Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar 8. október 2025 17:32 Þjóðvegir á Íslandi eru birtingarmynd stöðnunar og meðvitundarleysis stjórnvalda síðustu ára. Þau tólf ár sem ég hef verið viðloðandi stjórnmál hafa vegir landsins drabbast niður með stóraukinni viðhaldsskuld. Strandsiglingar ríkisins voru aflagðar fyrir margt löngu. Fjöldi ferðamanna er kominn yfir 2,5 milljónir. Fisk- og vöruflutningar á landi hafa aukist og svona mætti áfram telja. Bara þessi staðreynd hefur aukið álagið á vegunum um allan helming. Einn vörubíll með 40 feta trailergám, kannski um 40 tonna brúttó, slítur vegunum meira en yfir 3 þúsund fólksbílar. Undir svona þunga bíla þarf vegi með alvöru burðarþol og breidd vegarins slík að hægt sé að mætast án þess að eiga á hættu að hliðarspeglarnir sláist saman. Í viðtölum við fulltrúa Vegagerðarinnar er oft sótt að þeim eins og þeir beri ábyrgð á stöðunni, sem er ósanngjarnt. Það er ríkisstjórn hvers tíma sem ber ábyrgðina og enginn annar. Samgönguáætlanir standast aldrei og metnaðarleysi er algjört. En hvað er til ráða? Að mínu mati þarf nýja hugsun og metnað um örugga vegi sem mæta þörfum nútímans í ljósi staðreynda. Ekkert „já en“ þetta kostar meira en við ráðum við. Þeirra tíma ný hugsun eru t.d. Hvalfjarðargöngin, þar sem gjald var tekið af umferðinni og það borgaði sig upp á nokkrum árum. Ég heyrði viðtal við íslenskan verkfræðing sem unnið hefur mikið fyrir færeysk stjórnvöld um uppbyggingu samgöngumála. Þar er bygging jarðganga í miklum blóma. Athyglisvert sagði fyrirspyrjandinn, og hvernig stendur á þessum krafti fænda okkar? Tja, sagði verkfræðingurinn, allavega hafa stjórnvöld í Færeyjum mjög mikinn áhuga á bættum samgöngum. Það er nefnilega það, segi ég, er þá áhugaleysi íslenskra stjórnvalda um að kenna og eða „mosavaxinn“ hugsunargangur stöðnunar? Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þjóðvegir á Íslandi eru birtingarmynd stöðnunar og meðvitundarleysis stjórnvalda síðustu ára. Þau tólf ár sem ég hef verið viðloðandi stjórnmál hafa vegir landsins drabbast niður með stóraukinni viðhaldsskuld. Strandsiglingar ríkisins voru aflagðar fyrir margt löngu. Fjöldi ferðamanna er kominn yfir 2,5 milljónir. Fisk- og vöruflutningar á landi hafa aukist og svona mætti áfram telja. Bara þessi staðreynd hefur aukið álagið á vegunum um allan helming. Einn vörubíll með 40 feta trailergám, kannski um 40 tonna brúttó, slítur vegunum meira en yfir 3 þúsund fólksbílar. Undir svona þunga bíla þarf vegi með alvöru burðarþol og breidd vegarins slík að hægt sé að mætast án þess að eiga á hættu að hliðarspeglarnir sláist saman. Í viðtölum við fulltrúa Vegagerðarinnar er oft sótt að þeim eins og þeir beri ábyrgð á stöðunni, sem er ósanngjarnt. Það er ríkisstjórn hvers tíma sem ber ábyrgðina og enginn annar. Samgönguáætlanir standast aldrei og metnaðarleysi er algjört. En hvað er til ráða? Að mínu mati þarf nýja hugsun og metnað um örugga vegi sem mæta þörfum nútímans í ljósi staðreynda. Ekkert „já en“ þetta kostar meira en við ráðum við. Þeirra tíma ný hugsun eru t.d. Hvalfjarðargöngin, þar sem gjald var tekið af umferðinni og það borgaði sig upp á nokkrum árum. Ég heyrði viðtal við íslenskan verkfræðing sem unnið hefur mikið fyrir færeysk stjórnvöld um uppbyggingu samgöngumála. Þar er bygging jarðganga í miklum blóma. Athyglisvert sagði fyrirspyrjandinn, og hvernig stendur á þessum krafti fænda okkar? Tja, sagði verkfræðingurinn, allavega hafa stjórnvöld í Færeyjum mjög mikinn áhuga á bættum samgöngum. Það er nefnilega það, segi ég, er þá áhugaleysi íslenskra stjórnvalda um að kenna og eða „mosavaxinn“ hugsunargangur stöðnunar? Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar