Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 11:02 Femke Bol kvaddi 400 metra grindarhlaupið með heimsmeistaragulli á dögunum. Getty/Joris Verwijst Hollenski heimsmeistarinn Femke Bol fer nýjar leiðir í að leita sér að nýrri áskorun. Nú þurfa nýir andstæðingar að hafa áhyggjur af henni. Aðeins mánuði eftir að hafa varið heimsmeistaratitil sinn í 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tókýó þá tilkynnti hollenska stórstjarnan að hún væri að skipta yfir í 800 metra hlaup. Umboðsskrifstofa hennar, ProSports, gaf út fréttatilkynningu og þar mátti einnig sjá myndband af henni ræða þessa stóru ákvörðun sína. „400 metra grindahlaupið hefur gefið mér ógleymanlegar minningar og mótað mig í þá íþróttakonu sem ég er í dag,“ sagði Bol, sem hefur unnið 11 Evrópumeistaratitla bæði innan- og utanhúss. Nú vill hún skora á sjálfa sig á ný og finna nýja áskorun. „800 metra hlaupið er alveg ný áskorun, áskorun sem ég er spennt fyrir því hún mun krefjast nýrra styrkleika, aðferða og seiglu. Metnaður minn er ekki aðeins að keppa heldur einnig að ná árangri á hæsta stigi,“ sagði Bol. „Þetta er stór breyting. Þetta er óvíst og krefjandi, en ég er tilbúin að leggja vinnuna á mig, umkringd frábæru teymi, og njóta þessa nýja ferðalags,“ sagði Bol. Þjálfarateymi Bol, stuðningsfólk, styrktaraðilar og hollenska frjálsíþróttasambandið er sagt styðja fullkomlega við þessa djörfu ákvörðun hennar. „Femke hefur alltaf dafnað á áskorunum. Við trúum því að skreflengd hennar, styrkur og hugarfar muni gera henni kleift að aðlagast 800 metra hlaupinu og að lokum verða að afli á heimsvísu,“ sagði þjálfari hennar, Laurent Meuwly. View this post on Instagram A post shared by Femke (@femke_bol) Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Aðeins mánuði eftir að hafa varið heimsmeistaratitil sinn í 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tókýó þá tilkynnti hollenska stórstjarnan að hún væri að skipta yfir í 800 metra hlaup. Umboðsskrifstofa hennar, ProSports, gaf út fréttatilkynningu og þar mátti einnig sjá myndband af henni ræða þessa stóru ákvörðun sína. „400 metra grindahlaupið hefur gefið mér ógleymanlegar minningar og mótað mig í þá íþróttakonu sem ég er í dag,“ sagði Bol, sem hefur unnið 11 Evrópumeistaratitla bæði innan- og utanhúss. Nú vill hún skora á sjálfa sig á ný og finna nýja áskorun. „800 metra hlaupið er alveg ný áskorun, áskorun sem ég er spennt fyrir því hún mun krefjast nýrra styrkleika, aðferða og seiglu. Metnaður minn er ekki aðeins að keppa heldur einnig að ná árangri á hæsta stigi,“ sagði Bol. „Þetta er stór breyting. Þetta er óvíst og krefjandi, en ég er tilbúin að leggja vinnuna á mig, umkringd frábæru teymi, og njóta þessa nýja ferðalags,“ sagði Bol. Þjálfarateymi Bol, stuðningsfólk, styrktaraðilar og hollenska frjálsíþróttasambandið er sagt styðja fullkomlega við þessa djörfu ákvörðun hennar. „Femke hefur alltaf dafnað á áskorunum. Við trúum því að skreflengd hennar, styrkur og hugarfar muni gera henni kleift að aðlagast 800 metra hlaupinu og að lokum verða að afli á heimsvísu,“ sagði þjálfari hennar, Laurent Meuwly. View this post on Instagram A post shared by Femke (@femke_bol)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira