Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar 8. október 2025 10:00 Kæru Miðflokksmenn, á landsþingi um helgina kjósum við okkur varaformann. Þrír þingmenn hafa boðið sig fram, Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og ég. Báðir eru meðframbjóðendur mínir sterkir fulltrúar flokksins og yrðu glæsilegir varaformenn. Hér er því ekki um að ræða baráttu á milli einstaklinga, heldur erum við mun frekar að ákveða hvernig við nálgumst hin stórbrotnu tækifæri sem blasa við flokknum. Vindar um alla álfu blása Miðflokknum í hag, þótt hingað til lands berist stórar breytingar stundum með seinni skipum. Daginn inn og út er ég í samskiptum við ört vaxandi hóp fólks, ýmist rótgróinna stuðningsmanna okkar, nýliða eða fólks sem er alveg við það að stíga skrefið til okkar. Í þessum hópi skynjar maður þrá eftir breytingum og þrá eftir stjórnmálaafli sem ræðst af fullum þunga gegn margri þeirri óheillaþróun í okkar þjóðfélagi, sem hefur fengið að þrífast í skjóli pólitísks rétttrúnaðar. Úr þessum áttum hefur mér borist eindregin hvatning til að bjóða mig fram til frekari ábyrgðar í flokknum. Kallað er eftir því að Miðflokkurinn taki enn frekari forystu í þjóðfélagsumræðunni og þar er mikilvægt skref að brúa kynslóðabilið í forystusveit flokksins. Nú er tækifæri til að senda skilaboð um að flokkurinn horfi til framtíðar og að við séum líka flokkur fyrir ungu kynslóðina. Margs konar lífsreynsla er grundvallarkostur í öllu félagsstarfi og við núverandi kringumstæður þarf að gaumgæfa hvaða reynslu flokkurinn þarf helst á að halda. Á ferli mínum í fjölmiðlum og svo í rekstri eigin fyrirtækis á því sviði hef ég fengið tækifæri til að ná góðum tökum á nútímalegri margmiðlun á samfélagsmiðlum. Sú þekking hefur verið eitt allra verðmætasta verkfæri mitt eftir að ég hóf þátttöku í stjórnmálum og er lykilatriði við að fá til liðs við okkur nýtt fólk. Við þekkjum það í Miðflokknum að á okkar tímum má stjórnmálaafl sín lítils ef það ætlar að reiða sig á réttláta kynningu í hefðbundnum meginstraumsmiðlum, að ekki sé talað um hér á Íslandi með okkar pólitíska ríkisútvarp. Eina leiðin er að taka málin í eigin hendur með beinu sambandi við kjósendur á okkar eigin miðlum. Um allan heim eru pólitískar samskiptaleiðir að taka stakkaskiptum og aðeins þeir sem tileinka sér það af fyllstu alvöru geta vænst kosningasigra. Árangur á þessu sviði mun skilja á milli feigs og ófeigs á komandi tímum. Viðburðir á vegum flokksins hafa verið sögulega vel sóttir að undanförnu og stemningin er mögnuð, en því miður hefur hluti landsbyggðarinnar ekki notið sama starfs. Fengi ég til þess umboð sem varaformaður, myndi ég hrinda af stað miklu átaki í innra starfi flokksins. Fyrsta skrefið eftir kosningar væri að skipuleggja og taka þátt í röð nýliðakvölda vítt og breitt um land strax í vetur. Þetta verður mikil lyftistöng fyrir flokkinn í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins eru samofnir og fæðufullveldið er undirstaða samfélagsins. Þar að auki er menningarheild sveitanna ákveðinn grundvöllur lífsins í landinu, óháð því hvar menn eru búsettir. Við finnum að heildarhugsjón okkar um framtíð alls landsins á hljómgrunn meðal þjóðarinnar og njótum aukins stuðnings í öllum byggðarlögum. Ég spái miklum umbreytingum fram undan í íslenskri pólitík og tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn. Tækifærin eru þarna og það er okkar að grípa þau. Það er mikið í húfi fyrir íslenska þjóð og ég er tilbúinn að leggja mig allan fram í verkefnið. Ég bið um þinn stuðning. Snorri Másson Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru Miðflokksmenn, á landsþingi um helgina kjósum við okkur varaformann. Þrír þingmenn hafa boðið sig fram, Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og ég. Báðir eru meðframbjóðendur mínir sterkir fulltrúar flokksins og yrðu glæsilegir varaformenn. Hér er því ekki um að ræða baráttu á milli einstaklinga, heldur erum við mun frekar að ákveða hvernig við nálgumst hin stórbrotnu tækifæri sem blasa við flokknum. Vindar um alla álfu blása Miðflokknum í hag, þótt hingað til lands berist stórar breytingar stundum með seinni skipum. Daginn inn og út er ég í samskiptum við ört vaxandi hóp fólks, ýmist rótgróinna stuðningsmanna okkar, nýliða eða fólks sem er alveg við það að stíga skrefið til okkar. Í þessum hópi skynjar maður þrá eftir breytingum og þrá eftir stjórnmálaafli sem ræðst af fullum þunga gegn margri þeirri óheillaþróun í okkar þjóðfélagi, sem hefur fengið að þrífast í skjóli pólitísks rétttrúnaðar. Úr þessum áttum hefur mér borist eindregin hvatning til að bjóða mig fram til frekari ábyrgðar í flokknum. Kallað er eftir því að Miðflokkurinn taki enn frekari forystu í þjóðfélagsumræðunni og þar er mikilvægt skref að brúa kynslóðabilið í forystusveit flokksins. Nú er tækifæri til að senda skilaboð um að flokkurinn horfi til framtíðar og að við séum líka flokkur fyrir ungu kynslóðina. Margs konar lífsreynsla er grundvallarkostur í öllu félagsstarfi og við núverandi kringumstæður þarf að gaumgæfa hvaða reynslu flokkurinn þarf helst á að halda. Á ferli mínum í fjölmiðlum og svo í rekstri eigin fyrirtækis á því sviði hef ég fengið tækifæri til að ná góðum tökum á nútímalegri margmiðlun á samfélagsmiðlum. Sú þekking hefur verið eitt allra verðmætasta verkfæri mitt eftir að ég hóf þátttöku í stjórnmálum og er lykilatriði við að fá til liðs við okkur nýtt fólk. Við þekkjum það í Miðflokknum að á okkar tímum má stjórnmálaafl sín lítils ef það ætlar að reiða sig á réttláta kynningu í hefðbundnum meginstraumsmiðlum, að ekki sé talað um hér á Íslandi með okkar pólitíska ríkisútvarp. Eina leiðin er að taka málin í eigin hendur með beinu sambandi við kjósendur á okkar eigin miðlum. Um allan heim eru pólitískar samskiptaleiðir að taka stakkaskiptum og aðeins þeir sem tileinka sér það af fyllstu alvöru geta vænst kosningasigra. Árangur á þessu sviði mun skilja á milli feigs og ófeigs á komandi tímum. Viðburðir á vegum flokksins hafa verið sögulega vel sóttir að undanförnu og stemningin er mögnuð, en því miður hefur hluti landsbyggðarinnar ekki notið sama starfs. Fengi ég til þess umboð sem varaformaður, myndi ég hrinda af stað miklu átaki í innra starfi flokksins. Fyrsta skrefið eftir kosningar væri að skipuleggja og taka þátt í röð nýliðakvölda vítt og breitt um land strax í vetur. Þetta verður mikil lyftistöng fyrir flokkinn í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins eru samofnir og fæðufullveldið er undirstaða samfélagsins. Þar að auki er menningarheild sveitanna ákveðinn grundvöllur lífsins í landinu, óháð því hvar menn eru búsettir. Við finnum að heildarhugsjón okkar um framtíð alls landsins á hljómgrunn meðal þjóðarinnar og njótum aukins stuðnings í öllum byggðarlögum. Ég spái miklum umbreytingum fram undan í íslenskri pólitík og tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn. Tækifærin eru þarna og það er okkar að grípa þau. Það er mikið í húfi fyrir íslenska þjóð og ég er tilbúinn að leggja mig allan fram í verkefnið. Ég bið um þinn stuðning. Snorri Másson Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun