Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. október 2025 22:08 Jørgen Watne Frydnes er formaður Nóbelsnefndarinnar. AP Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. Maríu Corina Machado voru veitt Friðarverðlaun Nóbels í gær fyrir baráttu sína í þágu lýðræðis í heimalandi sínu Venesúela. Hún er fyrsti Venesúelabúinn til að hreppa verðlaunin. Skömmu eftir miðnætti í gær að norskum tíma mat veðbankinn Polymarket sigurlíkur Machado upp á 3,75 prósent. Innan við tveimur tímum síðar hins vegar höfðu líkurnar rokið upp í 72,8 prósent sem ber þess merki að nafni sigurvegarans hafi verið lekið. Samkvæmt umfjöllun Guardian og Financial Times hafði Júlía Navalnaja, hagfræðingurinn og ekkja rússneska andspyrnuleiðtogans Aleksejs Navalní, verið sigurstrangslegust fram á gærdaginn á síðu Polymarket sem er vinsæl veðmálasíða meðal þeirra sem veðja á stjórnmál. Stuðlar síðunnar eru sjálfvirkt unnir út frá veðmálum notenda og því er skyndilegt stökk Machado til marks um óvenjulegar hreyfingar á veðmálum. Að því er fram kemur í umfjöllun Finansavisen vann einn notandi síðuna tæplega átta milljón íslenskar krónur á því að veðja á Machado en hann hafði búið reikninginn til samdægurs. Í samtali við Aftenposten sagði forstöðumaður Nóbelsstofnunarinnar að ekki væri hægt að fullyrða enn um hvort nafni sigurvegarans hafi verið lekið en að rannsókn yrði hleypt af stað. Umfang eða eðli rannsóknarinnar liggur ekki fyrir en af umfjöllun ofangreindra miðla að ráða er um fordæmalausan leka að ræða, ef rétt reynist. Nóbelsverðlaun Noregur Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Maríu Corina Machado voru veitt Friðarverðlaun Nóbels í gær fyrir baráttu sína í þágu lýðræðis í heimalandi sínu Venesúela. Hún er fyrsti Venesúelabúinn til að hreppa verðlaunin. Skömmu eftir miðnætti í gær að norskum tíma mat veðbankinn Polymarket sigurlíkur Machado upp á 3,75 prósent. Innan við tveimur tímum síðar hins vegar höfðu líkurnar rokið upp í 72,8 prósent sem ber þess merki að nafni sigurvegarans hafi verið lekið. Samkvæmt umfjöllun Guardian og Financial Times hafði Júlía Navalnaja, hagfræðingurinn og ekkja rússneska andspyrnuleiðtogans Aleksejs Navalní, verið sigurstrangslegust fram á gærdaginn á síðu Polymarket sem er vinsæl veðmálasíða meðal þeirra sem veðja á stjórnmál. Stuðlar síðunnar eru sjálfvirkt unnir út frá veðmálum notenda og því er skyndilegt stökk Machado til marks um óvenjulegar hreyfingar á veðmálum. Að því er fram kemur í umfjöllun Finansavisen vann einn notandi síðuna tæplega átta milljón íslenskar krónur á því að veðja á Machado en hann hafði búið reikninginn til samdægurs. Í samtali við Aftenposten sagði forstöðumaður Nóbelsstofnunarinnar að ekki væri hægt að fullyrða enn um hvort nafni sigurvegarans hafi verið lekið en að rannsókn yrði hleypt af stað. Umfang eða eðli rannsóknarinnar liggur ekki fyrir en af umfjöllun ofangreindra miðla að ráða er um fordæmalausan leka að ræða, ef rétt reynist.
Nóbelsverðlaun Noregur Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira