Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 10. október 2025 20:02 Í dag er 10. október, alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur. Mér verður hugsað um 30 ár tilbaka, þegar við héldum fyrst upp á þennan dag. Þegar notendur geðheilbrigðisþjónustunnar fóru að gera sig gildandi, gengu götur með kröfuspjöld, komu fram í fjölmiðlum, héldu málverkasýningar, tónleika og málþing ár eftir ár. Þau kröfðust sýnileika og mannréttinda á pari við aðra samfélagsþegna og það má alveg sjá víða hvernig notendur hafa virkilega breytt og ýtt við stöðnuðu kerfi til betri vegar. Það er í dag almennt viðurkennt að bata- og mannréttindamiðuð þjónusta sé stefnan þar sem virðing er borin fyrir vali og sjálfræði einstaklinga og stuðningur við fjölskyldur og tengslanet er sjálfsagður. Allt þetta er í stefnum og plöggum opinberra aðila sem eiga að sinna veikum einstaklingum og aðstandendum þeirra. En lýsingar aðstandanda og fleiri eru í hrópandi ósamræmi við þau plögg og það verður oftar en ekki uppi fótur og fit þegar þjónustan er gagnrýnd og dregin í efa eins og sannarlega hefur verið gert undanfarið í umfjöllun um fanga sem glíma við geðrænar áskoranir, að ég tali ekki um foreldra ungra einstaklinga með fjölþættan vanda, svo sem vímuefnaneyslu, hegðunarvanda og/eða taugaþroskaraskanir ýmis konar. Ég minnist hve vongóð við vorum um aldamótin, þegar umræðan fór að snúast um geðrækt, forvarnir og verkefni á borð við Zippy’s Friends var kynnt til sögunnar, geðræktarátak sem átti að innleiða í leik- og grunnskólum. Hvað varð um það? Auðvitað hefur þó margt breyst til batnaðar, umræðan opnari, meiri samfélagsgeðþjónusta til staðar og viðurkenning á jafningjastuðningi víða. En einhvern veginn er eins og við sem samfélag séum ekki að halda utan um þá sem mest þurfa á aðstoð að halda, það einkennist um of af mikilli einstaklingshyggju, samkeppni, samanburði, neysluhyggju og mismunun, allt eru þetta atriði sem ýta undir streitu og stundum uppgjöf og eru ekki góð fyrir geðheilsuna. Þegar við bætist niðurskurður og ýmis frjálshyggjueinkenni hins opinbera er ekki von á góðu eins og fjölmargir hafa haft orð á og tölfræðin sýnir varðandi innlagnir og að ég tali ekki um fjölda þeirra sem falla fyrir eigin hendi. Það ætti ekki árið 2025 að þurfa sjónvarpsþætti sem sýna hvernig fárveikir einstaklingar eru settir í einangrun í fangelsi í stað viðeigandi meðferðarúrræðis, ekki viðtöl við úrvinda foreldra sem hafa jafnvel misst börnin sín eða ætla með þau til annarrra heimsálfa í meðferð, ekki símtöl í örvæntingu vegna stuðningsleysis og baráttu við heilbrigðisstarfsfólk. Við þurfum sem samfélag róttæka breytingu, förum að huga að forvörnum, nýjum leiðum sem hafa verið teknar upp annars staðar og eigum samráð og heiðarlegt samtal við notendur, jafningja og aðstandendur um hvað virkar og hvað ekki. Að bera við fjárskorti er ekki í boði, tökum þá eitthvað af milljörðum sem fara í varnarmál og notum til hagsbóta fyrir þegna landsins. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og sjálfboðaliði hjá Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er 10. október, alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur. Mér verður hugsað um 30 ár tilbaka, þegar við héldum fyrst upp á þennan dag. Þegar notendur geðheilbrigðisþjónustunnar fóru að gera sig gildandi, gengu götur með kröfuspjöld, komu fram í fjölmiðlum, héldu málverkasýningar, tónleika og málþing ár eftir ár. Þau kröfðust sýnileika og mannréttinda á pari við aðra samfélagsþegna og það má alveg sjá víða hvernig notendur hafa virkilega breytt og ýtt við stöðnuðu kerfi til betri vegar. Það er í dag almennt viðurkennt að bata- og mannréttindamiðuð þjónusta sé stefnan þar sem virðing er borin fyrir vali og sjálfræði einstaklinga og stuðningur við fjölskyldur og tengslanet er sjálfsagður. Allt þetta er í stefnum og plöggum opinberra aðila sem eiga að sinna veikum einstaklingum og aðstandendum þeirra. En lýsingar aðstandanda og fleiri eru í hrópandi ósamræmi við þau plögg og það verður oftar en ekki uppi fótur og fit þegar þjónustan er gagnrýnd og dregin í efa eins og sannarlega hefur verið gert undanfarið í umfjöllun um fanga sem glíma við geðrænar áskoranir, að ég tali ekki um foreldra ungra einstaklinga með fjölþættan vanda, svo sem vímuefnaneyslu, hegðunarvanda og/eða taugaþroskaraskanir ýmis konar. Ég minnist hve vongóð við vorum um aldamótin, þegar umræðan fór að snúast um geðrækt, forvarnir og verkefni á borð við Zippy’s Friends var kynnt til sögunnar, geðræktarátak sem átti að innleiða í leik- og grunnskólum. Hvað varð um það? Auðvitað hefur þó margt breyst til batnaðar, umræðan opnari, meiri samfélagsgeðþjónusta til staðar og viðurkenning á jafningjastuðningi víða. En einhvern veginn er eins og við sem samfélag séum ekki að halda utan um þá sem mest þurfa á aðstoð að halda, það einkennist um of af mikilli einstaklingshyggju, samkeppni, samanburði, neysluhyggju og mismunun, allt eru þetta atriði sem ýta undir streitu og stundum uppgjöf og eru ekki góð fyrir geðheilsuna. Þegar við bætist niðurskurður og ýmis frjálshyggjueinkenni hins opinbera er ekki von á góðu eins og fjölmargir hafa haft orð á og tölfræðin sýnir varðandi innlagnir og að ég tali ekki um fjölda þeirra sem falla fyrir eigin hendi. Það ætti ekki árið 2025 að þurfa sjónvarpsþætti sem sýna hvernig fárveikir einstaklingar eru settir í einangrun í fangelsi í stað viðeigandi meðferðarúrræðis, ekki viðtöl við úrvinda foreldra sem hafa jafnvel misst börnin sín eða ætla með þau til annarrra heimsálfa í meðferð, ekki símtöl í örvæntingu vegna stuðningsleysis og baráttu við heilbrigðisstarfsfólk. Við þurfum sem samfélag róttæka breytingu, förum að huga að forvörnum, nýjum leiðum sem hafa verið teknar upp annars staðar og eigum samráð og heiðarlegt samtal við notendur, jafningja og aðstandendur um hvað virkar og hvað ekki. Að bera við fjárskorti er ekki í boði, tökum þá eitthvað af milljörðum sem fara í varnarmál og notum til hagsbóta fyrir þegna landsins. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og sjálfboðaliði hjá Afstöðu.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun