að það skipti ekki máli í hvaða þætti menntakerfisins er litið að þar er nákvæmlega ekkert framúrskarandi nema mögulega mannauðurinn í starfsfólkinu og börnunum. Umfjöllunin hefur verið umfangsmikil og ítarleg. Þar kemur fram meðal annars að það vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi. Í könnun Lesmáls á þessu ári kemur fram að meira en þriðjungur drengja og um fjórðungur stúlkna í 2. bekk uppfyllir ekki viðmið í skólum Reykjavíkurborgar. Frá 2021 hafði verið stöðug hnigunin í fjölda þeirra sem höfðu aldurssvarandi færni í lestri. Soffía Ámundadóttir nefndi það í viðtali við Morgunblaðið fyrr á þessu ári að ofbeldi væri að aukast og verða alvarlegra og á viðtali í Bítinu í febrúar á þessu ári fullyrti hún að við værum að útskrifa brotna einstaklinga úr grunnskóla. Hún vildi líka meina að það væri mikil þöggun um ofbeldi í skólum landsins. Þrátt fyrir að allir skólar á landinu eigi að vera að með eineltisáætlun að þá hefur einelti tvöfaldast í 6. bekk síðan 2006. Einelti sé þar með að aukast í skólum landsins. Í skýrslu OECD economic survey frá 2025 er fjallað um menntamál. Þar er komið inn á alvarleg atriði. Eitt þeirra er að frá 2016 til 2023 hefur hlutfall ómenntaðra kennara farið úr 6% í 18%. Sérstaklega vanti sérhæfða kennara til að kenna vísindi. Í skýrslu OECD kemur einnig fram að of mikil ábyrgð sé lögð á hendur kennara og skólastjóra til að tryggja gæði menntunar. Skýrslan kemur líka inn á það sem kallast „Curriculum overload“ (ofhlaðin námsskrá) en um það málefni fjallar Atli Harðarson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í grein sem birtist á vísir.is nýlega. Þar kemur hann inn á hvernig aðalnámskrá er ofhlaðin markmiðum sem er jafnvel ómögulegt að ná. OECD lýsir ofhlaðinni námskrá sem drifkrafti hnignunar í gæðum menntunar, einu af lykileinkennum kerfa sem eru á niðurleið. Hnignun kemur einnig skýrt fram í niðurstöðum PISA frá 2022. Það eru ekki einkenni menntakerfis í fremstu röð. Þar komum við inn á grundvallarþátt í því að menntakerfið á Íslandi sé ekki framúrskarandi. Þá staðreynd að það er í raun ekkert eftirlit með gæðum skólastarfs á Íslandi. En ábyrgð með eftirliti á gæðum skólastarfs færðist á hendur Menntamálaráðuneytisins í fyrra. Í títtnefndri skýrslu OECD kemur fram að Menntamálaráðuneytið setji stefnu en beitir sér nánast aldrei til að tryggja að stefnunni sé framfylgt, það er þetta með eftirlitið. Það er mat höfundar að stefnan, eins og hún birtist í aðgerðaráætlun menntastefnu fyrir árin 2025-2027 er óskýr og í raun gagnslaus. Aðgerðirnar sem koma þar fram eru t.d. „Öflugir kennarar í skólum landsins“ og „Samstarf heimila og skóla um menntun og farsæld barna og ungmenna“. Það hefði alveg eins verið hægt að teikna fallega mynd af blómum. Það er ekki gott að stofnun eins og Menntamálaráðuneytið sé eins og villuráfandi sauður. Ef að menntakerfið á Íslandi væri í fremstu röð og jafnvel framúrskarandi að þá þyrfti það að minnsta kosti að vera í samræmi við þær skyldur sem koma fram í lögum. Í stjórnarskránni er öllum tryggður rétturinn til almennrar menntunar og fræðslu við hæfi. Vandamálið er að það er erfitt að sjá hvernig er verið að tryggja þann rétt. Í niðurstöðu úttektar frá 2017 á vegum Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar kom fram að framkvæmd á þeirri sé erfið og að skólasamfélagið hafi ekki fullnægjandi skilning á hugtakinu menntun fyrir alla eða hvernig það er í framkvæmd. Það virðist ekki hafa breyst og þar hjálpar ekki til óljós áætlun Menntamálaráðuneytisins. Fyrir nákvæmlega ári síðan gáfu Einhverfusamtökin frá sér fréttatilkynningu og samtökin töldu að það væri neyðarástand í skólamálum einhverfra barna og að þeim sé synjað um skólavist í sérhæfðri deild. Í frétt sem birtist á vef Rúv segir að „Einhverf börn búa enn við skertan skóladag og ófullnægjandi þjónustu“.Í haust birtist frétt á Rúv um að 26 börnum hafi verið neitað um inngöngu í Klettaskóla. En Klettaskóli er skóli fyrir nemendur með fjölfötlun og þroskahömlun. Einnig var viðtal við móður barns í Breiðholtsskóla á mbl.is þar sem barn var sett í einangrun og barninu var meinað að tala við og hitta skólafélaga sína. Hann var í tvo tíma á dag í skólanum með stuðningsfulltrúa en fékk enga menntun. Móðirin taldi að þetta væri ofbeldi af hendi skólans. Barnið sé núna í meðferð við áfallastreituröskun eftir nám í Breiðholtsskóla. Öflug stoðþjónusta Í grein sinni talar stjórnarþingmaður um að öflug stoðþjónusta grípi börn þegar þau þurfa viðbótarstuðning. Ekkert af því sem höfundur hefur fjallað um bendir til þess að þetta sé raunin. En það er ástæða til þess að fara betur yfir það vegna þess að það hefur ekki verið óljóst hvert ferðinni var heitið. Formaður Skólastjórafélags Íslands kom í viðtali á Rúv á þessu ári. Hann vill meina að þegar stefnan um skóla án aðgreiningar hafi verið tekin upp hafi sértæk úrræði innan skólanna verið lögð niður. Ofbeldisvandi í skólum hafi farið vaxandi og engin úrræði til staðar. Hann nefnir sérstaklega eins og áður hefur verið komið inn á að það sé gríðarlegur mönnunarvandi og sérstaklega þegar kemur að fagmenntuðu starfsfólki. Í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur frá 2017 sem heitir „Nýliðun og bætt starfumhverfi grunnskólakennara“ kemur fram að meirihluti kennara taldi sig sjaldan eða aldrei fá stuðning frá sérfræðingi í hegðunarstjórnun eða frá þjónustumiðstöð til að takast á við erfiða hegðun. Þetta er í samræmi við yfirlýsingu frá starfsfólki Breiðholtsskóla en þar kemur fram að starfsfólk skólans komi alls staðar og ítrekað að lokuðum dyrum. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að börnin líði fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi og að starfsfólkið upplifi til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það er fátt sem gefur tilefni til að efast að eitthvað hafi breyst frá 2017. Í frétt á Rúv kemur fram að yfir 500 börn bíði eftir frístundaplássi í Reykjavík. Formaður og framkvæmdarstjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar skrifuðu grein á þessu ári og þær spurðu einfaldrar spurningar: „Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóli án aðgreiningar“. Sérfræðingar í málefnum fatlaðra væru varla að gefa í skyn að það þurfi að umbylta menntakerfi sem er í fremstu röð að ástæðulausu. Ein af ástæðunum er bið eftir þjónustu en börn geta þurft að bíða fjögur ár og hálft ár eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð, þar bíða um 2500 börn eftir greiningu. Rúmlega 700 séu að bíða eftir þverfaglegri greiningu á börnum með alvarlegar þroskaskerðingar. Fái þessi börn ekki greiningu, geta skólar og foreldrar þessara barna ekki komið til móts við þarfir þessara þúsundir barna. Þegar bið eftir skólaþjónustu er yfir 4 ár telst það ekki sem raunveruleg þjónusta. Vandi okkar menntakerfis kristallast í fréttum eins og þeirri sem birtist á mbl.is á föstudaginn. En þar var annað barn, 12 ára er með áfallastreituröskun eftir nám í grunnskóla en samkvæmt óháðri úttekt var niðurstaðan sú „að umhverfi kennara og kerfi skólans, sem ætti að styðja við þá, hefði brugðist“. Ef okkur tekst ekki að búa til menntakerfi fyrir öll börn hefur okkur mistekist og það væri óskandi að þingmenn á Íslandi myndu mæta foreldrum í raunveruleikanum. Raunveruleika barnanna og þeirra alvarlegu afleiðinga sem menntakerfið hefur á þau þegar það virkar ekki. Höfundur er faðir barna í grunnskóla. „12 ára með áfallastreitu eftir erfiða skólagöngu“ (mbl.is, 10. október 2025) <https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/10/10/12_ara_med_afallastreitu_eftir_erfida_skolagongu/> „Ógeðslega stoltur af kennurum - Vísir“ (visir.is, 26. febrúar 2025) <https://www.visir.is/g/20252693661d/ogeds-lega-stoltur-af-kennurum> „26 börnum synjað um inngöngu í Klettaskóla: „Þetta er gríðarlega sorglegt“ - RÚV.is“ (RÚV, 3. september 2025) <https://www.ruv.is/frettir/innlent/452563> „Yfir 500 börn bíða eftir frístundaplássi í Reykjavík - RÚV.is“ (RÚV, 26. september 2025) <https://www.ruv.is/frettir/innlent/454497> Einhverfusamtökin, „Fréttatilkynning frá stjórn Einhverfusamtakanna vegna skólamála einhverfra barna“ (Einhverfusamtökin) <https://www.einhverfa.is/is/um-okkur/frettir/frettatilkynning-fra-stjorn-einhverfusamtakanna-vegna-skolamala> „Geta þurft að bíða í meira en 4 ár eftir greiningu“ <https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/10/02/geta_thurft_ad_bida_i_meira_en_4_ar_eftir_greiningu/> „Meira en fjórðungur barna í 6. bekk segist hafa verið lagður í einelti - RÚV.is“ (RÚV, 5. október 2025) <https://www.ruv.is/frettir/innlent/455275> „Segja neyðarástand ríkja í skólamálum einhverfra barna - RÚV.is“ (RÚV, 2. október 2024) <https://www.ruv.is/frettir/innlent/423670> „Hann hefur bara orðið fyrir ofbeldi“ (mbl.is, 20. júlí 2025) <https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/20/hann_hefur_bara_ordid_fyrir_ofbeldi/> „Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax - Vísir“ (visir.is, 25. ágúst 2025) <https://www.visir.is/g/20252766201d/um-baetur-a-skola-kerfinu.-haettum-ad-ljuga.-haettum-thvi-al-veg-og-haettum-thvi-strax> „OECD Economic Surveys: Iceland 2025: Raising Foundational Skills and Education Quality“ (OECD, 26. júní 2025) <https://www.oecd.org/en/publications/oecd-economic-surveys-iceland-2025_890dbe05-en/full-report/raising-foundational-skills-and-education-quality_7c04602b.html> „Kennarar forðist að skipta sér af ofbeldi af ótta við kærur - RÚV.is“ (RÚV, 18. febrúar 2025) <https://www.ruv.is/frettir/innlent/436521> „Starfsfólkið oft úr tengslum við raunveruleikann“ (mbl.is, 24. febrúar 2025) <https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/02/24/starfsfolkid_oft_ur_tengslum_vid_raunveruleikann/> „Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ - Vísir“ (visir.is, 14. febrúar 2025) <https://www.visir.is/g/20252688936d/bornin-lidi-fyrir-a-medan-stjorn-vold-fljota-sofandi-ad-feigdar-osi-> „Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur - Vísir“ (visir.is, 9. maí 2025) <https://www.visir.is/g/20252771938d/skoli-an-ad-greiningar-tekklisti-fyrir-stjorn-vold-til-ad-gera-betur> „Þriðjungur drengja í 2. bekk uppfyllir ekki viðmið“ (mbl.is, 25. september 2025) <https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/25/thridjungur_drengja_i_2_bekk_uppfyllir_ekki_vidmid/> Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir, Menntun fyrir alla á Íslandi: Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi (Mennta- og menningarmálaráðuneytið 2017) <https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2017/11/01/Lokaskyrsla-Evropumidstodvar-um-menntun-fyrir-alla-a-islensku> Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku skrifaði þingmaður í stjórnarmeirihluta grein um íslenska menntakerfið. Menntakerfi í fremstu röð. Hann vildi meina að menntakerfið væri framúrskarandi. Hann vildi einnig meina að það sé öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning. Þingmaðurinn nefnir líka að það sé mikilvægt að Menntamálaráðuneytið tryggi að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur. Framúrskarandi menntakerfi og eftirlit Þessar staðhæfingar um menntakerfið voru þannig að mér hreinlega brá. Þær gefa það til að kynna að við séum á réttri leið eða á góðum stað. Staðan er hins vegar skýr, það þarf ekki að fylgjast ítarlega með umræðu um menntakerfið til þess að átta sig á að þar eru hlutirnir ekki eins og við viljum hafa þá. Það liggur við að það skipti ekki máli í hvaða þætti menntakerfisins er litið að þar er nákvæmlega ekkert framúrskarandi nema mögulega mannauðurinn í starfsfólkinu og börnunum. Umfjöllunin hefur verið umfangsmikil og ítarleg. Þar kemur fram meðal annars að það vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi. Í könnun Lesmáls á þessu ári kemur fram að meira en þriðjungur drengja og um fjórðungur stúlkna í 2. bekk uppfyllir ekki viðmið í skólum Reykjavíkurborgar. Frá 2021 hafði verið stöðug hnigunin í fjölda þeirra sem höfðu aldurssvarandi færni í lestri. Soffía Ámundadóttir nefndi það í viðtali við Morgunblaðið fyrr á þessu ári að ofbeldi væri að aukast og verða alvarlegra og á viðtali í Bítinu í febrúar á þessu ári fullyrti hún að við værum að útskrifa brotna einstaklinga úr grunnskóla. Hún vildi líka meina að það væri mikil þöggun um ofbeldi í skólum landsins. Þrátt fyrir að allir skólar á landinu eigi að vera að með eineltisáætlun að þá hefur einelti tvöfaldast í 6. bekk síðan 2006. Einelti sé þar með að aukast í skólum landsins. Í skýrslu OECD economic survey frá 2025 er fjallað um menntamál. Þar er komið inn á alvarleg atriði. Eitt þeirra er að frá 2016 til 2023 hefur hlutfall ómenntaðra kennara farið úr 6% í 18%. Sérstaklega vanti sérhæfða kennara til að kenna vísindi. Í skýrslu OECD kemur einnig fram að of mikil ábyrgð sé lögð á hendur kennara og skólastjóra til að tryggja gæði menntunar. Skýrslan kemur líka inn á það sem kallast „Curriculum overload“ (ofhlaðin námsskrá) en um það málefni fjallar Atli Harðarson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í grein sem birtist á vísir.is nýlega. Þar kemur hann inn á hvernig aðalnámskrá er ofhlaðin markmiðum sem er jafnvel ómögulegt að ná. OECD lýsir ofhlaðinni námskrá sem drifkrafti hnignunar í gæðum menntunar, einu af lykileinkennum kerfa sem eru á niðurleið. Hnignun kemur einnig skýrt fram í niðurstöðum PISA frá 2022. Það eru ekki einkenni menntakerfis í fremstu röð. Þar komum við inn á grundvallarþátt í því að menntakerfið á Íslandi sé ekki framúrskarandi. Þá staðreynd að það er í raun ekkert eftirlit með gæðum skólastarfs á Íslandi. En ábyrgð með eftirliti á gæðum skólastarfs færðist á hendur Menntamálaráðuneytisins í fyrra. Í títtnefndri skýrslu OECD kemur fram að Menntamálaráðuneytið setji stefnu en beitir sér nánast aldrei til að tryggja að stefnunni sé framfylgt, það er þetta með eftirlitið. Það er mat höfundar að stefnan, eins og hún birtist í aðgerðaráætlun menntastefnu fyrir árin 2025-2027 er óskýr og í raun gagnslaus. Aðgerðirnar sem koma þar fram eru t.d. „Öflugir kennarar í skólum landsins“ og „Samstarf heimila og skóla um menntun og farsæld barna og ungmenna“. Það hefði alveg eins verið hægt að teikna fallega mynd af blómum. Það er ekki gott að stofnun eins og Menntamálaráðuneytið sé eins og villuráfandi sauður. Ef að menntakerfið á Íslandi væri í fremstu röð og jafnvel framúrskarandi að þá þyrfti það að minnsta kosti að vera í samræmi við þær skyldur sem koma fram í lögum. Í stjórnarskránni er öllum tryggður rétturinn til almennrar menntunar og fræðslu við hæfi. Vandamálið er að það er erfitt að sjá hvernig er verið að tryggja þann rétt. Í niðurstöðu úttektar frá 2017 á vegum Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar kom fram að framkvæmd á þeirri sé erfið og að skólasamfélagið hafi ekki fullnægjandi skilning á hugtakinu menntun fyrir alla eða hvernig það er í framkvæmd. Það virðist ekki hafa breyst og þar hjálpar ekki til óljós áætlun Menntamálaráðuneytisins. Fyrir nákvæmlega ári síðan gáfu Einhverfusamtökin frá sér fréttatilkynningu og samtökin töldu að það væri neyðarástand í skólamálum einhverfra barna og að þeim sé synjað um skólavist í sérhæfðri deild. Í frétt sem birtist á vef Rúv segir að „Einhverf börn búa enn við skertan skóladag og ófullnægjandi þjónustu“.Í haust birtist frétt á Rúv um að 26 börnum hafi verið neitað um inngöngu í Klettaskóla. En Klettaskóli er skóli fyrir nemendur með fjölfötlun og þroskahömlun. Einnig var viðtal við móður barns í Breiðholtsskóla á mbl.is þar sem barn var sett í einangrun og barninu var meinað að tala við og hitta skólafélaga sína. Hann var í tvo tíma á dag í skólanum með stuðningsfulltrúa en fékk enga menntun. Móðirin taldi að þetta væri ofbeldi af hendi skólans. Barnið sé núna í meðferð við áfallastreituröskun eftir nám í Breiðholtsskóla. Öflug stoðþjónusta Í grein sinni talar stjórnarþingmaður um að öflug stoðþjónusta grípi börn þegar þau þurfa viðbótarstuðning. Ekkert af því sem höfundur hefur fjallað um bendir til þess að þetta sé raunin. En það er ástæða til þess að fara betur yfir það vegna þess að það hefur ekki verið óljóst hvert ferðinni var heitið. Formaður Skólastjórafélags Íslands kom í viðtali á Rúv á þessu ári. Hann vill meina að þegar stefnan um skóla án aðgreiningar hafi verið tekin upp hafi sértæk úrræði innan skólanna verið lögð niður. Ofbeldisvandi í skólum hafi farið vaxandi og engin úrræði til staðar. Hann nefnir sérstaklega eins og áður hefur verið komið inn á að það sé gríðarlegur mönnunarvandi og sérstaklega þegar kemur að fagmenntuðu starfsfólki. Í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur frá 2017 sem heitir „Nýliðun og bætt starfumhverfi grunnskólakennara“ kemur fram að meirihluti kennara taldi sig sjaldan eða aldrei fá stuðning frá sérfræðingi í hegðunarstjórnun eða frá þjónustumiðstöð til að takast á við erfiða hegðun. Þetta er í samræmi við yfirlýsingu frá starfsfólki Breiðholtsskóla en þar kemur fram að starfsfólk skólans komi alls staðar og ítrekað að lokuðum dyrum. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að börnin líði fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi og að starfsfólkið upplifi til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það er fátt sem gefur tilefni til að efast að eitthvað hafi breyst frá 2017. Í frétt á Rúv kemur fram að yfir 500 börn bíði eftir frístundaplássi í Reykjavík. Formaður og framkvæmdarstjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar skrifuðu grein á þessu ári og þær spurðu einfaldrar spurningar: „Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóli án aðgreiningar“. Sérfræðingar í málefnum fatlaðra væru varla að gefa í skyn að það þurfi að umbylta menntakerfi sem er í fremstu röð að ástæðulausu. Ein af ástæðunum er bið eftir þjónustu en börn geta þurft að bíða fjögur ár og hálft ár eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð, þar bíða um 2500 börn eftir greiningu. Rúmlega 700 séu að bíða eftir þverfaglegri greiningu á börnum með alvarlegar þroskaskerðingar. Fái þessi börn ekki greiningu, geta skólar og foreldrar þessara barna ekki komið til móts við þarfir þessara þúsundir barna. Þegar bið eftir skólaþjónustu er yfir 4 ár telst það ekki sem raunveruleg þjónusta. Vandi okkar menntakerfis kristallast í fréttum eins og þeirri sem birtist á mbl.is á föstudaginn. En þar var annað barn, 12 ára er með áfallastreituröskun eftir nám í grunnskóla en samkvæmt óháðri úttekt var niðurstaðan sú „að umhverfi kennara og kerfi skólans, sem ætti að styðja við þá, hefði brugðist“. Ef okkur tekst ekki að búa til menntakerfi fyrir öll börn hefur okkur mistekist og það væri óskandi að þingmenn á Íslandi myndu mæta foreldrum í raunveruleikanum. Raunveruleika barnanna og þeirra alvarlegu afleiðinga sem menntakerfið hefur á þau þegar það virkar ekki. Höfundur er faðir barna í grunnskóla. „12 ára með áfallastreitu eftir erfiða skólagöngu“ (mbl.is, 10. október 2025) <https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/10/10/12_ara_med_afallastreitu_eftir_erfida_skolagongu/> „Ógeðslega stoltur af kennurum - Vísir“ (visir.is, 26. febrúar 2025) <https://www.visir.is/g/20252693661d/ogeds-lega-stoltur-af-kennurum> „26 börnum synjað um inngöngu í Klettaskóla: „Þetta er gríðarlega sorglegt“ - RÚV.is“ (RÚV, 3. september 2025) <https://www.ruv.is/frettir/innlent/452563> „Yfir 500 börn bíða eftir frístundaplássi í Reykjavík - RÚV.is“ (RÚV, 26. september 2025) <https://www.ruv.is/frettir/innlent/454497> Einhverfusamtökin, „Fréttatilkynning frá stjórn Einhverfusamtakanna vegna skólamála einhverfra barna“ (Einhverfusamtökin) <https://www.einhverfa.is/is/um-okkur/frettir/frettatilkynning-fra-stjorn-einhverfusamtakanna-vegna-skolamala> „Geta þurft að bíða í meira en 4 ár eftir greiningu“ <https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/10/02/geta_thurft_ad_bida_i_meira_en_4_ar_eftir_greiningu/> „Meira en fjórðungur barna í 6. bekk segist hafa verið lagður í einelti - RÚV.is“ (RÚV, 5. október 2025) <https://www.ruv.is/frettir/innlent/455275> „Segja neyðarástand ríkja í skólamálum einhverfra barna - RÚV.is“ (RÚV, 2. október 2024) <https://www.ruv.is/frettir/innlent/423670> „Hann hefur bara orðið fyrir ofbeldi“ (mbl.is, 20. júlí 2025) <https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/20/hann_hefur_bara_ordid_fyrir_ofbeldi/> „Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax - Vísir“ (visir.is, 25. ágúst 2025) <https://www.visir.is/g/20252766201d/um-baetur-a-skola-kerfinu.-haettum-ad-ljuga.-haettum-thvi-al-veg-og-haettum-thvi-strax> „OECD Economic Surveys: Iceland 2025: Raising Foundational Skills and Education Quality“ (OECD, 26. júní 2025) <https://www.oecd.org/en/publications/oecd-economic-surveys-iceland-2025_890dbe05-en/full-report/raising-foundational-skills-and-education-quality_7c04602b.html> „Kennarar forðist að skipta sér af ofbeldi af ótta við kærur - RÚV.is“ (RÚV, 18. febrúar 2025) <https://www.ruv.is/frettir/innlent/436521> „Starfsfólkið oft úr tengslum við raunveruleikann“ (mbl.is, 24. febrúar 2025) <https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/02/24/starfsfolkid_oft_ur_tengslum_vid_raunveruleikann/> „Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ - Vísir“ (visir.is, 14. febrúar 2025) <https://www.visir.is/g/20252688936d/bornin-lidi-fyrir-a-medan-stjorn-vold-fljota-sofandi-ad-feigdar-osi-> „Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur - Vísir“ (visir.is, 9. maí 2025) <https://www.visir.is/g/20252771938d/skoli-an-ad-greiningar-tekklisti-fyrir-stjorn-vold-til-ad-gera-betur> „Þriðjungur drengja í 2. bekk uppfyllir ekki viðmið“ (mbl.is, 25. september 2025) <https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/25/thridjungur_drengja_i_2_bekk_uppfyllir_ekki_vidmid/> Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir, Menntun fyrir alla á Íslandi: Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi (Mennta- og menningarmálaráðuneytið 2017) <https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2017/11/01/Lokaskyrsla-Evropumidstodvar-um-menntun-fyrir-alla-a-islensku>
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar