Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 22:33 Arnór Atlason er einnig aðstoðarmaður Snorra Steins Guðjónssonar hjá íslenska karlalandsliðinu. Vísir/Vilhelm Arnór Atlason og lærisveinar hans í danska handboltafélaginu TTH Holstebro misstu leikinn á móti Fredericia í jafntefli eftir dramatískar lokamínútur. Umdeildur dómur undir lokin breytti öllu fyrir liðið. TTH Holstebro hafði fengið vítakast þegar þrjátíu sekúndur voru eftir af leiknum gegn Fredericia í stöðunni 31-30 fyrir TTH, en eftir myndbandsskoðun breyttu dómararnir dómnum í markmannskast. Arnór er þjálfari TTH Holstebro og hann skildi lítið í þeirri ákvörðun eftir leikinn sem lauk með jafntefli, 31-31. Heimamenn jöfnuðu metin í 31-31 með marki frá Martin Bisgaard þegar tvær sekúndur voru eftir. „Við erum vonsviknir. Ég er vonsvikinn yfir því að við fáum ekki einu sinni aukakast. Ég verð að viðurkenna það. Þeir hljóta að halda að þetta sé klárt vítakast, þeir geta ekki haft svo rangt fyrir sér að það sé ekkert dæmt. Þá hlýtur að vera aukakast, en svona er þetta. En það er okkur að kenna að við vinnum ekki,“ sagði Arnór við TV2 Sport. Það var ekki bara Arnór Atlason þjálfari TTH sem skildi ekki hvernig dómarar leiksins gegn Fredericia gátu breytt vítakasti í markkast. Claus Möller Jakobsen, handboltasérfræðingur TV2 Sport, skilur undrun hans. „Mín fyrstu viðbrögð eru að það sé umdeilt að vallardómarinn dæmi vítakastið. Hann stendur auðvitað þannig að hann sér allt sem gerist,“ sagði Jakobsen. „Hann sér að Pevnov [Evgeni] ýtir við honum og það kemur ekkert frá markdómaranum sem venjulega sér um að dæma vítaköst í svona aðstæðum. Mér finnst Arnór hafa rétt fyrir sér. Það má vel vera að þetta sé ekki vítakast, en það er að minnsta kosti aukakast á Thomas Damgaard,“ sagði Jakobsen eftir leikinn. Holstebro er í sjötta sæti dönsku deildarinar með sjö stig í sjö leikjum. Liðið hefur þó aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Danski handboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
TTH Holstebro hafði fengið vítakast þegar þrjátíu sekúndur voru eftir af leiknum gegn Fredericia í stöðunni 31-30 fyrir TTH, en eftir myndbandsskoðun breyttu dómararnir dómnum í markmannskast. Arnór er þjálfari TTH Holstebro og hann skildi lítið í þeirri ákvörðun eftir leikinn sem lauk með jafntefli, 31-31. Heimamenn jöfnuðu metin í 31-31 með marki frá Martin Bisgaard þegar tvær sekúndur voru eftir. „Við erum vonsviknir. Ég er vonsvikinn yfir því að við fáum ekki einu sinni aukakast. Ég verð að viðurkenna það. Þeir hljóta að halda að þetta sé klárt vítakast, þeir geta ekki haft svo rangt fyrir sér að það sé ekkert dæmt. Þá hlýtur að vera aukakast, en svona er þetta. En það er okkur að kenna að við vinnum ekki,“ sagði Arnór við TV2 Sport. Það var ekki bara Arnór Atlason þjálfari TTH sem skildi ekki hvernig dómarar leiksins gegn Fredericia gátu breytt vítakasti í markkast. Claus Möller Jakobsen, handboltasérfræðingur TV2 Sport, skilur undrun hans. „Mín fyrstu viðbrögð eru að það sé umdeilt að vallardómarinn dæmi vítakastið. Hann stendur auðvitað þannig að hann sér allt sem gerist,“ sagði Jakobsen. „Hann sér að Pevnov [Evgeni] ýtir við honum og það kemur ekkert frá markdómaranum sem venjulega sér um að dæma vítaköst í svona aðstæðum. Mér finnst Arnór hafa rétt fyrir sér. Það má vel vera að þetta sé ekki vítakast, en það er að minnsta kosti aukakast á Thomas Damgaard,“ sagði Jakobsen eftir leikinn. Holstebro er í sjötta sæti dönsku deildarinar með sjö stig í sjö leikjum. Liðið hefur þó aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.
Danski handboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira