Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. október 2025 14:54 Friðjón Friðjónsson segir mikilvægt að endurskoða rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Vísir/Vilhelm Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavík hafi ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins. Bein framlög Reykvíkinga til rekstursins hafi numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin að núvirði, og það geti ekki talist góð nýting fjármuna borgarbúa að reksturinn sé með svo miklum halla. Í aðsendri grein Friðjóns á Vísi í dag kemur fram að núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefni í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Hallareksturinn sé slíkur að hann hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. Í ofangreindum tölum sé ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, sem garðurinn greiðir borginni. Sé tekið tillit til hennar líti reksturinn enn verr út. „Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna,“ segir Friðjón. Ekkert gert til að bæta reksturinn Friðjón segir að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn njóti mikils velvilja borgarbúa og hafi menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. Borgin hafi hins vegar ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. „Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda.“ Fjölskyldu og húsdýragarðurinn sé ein af perlum borgarinnar, eða ætti að vera það. Því hljóti borgarbúar að geta gert þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. „Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri,“ segir Friðjón. Hægt er að lesa grein Friðjóns í heild sinni hér. Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í aðsendri grein Friðjóns á Vísi í dag kemur fram að núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefni í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Hallareksturinn sé slíkur að hann hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. Í ofangreindum tölum sé ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, sem garðurinn greiðir borginni. Sé tekið tillit til hennar líti reksturinn enn verr út. „Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna,“ segir Friðjón. Ekkert gert til að bæta reksturinn Friðjón segir að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn njóti mikils velvilja borgarbúa og hafi menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. Borgin hafi hins vegar ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. „Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda.“ Fjölskyldu og húsdýragarðurinn sé ein af perlum borgarinnar, eða ætti að vera það. Því hljóti borgarbúar að geta gert þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. „Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri,“ segir Friðjón. Hægt er að lesa grein Friðjóns í heild sinni hér.
Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira