Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 12:19 Eva Bergþóra Guðbergsdóttir er samskiptastjóri borgarinnar. Skjáskot/Reykjavíkurborg Talsverða athygli vakti í gær þegar opinber Facebook-aðgangur Reykjavíkurborgar smellti svokölluðu „læki“ á frétt um sögulega mikla mælda óánægju með stjórnarandstöðuna. „Lækið“ er ekki einsdæmi og samskiptastjóri borgarinnar segir málið óheppilegt. Vísir greindi í gær frá niðurstöðum skoðanakönnunar, sem bentu til þess að landinn væri ekki ánægður með stjórnarandstöðuna, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Miðflokki. Eins og gengur var fréttinni deilt á samfélagsmiðlinum Facebook og þar fékk færslan „læk“ frá Reykjavíkurborg. Glöggir netverjar komu auga á „lækið“Skjáskot Athugulir notendur Facebook bentu Vísi á lækið og Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, vakti athygli á málinu á Instagram. „Allt „eðlilegt“ við þetta læk Reykjavíkurborgar. Borgin hefur gleymt því að hún er borg allra íbúa líka þeirra sem kjósa ekki ríkisstjórnina,“ sagði hún. Mannleg mistök Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Nokkur fjöldi starfsmanna borgarinnar hafi aðgang að Facebook-aðgangi hennar og ekki sé vitað að svo stöddu hver þeirra var að verki í gær. Farið verði yfir ferla í kjölfar málsins. Þá bendir hún á að „lækið“ hafi aðeins fengið að standa í augnablik og starfsmenn hafi brugðist hratt við því. „Ég myndi segja að þetta sé mjög óheppilegt og okkur þykir þetta miður. Ég geri ráð fyrir því að þarna hafi enginn ásetningur verið að baki.“ Ekki í fyrsta skiptið Eva Bergþóra gengst við því að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem starfsmaður „lækar“ óvart færslu á Facebook í nafni borgarinnar. Blaðamann rekur til að mynda minni til þess þegar frétt var flutt af skýrslu réttarmeinafræðings við aðalmeðferð í Gufunesmálinu svokallaða í ágúst. Þá smellti Reykjavíkurborg „læki“ á mynd af einum þeirra sem var síðar dæmdur fyrir manndráp í málinu og efnisgreinina „Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.“ Telja verður að mistök hafi verið gerð þegar þessi færsla var „lækuð“ í nafni borgarinnar.Skjáskot Samfélagsmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Vísir greindi í gær frá niðurstöðum skoðanakönnunar, sem bentu til þess að landinn væri ekki ánægður með stjórnarandstöðuna, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Miðflokki. Eins og gengur var fréttinni deilt á samfélagsmiðlinum Facebook og þar fékk færslan „læk“ frá Reykjavíkurborg. Glöggir netverjar komu auga á „lækið“Skjáskot Athugulir notendur Facebook bentu Vísi á lækið og Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, vakti athygli á málinu á Instagram. „Allt „eðlilegt“ við þetta læk Reykjavíkurborgar. Borgin hefur gleymt því að hún er borg allra íbúa líka þeirra sem kjósa ekki ríkisstjórnina,“ sagði hún. Mannleg mistök Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Nokkur fjöldi starfsmanna borgarinnar hafi aðgang að Facebook-aðgangi hennar og ekki sé vitað að svo stöddu hver þeirra var að verki í gær. Farið verði yfir ferla í kjölfar málsins. Þá bendir hún á að „lækið“ hafi aðeins fengið að standa í augnablik og starfsmenn hafi brugðist hratt við því. „Ég myndi segja að þetta sé mjög óheppilegt og okkur þykir þetta miður. Ég geri ráð fyrir því að þarna hafi enginn ásetningur verið að baki.“ Ekki í fyrsta skiptið Eva Bergþóra gengst við því að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem starfsmaður „lækar“ óvart færslu á Facebook í nafni borgarinnar. Blaðamann rekur til að mynda minni til þess þegar frétt var flutt af skýrslu réttarmeinafræðings við aðalmeðferð í Gufunesmálinu svokallaða í ágúst. Þá smellti Reykjavíkurborg „læki“ á mynd af einum þeirra sem var síðar dæmdur fyrir manndráp í málinu og efnisgreinina „Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.“ Telja verður að mistök hafi verið gerð þegar þessi færsla var „lækuð“ í nafni borgarinnar.Skjáskot
Samfélagsmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira