Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 11:06 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur styttast í hjöðnun verðbólgu. Vísir/Sigurjón Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fann sig knúna til að milda framsýna leiðsögn sína í yfirlýsingu sinni í morgun. Seðlabankastjóri segir öll merki benda til kólnunar í hagkerfinu. Peningastefnunefnd ákvað á fundi sínum að halda vöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum, annan fundinn í röð. Í yfirlýsingunni segir að greinilegur viðsnúningur hafi orðið í þróun efnahagsumsvifa undanfarið og spennan í þjóðarbúinu hafi hjaðnað í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Seiglan í þjóðarbúskapnum sé þó áfram nokkur, launahækkanir mælast töluverðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað síðustu misseri mælast þær enn yfir markmiði. „Enn“ „Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans.“ Tvennt vekur sérstaka athygli í yfirlýsingunni. Í fyrsta lagi segir að „greinilegur viðsnúningur“ hafi orðið en slíkt orðalag var ekki að finna í fyrri yfirlýsingu nefndarinnar. Í öðru lagi hefur mikilvæga orðið „enn“ bæst við yfirlýsinguna frá því síðast. Þannig sagði síðast að ekki hefðu skapast aðstæður til að slaka á raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar en nú segir að þær aðstæður hafi ekki enn skapast. Engar tilviljanir í lífinu Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, spurði þá Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóra peningastefnu, út í þessa orðalagsbreytingu þegar þeir sátu fyrir svörum í Svörtuloftum í morgun. Hún benti á að tilviljanir hafi hingað til ekki ráðið orðalagi yfirlýsinga peningastefnunefndar. „Nú er hagkerfið að kólna, að því er virðis umtalsvert. Ef verðbólguhorfurnar breytast á þann hátt, gætuð þið séð fyrir ykkur að þið gætuð slakað á taumhaldinu, þótt verðbólgan fylgi ekki alveg strax á eftir? Eruð þið að opna á að vera örlítið framsýnni?“ spurði hún. Þórarinn tók undir með Ernu Björgu að engar tilviljanir séu í lífinu. „Þarna er einfaldlega verið að endurspegla það að við erum að færast nær þeim tímapunkti sem við teljum að verðbólga fari að minnka. Það sést bara í þessari yfirlýsingu, að við erum að færast nær þeim tímapunkti.“ Ásgeir greip þá orðið og sagði þetta til marks um það að aðhaldstefna peningastefnunefndar sé að virka, þó að hún taki tíma. „Við sjáum að öll merkin eru eins, þróunin er í átt að aukinni kólnun. Það bætir í það með hverjum fundi.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Peningastefnunefnd ákvað á fundi sínum að halda vöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum, annan fundinn í röð. Í yfirlýsingunni segir að greinilegur viðsnúningur hafi orðið í þróun efnahagsumsvifa undanfarið og spennan í þjóðarbúinu hafi hjaðnað í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Seiglan í þjóðarbúskapnum sé þó áfram nokkur, launahækkanir mælast töluverðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað síðustu misseri mælast þær enn yfir markmiði. „Enn“ „Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans.“ Tvennt vekur sérstaka athygli í yfirlýsingunni. Í fyrsta lagi segir að „greinilegur viðsnúningur“ hafi orðið en slíkt orðalag var ekki að finna í fyrri yfirlýsingu nefndarinnar. Í öðru lagi hefur mikilvæga orðið „enn“ bæst við yfirlýsinguna frá því síðast. Þannig sagði síðast að ekki hefðu skapast aðstæður til að slaka á raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar en nú segir að þær aðstæður hafi ekki enn skapast. Engar tilviljanir í lífinu Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, spurði þá Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóra peningastefnu, út í þessa orðalagsbreytingu þegar þeir sátu fyrir svörum í Svörtuloftum í morgun. Hún benti á að tilviljanir hafi hingað til ekki ráðið orðalagi yfirlýsinga peningastefnunefndar. „Nú er hagkerfið að kólna, að því er virðis umtalsvert. Ef verðbólguhorfurnar breytast á þann hátt, gætuð þið séð fyrir ykkur að þið gætuð slakað á taumhaldinu, þótt verðbólgan fylgi ekki alveg strax á eftir? Eruð þið að opna á að vera örlítið framsýnni?“ spurði hún. Þórarinn tók undir með Ernu Björgu að engar tilviljanir séu í lífinu. „Þarna er einfaldlega verið að endurspegla það að við erum að færast nær þeim tímapunkti sem við teljum að verðbólga fari að minnka. Það sést bara í þessari yfirlýsingu, að við erum að færast nær þeim tímapunkti.“ Ásgeir greip þá orðið og sagði þetta til marks um það að aðhaldstefna peningastefnunefndar sé að virka, þó að hún taki tíma. „Við sjáum að öll merkin eru eins, þróunin er í átt að aukinni kólnun. Það bætir í það með hverjum fundi.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira