Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 10. október 2025 20:02 Í dag er 10. október, alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur. Mér verður hugsað um 30 ár tilbaka, þegar við héldum fyrst upp á þennan dag. Þegar notendur geðheilbrigðisþjónustunnar fóru að gera sig gildandi, gengu götur með kröfuspjöld, komu fram í fjölmiðlum, héldu málverkasýningar, tónleika og málþing ár eftir ár. Þau kröfðust sýnileika og mannréttinda á pari við aðra samfélagsþegna og það má alveg sjá víða hvernig notendur hafa virkilega breytt og ýtt við stöðnuðu kerfi til betri vegar. Það er í dag almennt viðurkennt að bata- og mannréttindamiðuð þjónusta sé stefnan þar sem virðing er borin fyrir vali og sjálfræði einstaklinga og stuðningur við fjölskyldur og tengslanet er sjálfsagður. Allt þetta er í stefnum og plöggum opinberra aðila sem eiga að sinna veikum einstaklingum og aðstandendum þeirra. En lýsingar aðstandanda og fleiri eru í hrópandi ósamræmi við þau plögg og það verður oftar en ekki uppi fótur og fit þegar þjónustan er gagnrýnd og dregin í efa eins og sannarlega hefur verið gert undanfarið í umfjöllun um fanga sem glíma við geðrænar áskoranir, að ég tali ekki um foreldra ungra einstaklinga með fjölþættan vanda, svo sem vímuefnaneyslu, hegðunarvanda og/eða taugaþroskaraskanir ýmis konar. Ég minnist hve vongóð við vorum um aldamótin, þegar umræðan fór að snúast um geðrækt, forvarnir og verkefni á borð við Zippy’s Friends var kynnt til sögunnar, geðræktarátak sem átti að innleiða í leik- og grunnskólum. Hvað varð um það? Auðvitað hefur þó margt breyst til batnaðar, umræðan opnari, meiri samfélagsgeðþjónusta til staðar og viðurkenning á jafningjastuðningi víða. En einhvern veginn er eins og við sem samfélag séum ekki að halda utan um þá sem mest þurfa á aðstoð að halda, það einkennist um of af mikilli einstaklingshyggju, samkeppni, samanburði, neysluhyggju og mismunun, allt eru þetta atriði sem ýta undir streitu og stundum uppgjöf og eru ekki góð fyrir geðheilsuna. Þegar við bætist niðurskurður og ýmis frjálshyggjueinkenni hins opinbera er ekki von á góðu eins og fjölmargir hafa haft orð á og tölfræðin sýnir varðandi innlagnir og að ég tali ekki um fjölda þeirra sem falla fyrir eigin hendi. Það ætti ekki árið 2025 að þurfa sjónvarpsþætti sem sýna hvernig fárveikir einstaklingar eru settir í einangrun í fangelsi í stað viðeigandi meðferðarúrræðis, ekki viðtöl við úrvinda foreldra sem hafa jafnvel misst börnin sín eða ætla með þau til annarrra heimsálfa í meðferð, ekki símtöl í örvæntingu vegna stuðningsleysis og baráttu við heilbrigðisstarfsfólk. Við þurfum sem samfélag róttæka breytingu, förum að huga að forvörnum, nýjum leiðum sem hafa verið teknar upp annars staðar og eigum samráð og heiðarlegt samtal við notendur, jafningja og aðstandendur um hvað virkar og hvað ekki. Að bera við fjárskorti er ekki í boði, tökum þá eitthvað af milljörðum sem fara í varnarmál og notum til hagsbóta fyrir þegna landsins. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og sjálfboðaliði hjá Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í dag er 10. október, alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur. Mér verður hugsað um 30 ár tilbaka, þegar við héldum fyrst upp á þennan dag. Þegar notendur geðheilbrigðisþjónustunnar fóru að gera sig gildandi, gengu götur með kröfuspjöld, komu fram í fjölmiðlum, héldu málverkasýningar, tónleika og málþing ár eftir ár. Þau kröfðust sýnileika og mannréttinda á pari við aðra samfélagsþegna og það má alveg sjá víða hvernig notendur hafa virkilega breytt og ýtt við stöðnuðu kerfi til betri vegar. Það er í dag almennt viðurkennt að bata- og mannréttindamiðuð þjónusta sé stefnan þar sem virðing er borin fyrir vali og sjálfræði einstaklinga og stuðningur við fjölskyldur og tengslanet er sjálfsagður. Allt þetta er í stefnum og plöggum opinberra aðila sem eiga að sinna veikum einstaklingum og aðstandendum þeirra. En lýsingar aðstandanda og fleiri eru í hrópandi ósamræmi við þau plögg og það verður oftar en ekki uppi fótur og fit þegar þjónustan er gagnrýnd og dregin í efa eins og sannarlega hefur verið gert undanfarið í umfjöllun um fanga sem glíma við geðrænar áskoranir, að ég tali ekki um foreldra ungra einstaklinga með fjölþættan vanda, svo sem vímuefnaneyslu, hegðunarvanda og/eða taugaþroskaraskanir ýmis konar. Ég minnist hve vongóð við vorum um aldamótin, þegar umræðan fór að snúast um geðrækt, forvarnir og verkefni á borð við Zippy’s Friends var kynnt til sögunnar, geðræktarátak sem átti að innleiða í leik- og grunnskólum. Hvað varð um það? Auðvitað hefur þó margt breyst til batnaðar, umræðan opnari, meiri samfélagsgeðþjónusta til staðar og viðurkenning á jafningjastuðningi víða. En einhvern veginn er eins og við sem samfélag séum ekki að halda utan um þá sem mest þurfa á aðstoð að halda, það einkennist um of af mikilli einstaklingshyggju, samkeppni, samanburði, neysluhyggju og mismunun, allt eru þetta atriði sem ýta undir streitu og stundum uppgjöf og eru ekki góð fyrir geðheilsuna. Þegar við bætist niðurskurður og ýmis frjálshyggjueinkenni hins opinbera er ekki von á góðu eins og fjölmargir hafa haft orð á og tölfræðin sýnir varðandi innlagnir og að ég tali ekki um fjölda þeirra sem falla fyrir eigin hendi. Það ætti ekki árið 2025 að þurfa sjónvarpsþætti sem sýna hvernig fárveikir einstaklingar eru settir í einangrun í fangelsi í stað viðeigandi meðferðarúrræðis, ekki viðtöl við úrvinda foreldra sem hafa jafnvel misst börnin sín eða ætla með þau til annarrra heimsálfa í meðferð, ekki símtöl í örvæntingu vegna stuðningsleysis og baráttu við heilbrigðisstarfsfólk. Við þurfum sem samfélag róttæka breytingu, förum að huga að forvörnum, nýjum leiðum sem hafa verið teknar upp annars staðar og eigum samráð og heiðarlegt samtal við notendur, jafningja og aðstandendur um hvað virkar og hvað ekki. Að bera við fjárskorti er ekki í boði, tökum þá eitthvað af milljörðum sem fara í varnarmál og notum til hagsbóta fyrir þegna landsins. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og sjálfboðaliði hjá Afstöðu.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun