Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 11:02 Femke Bol kvaddi 400 metra grindarhlaupið með heimsmeistaragulli á dögunum. Getty/Joris Verwijst Hollenski heimsmeistarinn Femke Bol fer nýjar leiðir í að leita sér að nýrri áskorun. Nú þurfa nýir andstæðingar að hafa áhyggjur af henni. Aðeins mánuði eftir að hafa varið heimsmeistaratitil sinn í 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tókýó þá tilkynnti hollenska stórstjarnan að hún væri að skipta yfir í 800 metra hlaup. Umboðsskrifstofa hennar, ProSports, gaf út fréttatilkynningu og þar mátti einnig sjá myndband af henni ræða þessa stóru ákvörðun sína. „400 metra grindahlaupið hefur gefið mér ógleymanlegar minningar og mótað mig í þá íþróttakonu sem ég er í dag,“ sagði Bol, sem hefur unnið 11 Evrópumeistaratitla bæði innan- og utanhúss. Nú vill hún skora á sjálfa sig á ný og finna nýja áskorun. „800 metra hlaupið er alveg ný áskorun, áskorun sem ég er spennt fyrir því hún mun krefjast nýrra styrkleika, aðferða og seiglu. Metnaður minn er ekki aðeins að keppa heldur einnig að ná árangri á hæsta stigi,“ sagði Bol. „Þetta er stór breyting. Þetta er óvíst og krefjandi, en ég er tilbúin að leggja vinnuna á mig, umkringd frábæru teymi, og njóta þessa nýja ferðalags,“ sagði Bol. Þjálfarateymi Bol, stuðningsfólk, styrktaraðilar og hollenska frjálsíþróttasambandið er sagt styðja fullkomlega við þessa djörfu ákvörðun hennar. „Femke hefur alltaf dafnað á áskorunum. Við trúum því að skreflengd hennar, styrkur og hugarfar muni gera henni kleift að aðlagast 800 metra hlaupinu og að lokum verða að afli á heimsvísu,“ sagði þjálfari hennar, Laurent Meuwly. View this post on Instagram A post shared by Femke (@femke_bol) Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Sjá meira
Aðeins mánuði eftir að hafa varið heimsmeistaratitil sinn í 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tókýó þá tilkynnti hollenska stórstjarnan að hún væri að skipta yfir í 800 metra hlaup. Umboðsskrifstofa hennar, ProSports, gaf út fréttatilkynningu og þar mátti einnig sjá myndband af henni ræða þessa stóru ákvörðun sína. „400 metra grindahlaupið hefur gefið mér ógleymanlegar minningar og mótað mig í þá íþróttakonu sem ég er í dag,“ sagði Bol, sem hefur unnið 11 Evrópumeistaratitla bæði innan- og utanhúss. Nú vill hún skora á sjálfa sig á ný og finna nýja áskorun. „800 metra hlaupið er alveg ný áskorun, áskorun sem ég er spennt fyrir því hún mun krefjast nýrra styrkleika, aðferða og seiglu. Metnaður minn er ekki aðeins að keppa heldur einnig að ná árangri á hæsta stigi,“ sagði Bol. „Þetta er stór breyting. Þetta er óvíst og krefjandi, en ég er tilbúin að leggja vinnuna á mig, umkringd frábæru teymi, og njóta þessa nýja ferðalags,“ sagði Bol. Þjálfarateymi Bol, stuðningsfólk, styrktaraðilar og hollenska frjálsíþróttasambandið er sagt styðja fullkomlega við þessa djörfu ákvörðun hennar. „Femke hefur alltaf dafnað á áskorunum. Við trúum því að skreflengd hennar, styrkur og hugarfar muni gera henni kleift að aðlagast 800 metra hlaupinu og að lokum verða að afli á heimsvísu,“ sagði þjálfari hennar, Laurent Meuwly. View this post on Instagram A post shared by Femke (@femke_bol)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Sjá meira